Muni styrkja bæinn og starfsemi skólans gríðarlega Bjarki Sigurðsson skrifar 27. júní 2024 13:20 Frá undirritun í Hafnarfirði í dag. Vísir/Bjarki Í dag var undirritað samkomulag um byggingu nýs Tækniskóla í Hafnarfirði. Með samkomulaginu er fjármagn til byggingar nýs skóla tryggt og hægt að fara í útboð á framkvæmdum og hönnun skólans. Samkomulagið var undirritað á Norðurbakkanum í Hafnarfirði í blíðskaparveðri. Fjöldi fólks var saman kominn til að fagna þessum áfanga en með undirrituninni er stórt skref tekið í áttina að því að skólinn rísi. Vonast er til þess að hann verði tilbúinn á fjórum til fimm árum. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir þetta skila gríðarlega miklu fyrir nemendur skólans. „Það gefur augaleið að aðstaða og aðbúnaður verk- og starfsnámsskóla allt í kringum landið hefur verið mjög bágborinn. Við höfum ekki verið að ráðast í framkvæmdir þar með nógu öflugum hætti og það þarf enginn að efast um það að öflugri aðstaða og öflugri aðbúnaður fyrir nemendur, skilar sér í gæðum námsins,“ segir Ásmundur. Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, var kampakát með undirritunina. „Vonandi að fjórum til fimm árum liðnum verðum við búin að sameinast úr átta byggingum á fimm stöðum yfir á einn stað þar sem allt nám skólans fer fram undir sama þaki. Í nútímalegu umhverfi með miklu betri aðstöðu en við höfum haft,“ segir Hildur. Þá muni koma Tækniskólans í Hafnarfjörð hafa jákvæð áhrif á bæjarlífið og -andann að sögn Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. „Mun styrkja miðbæinn og allt samfélagið í heild sinni. Þessu fylgja mjög margir nemendur og kennarar. Þetta mun auka umsvif og auka bæjarandann. Þannig mjög erum ofsalega ánægð með að þetta sé að verða að veruleika,“ segir Rósa. Tækniskólinn er fjölmennasti framhaldsskóli landsins og sá vinsælasti hjá nýútskrifuðum grunnskólanemendum í ár. Nýja byggingin mun kosta á annan tug milljarða að sögn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. „En við skulum kannski ekki fara fram úr okkur með væntingum um það hvenær húsið verður endanlega risið. Nú er búið að fjármagna það, þá fara af stað þessi útboð. Það er búið að velja staðinn og þetta er bara spennandi í alla staði,“ segir Bjarni. Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Börn og uppeldi Framhaldsskólar Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Sjá meira
Samkomulagið var undirritað á Norðurbakkanum í Hafnarfirði í blíðskaparveðri. Fjöldi fólks var saman kominn til að fagna þessum áfanga en með undirrituninni er stórt skref tekið í áttina að því að skólinn rísi. Vonast er til þess að hann verði tilbúinn á fjórum til fimm árum. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir þetta skila gríðarlega miklu fyrir nemendur skólans. „Það gefur augaleið að aðstaða og aðbúnaður verk- og starfsnámsskóla allt í kringum landið hefur verið mjög bágborinn. Við höfum ekki verið að ráðast í framkvæmdir þar með nógu öflugum hætti og það þarf enginn að efast um það að öflugri aðstaða og öflugri aðbúnaður fyrir nemendur, skilar sér í gæðum námsins,“ segir Ásmundur. Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, var kampakát með undirritunina. „Vonandi að fjórum til fimm árum liðnum verðum við búin að sameinast úr átta byggingum á fimm stöðum yfir á einn stað þar sem allt nám skólans fer fram undir sama þaki. Í nútímalegu umhverfi með miklu betri aðstöðu en við höfum haft,“ segir Hildur. Þá muni koma Tækniskólans í Hafnarfjörð hafa jákvæð áhrif á bæjarlífið og -andann að sögn Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. „Mun styrkja miðbæinn og allt samfélagið í heild sinni. Þessu fylgja mjög margir nemendur og kennarar. Þetta mun auka umsvif og auka bæjarandann. Þannig mjög erum ofsalega ánægð með að þetta sé að verða að veruleika,“ segir Rósa. Tækniskólinn er fjölmennasti framhaldsskóli landsins og sá vinsælasti hjá nýútskrifuðum grunnskólanemendum í ár. Nýja byggingin mun kosta á annan tug milljarða að sögn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. „En við skulum kannski ekki fara fram úr okkur með væntingum um það hvenær húsið verður endanlega risið. Nú er búið að fjármagna það, þá fara af stað þessi útboð. Það er búið að velja staðinn og þetta er bara spennandi í alla staði,“ segir Bjarni.
Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Börn og uppeldi Framhaldsskólar Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent