Dýr

Fréttamynd

Tíu búrhvalir í botni Steingrímsfjarðar

Myndir af tíu búrhvölum náðust á innanverðum Steingrímsfirði í gær. Myndatökumaðurinn segist aldrei hafa séð annað eins og það hafi verið magnað að fylgja hvölunum eftir. Hvalasérfræðingur segir þessa hegðun búrhvala mjög óvenjulega.

Innlent
Fréttamynd

Sprengingar trufluðu ekki arnarvarp - sumarbústaðir meiri ógn en vegir

Haförn kom upp unga á miðju framkvæmdasvæði á Barðaströnd í fyrrasumar á sama tíma og sprengingar stóðu sem hæst nálægt hreiðrinu. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Vestfjarða segir erni ekki hræðast bíla jafnmikið og gangandi fólk. Sumarbústaðir séu mun verri á arnarsvæðum heldur en vegir.

Innlent
Fréttamynd

Vill fá hvolp með lifrarbólgu bættan

Kamela Rún Sigurðardóttir segir undarlegt að hún þurfi næsta árið að greiða raðgreiðslur af hvolpi sem drapst fimm dögum eftir að hún fékk hann í hendur. Neytendasamtökin vilja fá að kanna réttindi hennar gagnvart seljanda.

Innlent
Fréttamynd

Tíkin Trouble í vandræðum

Ríkasti hundur í heimi hefur neyðst til að fara í felur í kjölfar líflátshótana sem honum hafa borist. Tíkin Trouble ber nú nafn með rentu, en hann efnaðist stórkostlega þegar eigandinn Leona Helmslay arfðleiddi hann að 12 milljónum bandaríkjadala, eða um 747 milljónir króna.

Erlent