Sterkari grunnskóli með gjaldfrjálsum skólamáltíðum Orri Páll Jóhannsson skrifar 24. júní 2024 14:31 Samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni barna hefur töluvert verið rætt um skólamál og skólamáltíðir á barnaþingum liðinna ára. Áhersla barnanna sjálfra hefur þar verið lögð á að hollur og góður matur eigi að vera ódýrari og að boðið sé upp á fjölbreyttara og betra fæði í skólanum. Sjónarmið dýravelferðar hafa einnig komið fram í áherslum barnaþinga og einnig vilja nemendur fá að hafa aðkomu að ákvörðunum um hvað er í matinn í skólanum. Og svo finnst börnum afskaplega mikilvægt að öll börn fái mat. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir hafa verið sérstakt baráttumál okkar Vinstri grænna. Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður flutti þingsályktunartillögu í nóvember síðastliðnum um málið, sem síðan var unnið áfram í innviðaráðuneytinu undir stjórn Svandísar Svavarsdóttur og verkað í umhverfis- og samgöngunefnd undir stjórn Bjarna Jónssonar og loks samþykkt sem lög frá Alþingi 22. júní síðastliðinn. Í rannsóknarskýrslu Kolbeins Stefánssonar félagsfræðings um fátækt barna á Íslandi kom fram að ókeypis skólamáltíðir geti skipt sköpum fyrir börn af fátækum heimilum. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir munu auka jöfnuð meðal barna, óháð fjárhag foreldra og styðja markmið stjórnvalda um að draga úr fátækt meðal barna. Þá má benda á að ófullnægjandi næring er ein af meginorsökum margra langtímaafleiðinga barnafátæktar. Skortur í bernsku skilar sér út í heilbrigðiskerfið, velferðarkerfið og víðar þannig að það er til mikils að vinna að reyna að koma í veg fyrir slíkt. Norskar rannsóknir á áhrifum endurgjaldslausra skólamáltíða sýna tengsl þeirra og bættrar næringar, betri námsárangurs og mætingar, lýðheilsu og mataröryggis. Samkvæmt annarri norskri rannsókn jókst neysla nemenda á hollum mat, sérstaklega þeirra með lægri félagslega og efnahagslega stöðu. Þar kom fram að hugsanlega gætu ókeypis skólamáltíðir dregið úr ójöfnuði í heilsu. Holl og góð næring er grunnþáttur í þroska barna og ungmenna. Matarmenning og viðhorf til matar mótast einnig í grundvallaratriðum á skólaaldri. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir stuðla að því allir nemendur fá hollan og næringarríkan mat óháð stöðu forsjáraðila. Því getur skólamatur og stuðningur skólanna við mataruppeldi haft afgerandi áhrif á heilsufar til framtíðar ekki síst ef matartíminn sjálfur er nýttur betur en nú er. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir geta orðið til þess að hlutverk matmálstíma í skólum snúist ekki bara um að skófla í sig mat á sem stystum tíma heldur verði þeir gagnvirkur hluti af námi þar sem nemendur fræðast um mat og mataræði í samræmi við markmið aðalnámskrár grunnskóla í heimilisfræði. Þannig verður matur sem borðaður er í skólanum ekki einungis mikilvægur næringar- og orkugjafi heldur einnig hluti af sjálfbærnikennslu, næringarfræði og lífsleikni sem styrkir grunnskólann í heild sinni. Frá og með næsta hausti verður boðið upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum landsins. Það er vegna þess að um það náðist samstaða á vettvangi aðila vinnumarkaðarins við gerð síðustu kjarasamninga með sterkri aðkomu ríkisins eins og kunnugt er. Þetta er tímabært fyrsta skref í átt að því að skólamáltíðir barna á öllum skólastigum verði gjaldfrjálsar í framtíðinni. Það stuðlar að félagslegu réttlæti í samfélaginu. Næring er þýðingarmikil fyrir þroska nemenda og starfsorku. Börn sem eru vel nærð njóta skólagöngu sinnar betur. Hollar og næringarríkar skólamáltíðir eiga að standa öllum börnum til boða, óháð fjárhagsstöðu aðstandenda þeirra. Börn eiga að hafa skýlausan rétt til að njóta þeirrar líkamlegu, ekki síður en andlegu, næringar sem samfélagið er sammála um að sé forsenda lífs og starfs í lýðræðisþjóðfélagi. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Páll Jóhannsson Vinstri græn Grunnskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni barna hefur töluvert verið rætt um skólamál og skólamáltíðir á barnaþingum liðinna ára. Áhersla barnanna sjálfra hefur þar verið lögð á að hollur og góður matur eigi að vera ódýrari og að boðið sé upp á fjölbreyttara og betra fæði í skólanum. Sjónarmið dýravelferðar hafa einnig komið fram í áherslum barnaþinga og einnig vilja nemendur fá að hafa aðkomu að ákvörðunum um hvað er í matinn í skólanum. Og svo finnst börnum afskaplega mikilvægt að öll börn fái mat. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir hafa verið sérstakt baráttumál okkar Vinstri grænna. Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður flutti þingsályktunartillögu í nóvember síðastliðnum um málið, sem síðan var unnið áfram í innviðaráðuneytinu undir stjórn Svandísar Svavarsdóttur og verkað í umhverfis- og samgöngunefnd undir stjórn Bjarna Jónssonar og loks samþykkt sem lög frá Alþingi 22. júní síðastliðinn. Í rannsóknarskýrslu Kolbeins Stefánssonar félagsfræðings um fátækt barna á Íslandi kom fram að ókeypis skólamáltíðir geti skipt sköpum fyrir börn af fátækum heimilum. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir munu auka jöfnuð meðal barna, óháð fjárhag foreldra og styðja markmið stjórnvalda um að draga úr fátækt meðal barna. Þá má benda á að ófullnægjandi næring er ein af meginorsökum margra langtímaafleiðinga barnafátæktar. Skortur í bernsku skilar sér út í heilbrigðiskerfið, velferðarkerfið og víðar þannig að það er til mikils að vinna að reyna að koma í veg fyrir slíkt. Norskar rannsóknir á áhrifum endurgjaldslausra skólamáltíða sýna tengsl þeirra og bættrar næringar, betri námsárangurs og mætingar, lýðheilsu og mataröryggis. Samkvæmt annarri norskri rannsókn jókst neysla nemenda á hollum mat, sérstaklega þeirra með lægri félagslega og efnahagslega stöðu. Þar kom fram að hugsanlega gætu ókeypis skólamáltíðir dregið úr ójöfnuði í heilsu. Holl og góð næring er grunnþáttur í þroska barna og ungmenna. Matarmenning og viðhorf til matar mótast einnig í grundvallaratriðum á skólaaldri. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir stuðla að því allir nemendur fá hollan og næringarríkan mat óháð stöðu forsjáraðila. Því getur skólamatur og stuðningur skólanna við mataruppeldi haft afgerandi áhrif á heilsufar til framtíðar ekki síst ef matartíminn sjálfur er nýttur betur en nú er. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir geta orðið til þess að hlutverk matmálstíma í skólum snúist ekki bara um að skófla í sig mat á sem stystum tíma heldur verði þeir gagnvirkur hluti af námi þar sem nemendur fræðast um mat og mataræði í samræmi við markmið aðalnámskrár grunnskóla í heimilisfræði. Þannig verður matur sem borðaður er í skólanum ekki einungis mikilvægur næringar- og orkugjafi heldur einnig hluti af sjálfbærnikennslu, næringarfræði og lífsleikni sem styrkir grunnskólann í heild sinni. Frá og með næsta hausti verður boðið upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum landsins. Það er vegna þess að um það náðist samstaða á vettvangi aðila vinnumarkaðarins við gerð síðustu kjarasamninga með sterkri aðkomu ríkisins eins og kunnugt er. Þetta er tímabært fyrsta skref í átt að því að skólamáltíðir barna á öllum skólastigum verði gjaldfrjálsar í framtíðinni. Það stuðlar að félagslegu réttlæti í samfélaginu. Næring er þýðingarmikil fyrir þroska nemenda og starfsorku. Börn sem eru vel nærð njóta skólagöngu sinnar betur. Hollar og næringarríkar skólamáltíðir eiga að standa öllum börnum til boða, óháð fjárhagsstöðu aðstandenda þeirra. Börn eiga að hafa skýlausan rétt til að njóta þeirrar líkamlegu, ekki síður en andlegu, næringar sem samfélagið er sammála um að sé forsenda lífs og starfs í lýðræðisþjóðfélagi. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun