Börn og uppeldi

Fréttamynd

Þrettán hlutu varan­legt heilsu­tjón vegna flug­elda­slysa á rúmum ára­tug

Tuttugu og einn einstaklingur þarf að meðaltali að leita á bráðamóttöku á hverju ári vegna flugeldaslysa og er þar af að meðaltali eitt barn á leikskólaaldri. Rannsakendur segja vert að íhuga að setja frekari skorður við innflutningi, sölu og notkun flugelda auk þess sem efla þurfi forvarnarstarf en slys vegna flugeldanotkunar séu umtalsvert vandamál hér á landi. 

Innlent
Fréttamynd

Halda jóla­ball fyrir úkraínsk börn og óska eftir gjöfum

Samtökin Flotta Fólk sem hafa rekið viðamikla starfsemi í þágu Úkraínskra flóttamanna, halda jólaball fyrir Úkraínsk börn í næstkomandi laugardag. Samtökin bjóða þeim sem vilja gefa barni gjöf, að skila innpakkaðri gjöf í úthlutunarmiðstöð þeirra að Neskirkju milli klukkan17:30 og 19:30 í dag eða á Aflagranda 40 á morgun á milli klukkan 11-12:00.

Jól
Fréttamynd

Fjöl­margar niður­skurðar­til­lögur munu hafa bein á­hrif á vel­ferð barna

Umboðsmaður barna hvetur borgarstjórn til þess að virða ákvæði Barnasáttmálans og taka til endurskoðunar allar þær niðurskurðartillögur sem snúa að börnum, að höfðu samráði við þá hópa barna sem tillögurnar varða með beinum hætti, til þess að takmarka neikvæð áhrif sparnaðar á börn og um leið tryggja rétt þeirra til viðunandi þjónustu og góðra uppeldisaðstæðna.

Innlent
Fréttamynd

Kaldir og blautir eftir svaðil­för við Elliða­vatn

Betur fór en á horfðist í gær þegar tíu og ellefu ára drengir lentu í vandræðum á Elliðavatni þegar þeir fóru út á ísilagt vatnið og ísinn brotnaði undan þeim. Þeir komust í land, kaldir og blautir með aðstoð slökkviliðsins. Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aldrei óhætt að fara út á ísilagt vatn.

Innlent
Fréttamynd

Sálræn áföll og ofþyngd

Vitað er að orsakir ofþyngdar hjá einstaklingum eru margar og mismunandi. Ekki er hægt að benda á eina algjöra orsök fyrir ofþyngd en þær eru margar og mismunandi. Sú orsök sem fjallað verður um hér eru sálræn áföll.

Skoðun
Fréttamynd

Hugmyndir að hátíðargreiðslum fyrir börn

Það er ekki sjálfgefið að börn séu tilbúin að gefa sér tíma til þess að fá fína greiðslu í hárið. Engu að síður getur verið gaman og fræðandi að fá innblástur af fallegum greiðslum sem geta jafnvel komið sér vel yfir hátíðarnar. 

Jól
Fréttamynd

Er heils dags leikskóli eina lausnin fyrir ársgömul börn?

„Allir eru farnir út að vinna, karlar og konur, frá eins árs eða yngri börnum og við erum komin í öngstræti að mínu mati. Erum við raunverulega að segja að eina tilboðið sem við viljum gera eins árs gömlum börnum sé heils dags leikskóli?“

Innlent
Fréttamynd

Gunnar Angus slær í gegn sem Stubbasólin á Netflix

Þrátt fyrir að vera aðeins tveggja ára gamall hefur Gunnar Angus Ólafsson þegar tekið að sér verkefni fyrir stór fyrirtæki í Kanada. Það nýjasta og stærsta er sannkallað stjörnuhlutverk. Gunnar Angus er í hlutverki sólarinnar í Stubbunum (e. Teletubbies).

Lífið
Fréttamynd

Dýr­mætasta gjöfin

Í Brennu-Njálssögu sagði Gunnar á Hlíðarenda við Njál á Bergþórshvoli: „Góðar eru gjafir þínar, en meira þykir mér verð vinátta þín og sona þinna.“ Hamingjurannsóknir hafa einmitt sýnt að góð, nærandi og gefandi tengsl eru stærsti einstaki þátturinn þegar kemur að hamingjunni.

Skoðun
Fréttamynd

Fimm góð ráð til þess að draga úr jóla­stressi og kvíða hjá börnum

„Hátíðirnar eru rosalega skemmtilegur tími en hann getur líka verið rosalega annasamur. Þá er mjög vert að huga að því að streita og kvíði geta farið að einkenna börnin okkar,“ segir Ásgerður Guðmundsdóttir hjá Vinnuheilsu. Ásgerður var gestur Óskar Gunnars á FM957 þar sem hún fór yfir það hvernig draga mætti úr stressi og kvíða barna yfir hátíðirnar.

Jól
Fréttamynd

Fá ekki aftur forræði yfir dætrum sem þau beittu ofbeldi

Foreldrar sem dæmdir voru fyrir ofbeldi gegn fjórum dætrum sínum og svipt forræði yfir þeim, mega ekki fá forræðið aftur. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem opinberuð var nýverið og var meðal annars litið til þess að bæði voru dæmd fyrir ofbeldi gegn dætrunum og að þrjár elstur dæturnar sögðust ekkert vilja með þau hafa.

Innlent
Fréttamynd

Leik­skóla­málin á Al­þingi

Á dögunum óskaði ég eftir sérstakri umræðu við mennta- og barnamálaráðherra um stöðu leikskólamála á Íslandi. Áhersla umræðunnar var á misjafna stöðu barna þegar kemur að menntun á fyrsta skólastiginu eftir sveitarfélögum.

Skoðun
Fréttamynd

Galdrar gerast við spilaborðið

„Ég er oft spurð hvert sé mitt uppáhalds spil eða hvaða spil ég spili mest en það fer allt eftir því við hvern ég er að spila hvaða spil verður fyrir valinu í hvert sinn. Það er samveran sem skiptir langmestu máli, samræðurnar, tengingin og samskiptin sem verða milli þeirra sem spila. 

Samstarf
Fréttamynd

Gerðu samning um fræðslu og stuðning til hin­segin barna

Forsætisráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið hafa undirritað samstarfssamninga við Samtökin '78. Markmið samninganna sem eru samtals að fjárhæð níu milljónir króna er að veita fræðslu og stuðning til hinsegin barna og ungmenna og vinna gegn fordómum og haturstjáningu.

Innlent
Fréttamynd

Tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar

Junior Chamber International á Íslandi (JCI) verðlaunar framúrskarandi unga Íslendinga í 21. skipti í ár. Dómnefnd hefur farið yfir tilnefningar og valið tíu einstaklinga sem hljóta viðurkenningu. Einn hlýtur svo verðlaunin.

Lífið
Fréttamynd

Staf­rænn for­eldra­fundur um net­öryggi barna, þér er boðið

Næstum öll börn í grunn- og framhaldsskóla á Íslandi eiga eiginn snjallsíma og eru þátttakendur í hinum stafræna heimi. Sú staðreynd er að mestu mjög jákvæð því börn eiga rétt á þátttöku í samfélaginu, þau eiga rétt til að fá upplýsingar og þau njóta margra annarra réttinda samkvæmt Barnasáttmálanum sem aðgangur að internetinu auðveldar þeim að sækja.

Skoðun
Fréttamynd

Til hamingju kæra barn

Í dag er Dagur mannréttinda barna. Um allan heim er verið að fagna því að 20. nóvember 1989 var Barnasáttmálinn samþykktur og flest lönd í heiminum hafa lofað því að fara eftir honum. Barnasáttmálinn eru lög og reglur sem vernda börn eins og þig og það á alltaf að hugsa um hvað sé best fyrir þig þegar verið er að taka ákvarðanir og búa til ný lög og reglur.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar kemur að réttindum barna erum við öll í sama liði

Í tilefni af Alþjóðadegi barna frumsýnir UNICEF á Íslandi áhrifamikið myndband á Vísi sem er framleitt í samstarfi við nafnana Hannes Þór Halldórsson, leikstjóra og fyrrverandi landsliðsmarkvörð og Hannes Þór Arason. Myndbandið er hluti af alþjóðlegu átaki UNICEF í tilefni dagsins. Með átakinu vill UNICEF, í aðdraganda Heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu, vekja athygli á réttindum barna og skera upp herör gegn fordómum, mismunun og réttindabrotum.

Lífið
Fréttamynd

Barna­lán vinstri­stjórnar Fjarða­byggðar

Það er grátbroslegt að fylgjast með fulltrúum vinstristjórnarinnar í Fjarðabyggð velkjast um, eins og rekald í ólgusjó, og reyna að sannfæra íbúa Fjarðabyggðar að gjaldfríar skólamáltíðir séu fyrirfjölskyldurnar og heimilin í Fjarðabyggð.

Skoðun
Fréttamynd

Styrk­leikar eru öflugt verk­færi

Með hraðri framþróun tækninnar og auknu áreiti frá samfélagsmiðlum hefur andlegt álag á börn og unglinga aukist töluvert. Því er mikilvægt að byrja sem fyrst að vinna með sjálfsmynd barna þannig að þau eigi auðveldara með að blómstra í lífinu.

Skoðun
Fréttamynd

Börnin okkar og á­byrgð RÚV!

Um þessar mundir sýnir RÚV þáttaröðina „Börnin okkar“ sem byggir á hugmynd Gunnþórunnar Jónsdóttur og Hermundar Sigmundssonar. Fjórði þáttur [frumsýndur 6. nóvember] bar heitið „Greiningar“ og reyndist svo stútfullur af einhliða fullyrðingum og áróðri gegn greiningum og lyfjameðferð að mér varð orða vant.

Skoðun
Fréttamynd

Stóð frammi fyrir því að loka eða fara alla leið

Árið 2007 kviknaði hugmynd hjá Krisztinu G. Agueda sem í ár varð loksins að veruleika. Hugmyndin er Fjölskylduland, staður þar sem tilvonandi foreldrar og foreldrar ungra barna geta komið saman og einnig sótt sér fræðslu.

Lífið
Fréttamynd

Satt, hálf­satt og ó­satt í um­ræðu um læsis­kennslu á Ís­landi: Stríð og friður um læsis­kennslu í ís­lenskum skólum

Umræðan um læsiskennslu í íslenskum grunnskólum tekur stundum á sig undarlegar myndir. Flest skólafólk man eflaust eftir því þegar reynt var að hasla þjóðarátaki um læsi völl, haustið 2015, með áhlaupi á þróunarstarf undir merkjum Byrjendalæsis og gera um leið lítið úr faglegum heilindum og dómgreind kennara og skólastjóra sem innleitt höfðu verkefnið.

Skoðun