Forseti Íslands

Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár
Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin.

Víkingur Heiðar og EFLA hlutu útflutningsverðlaunin
Fyrirtækið EFLA hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands og Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari var heiðraður fyrir störf sín á erlendri grundu. Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU, veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Efla hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands og Víkingur Heiðar heiðraður
Verkfræðistofan Efla hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2022 og við sama tilefni var Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, heiðraður fyrir störf sín á erlendri grund. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á mikilvægi alþjóðlegra viðskipta og heiðra þá sem gengur vel að markaðssetja og selja íslenskar vörur.

Hjólagarpurinn Þorsteinn heiðraður
Borgnesingurinn og hjólagarpurinn Þorsteinn Eyþórsson var heiðraður við setningu Landsmóts UMFÍ 50+ í Borgarnesi í gærkvöldi. Þorsteinn hjólaði Vestfjarðahringinn svokallaða í sumar til styrktar Píetasamtökunum en hann missti tengdason sinn fyrir nokkru og vildi hann styrkja samtökin. Píetasamtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur.

Forseti sæmdi fjórtán fálkaorðu
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sæmdi fjórtán manns heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag.

Bessastaðir opnir almenningi á laugardaginn
Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi á laugardaginn. Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid munu þar taka á móti gestum og býðst fólki að skoða staðinn milli klukkan 13 og 16.

Forsetinn varð sjóveikur um borð í Óðni
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að sjóferð með varðskipinu Óðni frá Reykjavíkur til Grindavíkur í gær hafi verið kaflaskipt.

„Sjaldan verið jafn mikil þörf fyrir verndarvætti“
UN Women á Íslandi og 66°Norður hafa hannað bol til stuðnings konum á flótta í Úkraínu en allur ágóði af sölu bolsins rennur beint til verkefna UN Women. Bolurinn er hannaður af Þórdísi Claessen og Irynu Kamienieva.

Guðni heimsækir íbúa í Skaftárhreppi
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun fara í opinbera heimsókn í Skaftárhrepp á morgun. Þar mun hann eiga fund með nýkjörinni sveitarstjórn og svo sækja með henni málstofu um sóknarfæri Skaftárhrepps sem haldin verður í Kirkjubæjarstofu – þekkingarsetri.

„Draugagangur“ varð til þess að Guðni Th. birtist á sjónvarpsskjáum
Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, voru báðar merktar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þegar þær voru í ræðustól í umræðum á Alþingi í dag.

„Fulltrúar erlendu stórfyrirtækjanna tókust bara á loft“
Forseti Íslands segir lífsreynslu útaf fyrir sig að hafa fundað með Apple, Microsoft og Amazon vestanhafs síðustu daga. Helstu sérfræðingar Íslendinga í máltækni eru hluti af sendinefnd, sem á að sannfæra stórfyrirtækin um að bjóða upp á samskipti við símana - á íslensku.

Ræðir íslensku við Apple, Amazon og Microsoft
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hélt í gærkvöldi til Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hann leiðir íslenska sendinefnd á fund bandarískra stórfyrirtækja í tækniiðnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu.

Þrettán Færeyingar sæmdir riddarakrossi
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi í dag þrettán Færeyinga riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir hugrekki og þrautseigju við björgunarstörf eftir flugslysið á Mykinesi þann 26. september árið 1970.

Forseti Íslands heimsækir Færeyjar
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heldur í kvöld til Færeyja vegna opinberrar heimsóknar dagana 10. og 11. maí. Heimsóknin hefst á morgun þriðjudag í Þinganesi í Þórshöfn þar sem forseti fundar með lögmanni Færeyja, Bárði á Steig Nielsen.

Gengur ekki að útgangspunkturinn verði að Rússum líði vel
Forseti Íslands segir að útgangspunktur í friðarviðræðum um Úkraínu geti ekki verið sá að láta valdhöfum í Moskvu líða vel. Rússar studdu fyrstu ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um stríðið, sem gefin var út í gær.

Guðni hrifnari af tungumálatilburðum Selenskí en sínum eigin
Volodimir Selenski Úkraínuforseti segir Íslendinga berjast við eldgos og jarðskjálfta, en Úkraínumenn við ógn innrásarhers. Hann hvatti íslenska alþingismenn í dag til að auka þrýsting á Rússland og halda áfram mannúðaraðstoðinni.

Sögulegt ávarp í þingsal
Úkraínuforseti ávarpar Alþingi í dag í gegnum fjarfundarbúnað í sérstakri athöfn. Þetta er í fyrsta skipti sem slík athöfn fer fram í þingsal. Forseti Alþingis segir um sögulegan viðburð að ræða.

„Ég syng í baðinu, syng í sturtunni. Á ég líka að syngja í 60 Minutes?“
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, virðist hafa stolið senuninni í Eurovision-umfjöllun bandaríska fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes, sem var birtur í bandarísku sjónvarpi í gær.

Forseti Íslands með Covid-19
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur greinst með Covid-19.

Forsetinn keypti fyrsta ljósið eftir æsilega Síkisferð
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, keypti fyrsta ljósið í landssöfnun Barnaheilla-Save the Children á Íslandi en söfnunin hófst í dag og stendur til 4. maí. Safnað er til styrktar verkefninu Verndarar barna, sem er forvarnaverkefni Barnaheilla gegn kynferðisofbeldi á börnum. Söfnunin ber heitið „Hjálpumst að við að vernda börn”.

Hundruð mættu í mat þegar Flottafólk tók á móti Guðna forseta
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mætti í aðstöðu Flottafólk í húsakynnum Pipar\TBWA að Guðrúnartúni 8 á síðasta vetrardag en þar var á boðstólnum nýveiddur fiskur í tilefni dagsins.

Forsetahjónin tóku þátt í plokkdeginum
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid tóku að sjálfsögðu þátt í Stóra Plokkdeginum eins og þau hafa gert síðustu ár. Hjónin slógust í för með bæjarbúum Kópavogs og Garðabæjar í dag.

Stóri plokkdagurinn fer fram í dag: „Einn af íslensku vorboðunum“
Stóri plokkdagurinn fer fram í dag þar sem fólk um allt land kemur saman og stuðlar að hreinna umhverfi. Umhverfis-, auðlinda- og orkumálaráðherra byrjar dagskrá formlega klukkan 10.00 neðst við Gufunesveg og forsetahjónin slást í hópinn klukkan 13.00.

Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta.

Guðni og Eliza heimsækja Langanesbyggð og Vopnafjörð
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú halda í opinbera heimsókn til Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps á morgun og á föstudag.

Forsetahjónin settu átak UNICEF „Heimsins bestu foreldrar“
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid settu formlega Heimsforeldraátak UNICEF á Íslandi á Bessastöðum í dag.

Ræddu jafnrétti á Íslandi og forsetinn hringdi í móður Elizu
Eliza Reid hitti forsetahjónin Jill og Joe Biden þar sem jafnréttismál voru í brennidepli en forsetinn bauð henni til að mynda upp á svið til að ræða jafnréttismál á viðburði í Hvíta húsinu. Hún segir hjónin hafa verið mjög vingjarnleg en Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi til að mynda í móður Elizu.

Forsetafrúin fundaði með Joe og Jill Biden
Eliza Reid forsetafrú fundaði með Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna um jafnréttismál í Hvíta húsinu í Washington í dag. Eiginmaður Jill, sjálfur Bandaríkjaforseti, kom einnig til fundarins og ræddi við Elizu.

Eliza til fundar við Jill Biden í Hvíta húsinu
Eliza Reid forsetafrú er nú stödd í bandarísku höfuðborginni Washington DC þar sem hún mun í dag eiga einkafund með Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu.

Forsetinn byrjar bingó í Kolaportinu
Kolaportsmessa dagsins verður sérlega hátíðleg en sjálfur forseti Íslands mun heiðra messugesti með nærveru sinni. Að lokinni messu mun forsetinn draga fyrstu kúluna í bingói sem er sérhannað til að kenna íslensku.