Lífið

Forsetahjónin kysstu dauðan fisk á Nýfundnalandi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Um er að ræða hefð til að vígja inn Nýfundlendinga.
Um er að ræða hefð til að vígja inn Nýfundlendinga. skjáskot

Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, luku fjögurra daga ríkisheimsókn til Kanada í gær. Meðal verkefna ferðarinnar var að kyssa dauðan fisk sem er hefð til að vígja inn Nýfundnalendinga.

Í ferðinni komu þau víða við, samkvæmt því sem segir á vefsíðu forsetaembættisins. Meðal áfangastaða voru St. Johns höfuðborg Nýfundnalands, Labrador, Ottawa og Halifax.

 

Myndband af fiskskossinum var birt á Instagram:

Með í för var sendinefnd skipuð Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarmálaráðherra, Pétri Þ. Óskarssyni, framkvæmdastjóra Íslandsstofu, Jóni Sigfússyni, stjórnarformanni Planet Youth, og Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms, auk Hlyns Guðjónssonar sendiherra í Kanada.

Að kvöldi fyrsta dags buðu landstjórahjón Kanada til hátíðarkvöldverðar í Rideau Hall til heiðurs forsetahjónum. Kvöldverðinn sótti einnig Justin Trudeau forsætisráðherra og eiginkona hans Sophie Trudeau, auk fjölda gesta sem vinna að tengslum Íslands og Kanada bæði í atvinnu- og menningarlífi.forseti.is
Frá fundi forseta með Arthur J. LeBlanc fylkisstjóra og konu hans, Patsy LeBlanc. forseti.is
Forsetahjónin. Eliza er fædd í Ottawa í Kanada.forseti.is
Fallegt í Nýfundnalandi.forseti.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.