„Hér verður ekki flugvöllur og hér verða ekki blokkir“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 30. júní 2023 23:02 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, nýtir svæðið sjálfur meðal annars fyrir útihlaup í góðum hópi. Vísir/Dúi Bessastaðanes var formlega friðlýst í morgun eftir að forsetaembættið og bæjarstjórn Garðabæjar óskuðu eftir því. Forseti Íslands fagnar því að sjónarmið náttúruverndar og útivistar hafi ráðið för við ákvörðunartökuna. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir friðlýsinguna þýðingarmikla fyrir líffræðilegan fjölbreytileika. „Við friðlýsum hér í þágu mannlífs, minja og náttúru. Bessastaðanes er mikið flæmi og fólk hefur notið þess að ganga hér um, hlaupa, hjóla og fara í útreiðartúra og við viljum tryggja að komandi kynslóðir geti notið þessara landgæða hér. Þar fyrir utan sem er ekki síður mikilvægt er hér fjölskrúðugt fuglalíf og við viljum jafnframt tryggja að sú verði raunin áfram,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Unnið hafi verið að endurheimt votlendis á Bessastaðanesi. „Þannig að þegar margæsin kemur til Íslands á vorin þá finni hún áfram öruggan dvalarstað og aftur á haustin þegar hún flýgur hingað að norðan.“ Enginn flugvöllur Guðni segir mannfólk vissulega hafa sett mikinn svip á umhverfi og náttúru við Bessastaði. Friðlýsingin sé gerð til að hægt sé að búa í eins mikilli sátt við náttúru og mögulegt er. „Hér verður ekki flugvöllur og hér verða ekki blokkir og hér verður allt með að mestu þeim brag sem nú er raunin,“ segir Guðni. Um miðbik síðustu aldar hafi fýsileiki innanlandsflugvallar á Bessastaðanesi verið skoðaður. „Bessastaðanes er svo gott útivistarsvæði að það hefði verið mikil synd finnst mér ef önnur sjónarmið en sjónarmið náttúruverndar og útivistar hefðu fengið að ráða,“ segir Guðni sem sjálfur nýtir svæðið til útihlaupa með góðum hópi. Guðni segist ekki eiga von á að friðlýsingin hafi áhrif á útivistarsvæðið. „Það sem við þurfum til að njóta þessarar náttúru er að hún sé til staðar. Friðlýsingin er alls ekki gerð til þess að við setjum þetta svæði einhvern veginn girt af og ósnortið, alls ekki, við viljum að fólk nýti þessa náttúruperlu,“ segir Guðni glaður í bragði. Mikill gleðidagur Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra undirritaði friðlýsinguna við Bessastaðatjörn í morgun. „Þetta er mikill gleðidagur og það er mjög mikilvægt að við hugum líka að náttúruverndinni og umhverfismálum í þéttbýlinu,“ segir Guðlaugur Þór. „Hér er mikið líf og hér er mikil náttúra og hér er búsvæði fugla og hér er ósnortin strandlengja. Nokkuð sem við eigum lítið af og það er algjörlega til fyrirmyndar að forsetaembættið og bæjarstjórn gangi í það verkefni að sjá til þess að við getum áfram notið þessa sem útivistarsvæðis en það sem er enn þá mikilvægara er að það dýralíf sem hér er að það þurfi ekki frá að hverfa og ég vona að önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taki sér þetta til fyrirmyndar,“ segir hann. Bessastaðanes sé fullt af menningar- og náttúruminjum sem passa þurfi upp á. Aðspurður hvort verið sé að skoða fleiri svæði innan höfuðborgarsvæðisins til að friðlýsa svarar Guðlaugur Þór játandi. „Það er ekkert leyndarmál, að við viljum sjá strandlengjuna á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega við Skerjafjörðinn, verðum að líta til þess að hún verði friðlýst og ég vona að borgaryfirvöld sjái að sér og fari ekki fram með þeim hætti eins og þeir ætla. Það er sömuleiðis áhugi í öðrum sveitarfélögunum og hér hafa verið stigin mjög metnaðarfull markmið sem verða okkur öllum til heilla,“ segir Guðlaugur. Gríðarleg þýðing Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir friðlýsinguna hafa gríðarlega þýðingu fyrir líffræðilega fjölbreytni. „Líffræðileg fjölbreytni er dauðans alvara og hefur verið lögð þung áhersla af náttúruverndaryfirvöldum núna á líffræðilega fjölbreytni. Svæðið hefur líka gríðarlega þýðingu fyrir fræðslu það býr gríðarlega margt fólk á höfuðborgarsvæðinu og það er ótrúlega mörg svæði hér sem eru bæði tækifæri til að njóta og til að fræðast. Þetta er mikilvægur staður fyrir margæsina, hún þarf að hafa sínar stoppistöðvar og ég bara hvet fólk til þess að njóta til framtíðar,“ segir Sigrún. Friðlýsing Bessastaðaness hafi verið á teikniborðinu frá 2004 í tengslum við Skerjafjarðarsvæðið. Forseti Íslands Garðabær Umhverfismál Guðni Th. Jóhannesson Fréttir af flugi Skipulag Tengdar fréttir Rannsaka aðflugsleiðir yfir Hvassahrauni Icelandair hefur sent Samgöngustofu beiðni um að hefja flugprófanir yfir Hvassahrauni. Kanna aðflug að þremur ímynduðum flugbrautum. Bregðast við ráðleggingum Rögnunefndarinnar um könnun flugvallarskilyrða á staðnum. 23. janúar 2017 07:00 Votlendi endurheimt fyrir fugla og fólk Garðabær hefur lokið endurheimt votlendis á tveimur svæðum innan bæjarmarkanna. Undirbúa þriðja verkefnið við Urriðavatn. Svæðin ætluð til útivistar og ekki síst til skoðunar á fjölbreyttu fuglalífi. Er hluti af stefnumótun sveitar 25. mars 2017 07:00 „Þetta er brot á dýraverndarlögum“ Lögfræðingur með dýrarétt sem sérsvið segir að eigendur og umsjónarmenn hestanna sem drukknuðu í Bessastaðatjörn í síðustu viku hafi orðið uppvísir að hirðu- og kæruleysi. 23. desember 2014 13:16 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
„Við friðlýsum hér í þágu mannlífs, minja og náttúru. Bessastaðanes er mikið flæmi og fólk hefur notið þess að ganga hér um, hlaupa, hjóla og fara í útreiðartúra og við viljum tryggja að komandi kynslóðir geti notið þessara landgæða hér. Þar fyrir utan sem er ekki síður mikilvægt er hér fjölskrúðugt fuglalíf og við viljum jafnframt tryggja að sú verði raunin áfram,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Unnið hafi verið að endurheimt votlendis á Bessastaðanesi. „Þannig að þegar margæsin kemur til Íslands á vorin þá finni hún áfram öruggan dvalarstað og aftur á haustin þegar hún flýgur hingað að norðan.“ Enginn flugvöllur Guðni segir mannfólk vissulega hafa sett mikinn svip á umhverfi og náttúru við Bessastaði. Friðlýsingin sé gerð til að hægt sé að búa í eins mikilli sátt við náttúru og mögulegt er. „Hér verður ekki flugvöllur og hér verða ekki blokkir og hér verður allt með að mestu þeim brag sem nú er raunin,“ segir Guðni. Um miðbik síðustu aldar hafi fýsileiki innanlandsflugvallar á Bessastaðanesi verið skoðaður. „Bessastaðanes er svo gott útivistarsvæði að það hefði verið mikil synd finnst mér ef önnur sjónarmið en sjónarmið náttúruverndar og útivistar hefðu fengið að ráða,“ segir Guðni sem sjálfur nýtir svæðið til útihlaupa með góðum hópi. Guðni segist ekki eiga von á að friðlýsingin hafi áhrif á útivistarsvæðið. „Það sem við þurfum til að njóta þessarar náttúru er að hún sé til staðar. Friðlýsingin er alls ekki gerð til þess að við setjum þetta svæði einhvern veginn girt af og ósnortið, alls ekki, við viljum að fólk nýti þessa náttúruperlu,“ segir Guðni glaður í bragði. Mikill gleðidagur Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra undirritaði friðlýsinguna við Bessastaðatjörn í morgun. „Þetta er mikill gleðidagur og það er mjög mikilvægt að við hugum líka að náttúruverndinni og umhverfismálum í þéttbýlinu,“ segir Guðlaugur Þór. „Hér er mikið líf og hér er mikil náttúra og hér er búsvæði fugla og hér er ósnortin strandlengja. Nokkuð sem við eigum lítið af og það er algjörlega til fyrirmyndar að forsetaembættið og bæjarstjórn gangi í það verkefni að sjá til þess að við getum áfram notið þessa sem útivistarsvæðis en það sem er enn þá mikilvægara er að það dýralíf sem hér er að það þurfi ekki frá að hverfa og ég vona að önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taki sér þetta til fyrirmyndar,“ segir hann. Bessastaðanes sé fullt af menningar- og náttúruminjum sem passa þurfi upp á. Aðspurður hvort verið sé að skoða fleiri svæði innan höfuðborgarsvæðisins til að friðlýsa svarar Guðlaugur Þór játandi. „Það er ekkert leyndarmál, að við viljum sjá strandlengjuna á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega við Skerjafjörðinn, verðum að líta til þess að hún verði friðlýst og ég vona að borgaryfirvöld sjái að sér og fari ekki fram með þeim hætti eins og þeir ætla. Það er sömuleiðis áhugi í öðrum sveitarfélögunum og hér hafa verið stigin mjög metnaðarfull markmið sem verða okkur öllum til heilla,“ segir Guðlaugur. Gríðarleg þýðing Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir friðlýsinguna hafa gríðarlega þýðingu fyrir líffræðilega fjölbreytni. „Líffræðileg fjölbreytni er dauðans alvara og hefur verið lögð þung áhersla af náttúruverndaryfirvöldum núna á líffræðilega fjölbreytni. Svæðið hefur líka gríðarlega þýðingu fyrir fræðslu það býr gríðarlega margt fólk á höfuðborgarsvæðinu og það er ótrúlega mörg svæði hér sem eru bæði tækifæri til að njóta og til að fræðast. Þetta er mikilvægur staður fyrir margæsina, hún þarf að hafa sínar stoppistöðvar og ég bara hvet fólk til þess að njóta til framtíðar,“ segir Sigrún. Friðlýsing Bessastaðaness hafi verið á teikniborðinu frá 2004 í tengslum við Skerjafjarðarsvæðið.
Forseti Íslands Garðabær Umhverfismál Guðni Th. Jóhannesson Fréttir af flugi Skipulag Tengdar fréttir Rannsaka aðflugsleiðir yfir Hvassahrauni Icelandair hefur sent Samgöngustofu beiðni um að hefja flugprófanir yfir Hvassahrauni. Kanna aðflug að þremur ímynduðum flugbrautum. Bregðast við ráðleggingum Rögnunefndarinnar um könnun flugvallarskilyrða á staðnum. 23. janúar 2017 07:00 Votlendi endurheimt fyrir fugla og fólk Garðabær hefur lokið endurheimt votlendis á tveimur svæðum innan bæjarmarkanna. Undirbúa þriðja verkefnið við Urriðavatn. Svæðin ætluð til útivistar og ekki síst til skoðunar á fjölbreyttu fuglalífi. Er hluti af stefnumótun sveitar 25. mars 2017 07:00 „Þetta er brot á dýraverndarlögum“ Lögfræðingur með dýrarétt sem sérsvið segir að eigendur og umsjónarmenn hestanna sem drukknuðu í Bessastaðatjörn í síðustu viku hafi orðið uppvísir að hirðu- og kæruleysi. 23. desember 2014 13:16 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Rannsaka aðflugsleiðir yfir Hvassahrauni Icelandair hefur sent Samgöngustofu beiðni um að hefja flugprófanir yfir Hvassahrauni. Kanna aðflug að þremur ímynduðum flugbrautum. Bregðast við ráðleggingum Rögnunefndarinnar um könnun flugvallarskilyrða á staðnum. 23. janúar 2017 07:00
Votlendi endurheimt fyrir fugla og fólk Garðabær hefur lokið endurheimt votlendis á tveimur svæðum innan bæjarmarkanna. Undirbúa þriðja verkefnið við Urriðavatn. Svæðin ætluð til útivistar og ekki síst til skoðunar á fjölbreyttu fuglalífi. Er hluti af stefnumótun sveitar 25. mars 2017 07:00
„Þetta er brot á dýraverndarlögum“ Lögfræðingur með dýrarétt sem sérsvið segir að eigendur og umsjónarmenn hestanna sem drukknuðu í Bessastaðatjörn í síðustu viku hafi orðið uppvísir að hirðu- og kæruleysi. 23. desember 2014 13:16