„Ég sakna vina minna úr Grindavík“ Jón Þór Stefánsson skrifar 20. júní 2024 10:35 Frá aðventufögnuði Grindvíkinga á Ásvöllum í desember. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm „Hvenær getum við komist heim til Grindavíkur?“ er haft eftir ónefndu gríndvísku barni í nýrri skýrslu umboðsmanns barna. „Ég sakna vina minna úr Grindavík,“ segir annað barn. Skýrsla umboðsmanns byggir á niðurstöðum frá fundi hans með grindvískum börnum sem fram fór í Laugardalshöll þann sjöunda mars síðastliðinn. Meira en þrjú hundruð börn á grunn- og framhaldsskólaaldri mættu á fundinn og sögðu frá reynslu sinni af þeim hremmingum sem Grindvíkingar hafa mátt ganga í gegnum síðustu misseri. Samkvæmt umboðsmanni kom í ljós á fundinum að áhrif atburðanna hafi verið margvísleg á líf grindvískra barna. Ástandið hafi haft mikla óvissu í för með sér fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Mörg þeirra upplifi sáran söknuð. Fram kemur að börnin beri blendnar tilfinningar um að byrja í nýjum skólum. Börnin sakni grunnskólans í Grindavík, skólafélaga og starfsfólk. Einnig tóku börnin fram að vel hefði verið tekið á móti þeim í nýjum skólum. „Ég sakna skólans sem er í Grindavík,“ er haft eftir grindvísku barni. „Gekk illa að ég mátti kannski ekki vera í sama skóla og vinkonur mínar,“ segir annað barn. Grindavíkurskóli stendur auður.Vísir/Vilhelm Börnin sögðu að þeim finnist að þeim eigi að standa til boða að vera saman í svokölluðum safnskóla með öðrum grindvíkingum. Í apríl var greint frá því að slíkir skólar yrðu lagðir a fog að grindvísk börn myndu sækja skóla næst sínu heimili. Umboðsmaður segir að í kjölfarið hafi sér borist erindi frá börnum sem lýstu miklum vonbrigðum yfir þessu. „Ég vil hafa safnskóla að eilífu,“ sagði barn á fundinum. Í skýrslunni segir að rót hafi orðið á félagslífi barnanna. Þeim gangi verr að halda vinatengslum og söknuður eftir vinum er mikill. Þá hafi mörg born lýst einmannaleika eftir skóla þar sem þau geti ekki hitt vini sína líkt og áður. „Engir vinir,“ sagði eitt barn.„Ég hitti vini mína aldrei eftir skóla því þau búa svo langt í burtu,“ sagði annað. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Börn og uppeldi Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Skýrsla umboðsmanns byggir á niðurstöðum frá fundi hans með grindvískum börnum sem fram fór í Laugardalshöll þann sjöunda mars síðastliðinn. Meira en þrjú hundruð börn á grunn- og framhaldsskólaaldri mættu á fundinn og sögðu frá reynslu sinni af þeim hremmingum sem Grindvíkingar hafa mátt ganga í gegnum síðustu misseri. Samkvæmt umboðsmanni kom í ljós á fundinum að áhrif atburðanna hafi verið margvísleg á líf grindvískra barna. Ástandið hafi haft mikla óvissu í för með sér fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Mörg þeirra upplifi sáran söknuð. Fram kemur að börnin beri blendnar tilfinningar um að byrja í nýjum skólum. Börnin sakni grunnskólans í Grindavík, skólafélaga og starfsfólk. Einnig tóku börnin fram að vel hefði verið tekið á móti þeim í nýjum skólum. „Ég sakna skólans sem er í Grindavík,“ er haft eftir grindvísku barni. „Gekk illa að ég mátti kannski ekki vera í sama skóla og vinkonur mínar,“ segir annað barn. Grindavíkurskóli stendur auður.Vísir/Vilhelm Börnin sögðu að þeim finnist að þeim eigi að standa til boða að vera saman í svokölluðum safnskóla með öðrum grindvíkingum. Í apríl var greint frá því að slíkir skólar yrðu lagðir a fog að grindvísk börn myndu sækja skóla næst sínu heimili. Umboðsmaður segir að í kjölfarið hafi sér borist erindi frá börnum sem lýstu miklum vonbrigðum yfir þessu. „Ég vil hafa safnskóla að eilífu,“ sagði barn á fundinum. Í skýrslunni segir að rót hafi orðið á félagslífi barnanna. Þeim gangi verr að halda vinatengslum og söknuður eftir vinum er mikill. Þá hafi mörg born lýst einmannaleika eftir skóla þar sem þau geti ekki hitt vini sína líkt og áður. „Engir vinir,“ sagði eitt barn.„Ég hitti vini mína aldrei eftir skóla því þau búa svo langt í burtu,“ sagði annað.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Börn og uppeldi Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira