Lífið

Könnuðust við gæjann á hjólinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nemendahópurinn ásamt Guðna forseta.
Nemendahópurinn ásamt Guðna forseta. Davie County High

Nemendur við Davie County high í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum komust í feitt á dögunum þegar þeir skoðuðu sig um á Bessastöðum. Unglingarnir voru að búa sig undir að yfirgefa svæðið þegar maður kom hjólandi í blárri peysu.

„Ert þú ekki forsetinn?“ spurði einn nemandinn og fékk jákvætt svar. Guðni Th. Jóhannesson hafði verið í hjólatúr í bláu Álftanespeysunni sinni. Að sjálfsögðu með hjálm á höfðinu.

Fram kemur á vef Our Davie að nemendurnir hafi verið í skýjunum með uppákomuna. Kennarinn Laura Doub fékk líka mynd af sér með forsetanum.

„Hann var vinsamlegur, kurteis og gaf sér tíma til að sitja fyrir á ljósmynd með öllum nemendunum,“ segir Jackie Ellis, foreldri sem ferðaðist með nemendahópnum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×