Þýskaland

Fréttamynd

Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla

Þýskur dómstóll vísaði í dag frá máli perúsks bónda sem krafðist þess að orkurisinn RWE tæki þátt í flóðvörnum sem tengjast bráðnun jökla. Fyrirtæki geta engu að síður verið látin bera ábyrgð á afleiðingum losunnar þeirra á gróðurhúsalofttegundum.

Erlent
Fréttamynd

Árásarkonan Þjóð­verji á fer­tugs­aldri

Þýsk kona á fertugsaldri var handtekinn á aðallestarstöðinni í Hamborg í Þýskalandi í gærkvöldi eftir að hafa veist að fólki sem beið þess að komast inn í lest vopnuð hníf. Átján eru særðir eftir árásina og þar af eru fjórir í lífshættu. 

Erlent
Fréttamynd

Bíða með að stimpla AfD sem öf­ga­samtök

Þýska leyniþjónustan hefur ákveðið að bíða með að flokka Valkost fyrir Þýskaland (AfD) sem öfgasamtök á meðan dómstóll tekur afstöðu til lögbannskröfu flokksins. Flokkurinn segir ákvörðunina sigur fyrir sig.

Erlent
Fréttamynd

Merz náði kjöri í annarri til­raun

Þýska þingið staðfesti kjör Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, sem næsta kanslara Þýskalands. Merz beið niðurlægjandi og sögulegan ósigur þegar þingið greiddi fyrst atkvæði um tilnefningu hans í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Niður­lægjandi fyrir Merz og AfD krefst þing­kosninga á ný

Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, segir Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, hafa verið niðurlægðan í morgun þegar honum mistókst að tryggja sér kjör í tilnefningu til kanslara á þýska þinginu í morgun. Alice Weidel, leiðtogi hægri flokksins AfD, krefst þess að kosningar fari fram á ný.

Erlent
Fréttamynd

Náði ekki kjöri í sögu­legri at­kvæða­greiðslu

Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, fékk ekki nægjanlega mörg atkvæði í fyrstu lotu leynilegrar atkvæðagreiðslu um tilnefningu hans til embættis kanslara í þýska þinginu í morgun. Þetta ku vera í fyrsta sinn í sögu lýðræðisríkisins sem væntanlegur kanslari nær ekki kjöri í fyrstu lotu.

Erlent
Fréttamynd

Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfir­völd

Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við.

Erlent
Fréttamynd

Flokka Val­kost fyrir Þýska­land sem öfgasamtök

Þýska leyniþjónustan hefur skilgreint Valkost fyrir Þýskaland (AfD), einn stærsta stjórnmálaflokk landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Matið byggir á því að flokkurinn ali á ótta við innflytjendur frá múslimalöndum.

Erlent
Fréttamynd

Kali­fornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims

Kalífornía, eitt af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna er nú í efnahagslegum skilningi fjórða öflugasta ríki heims. Þetta sýna nýjar tölur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um efnahagsvöxt einstakra ríkja en Kalífornía tók á dögunum fram úr Japan á þessum mælikvarða.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kaup­hallir rétta úr kútnum

Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri óvæntu ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að bíða með ofurtollahækkanir sínar á öll lönd nema Kína og voru hækkanir í flestum kauphöllum álfunnar eftir miklar lækkanir síðustu daga.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli

Dýraverndunarsamband Íslands, þýsk-svissnesku dýraverndarsamtökin Animal Welfare Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TSB) ætla að kæra til lögreglu brot á lögum um dýravelferð sem þau segja sjást á upptökum af blóðmerahaldi á Íslandi sem samtökin hafa safnað frá árinu 2019. 

Innlent
Fréttamynd

Kynna nýja ríkis­stjórn Þýska­lands

Búist er við því að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, verði næsti kanslari Þýskalands. Ný ríkisstjórn landsins verður kynnt á blaðamannafundi síðdegis.

Erlent
Fréttamynd

Lækkanir halda á­fram

Markaðir heims hafa ekki tekið tollaálögum Donald Trump Bandaríkjaforseta vel og héldu lækkanir síðustu daga áfram við opnun í nótt markaða í Asíu, um leið og enn meiri tollahækkanir tóku gildi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu

Eins karlmanns er nú leitað í smábænum Weitefeld í kjölfar þess að tveir karlmenn og ein kona fundust látin. Lögregla hefur ráðlagt íbúum í Westerfald-héraði að halda sig heima og að taka ekki neinn ókunnugan upp í bíl sinn. Um 2.200 íbúar búa í Weitefeld.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir mót­mæltu Trump á 1.200 mót­mælum

Þúsundir mótmælenda sem eru óánægðir með það hvernig Trump stýrir Bandaríkjunum söfnuðust saman á um 1.200 skipulögðum mótmælum í 50 ríkjum Bandaríkjanna í gær. Auk þess voru skipulögð mótmæli í bæði Kanada og Mexíkó og í London, París og Berlín í Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Saka Pútín um að draga lappirnar

Yfirvöld í Bretlandi og Frakklandi sökuðu í morgun Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að draga lappirnar í friðarviðræðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Bretar og Frakkar krefjast skjótra viðbragða frá Pútín vegna viðleitni Bandaríkjamanna til að koma á vopnahlé.

Erlent
Fréttamynd

Boltastrákurinn orðinn þjóð­hetja og fer frítt á undanúrslitin

Þökk sé snöggum þankagangi er fimmtán ára gamli boltastrákurinn Noel Urbaniak orðin þjóðhetja í Þýskalandi, eftir að hafa átt hlut í marki gegn Ítalíu í gærkvöldi. Honum var síðan kippt aftur niður á jörðina í morgun þegar hann hóf störf sem starfsmaður í kebabverksmiðju, en getur látið sér hlakka til undanúrslitaleiksins sem hann fer frítt á.

Fótbolti