Sjaldgæft en kemur fyrir að hringormar finnist í fólki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 22:00 Mynd birt með leyfi Karls Skírnissonar í tengslum við umfjöllunina. Hringormur hefur fundist þrettán sinnum í fólki á Íslandi frá árinu 2004 svo vitað sé. Tilfellin má rekja til þess að snæddur hefur verið illa hreinsaður eða lítið eldaður fiskur. Dýrafræðingur segir þó enga þó ástæðu til að óttast það að borða fisk. Síðasta tilfellið sem vitað er um hér á landi var í janúar á þessu ári en líklega eru tilfellin fleiri en vitað er um. „Við vitum kannski ekki nema um brot af þeim, þetta gæti verið býsna algengt. Það sem við höfum verið að fá hér á Keldum það sem af er öldinni er svona næstum því eitt tilfelli á ári,“ segir Karl Skírnisson, dýrafræðingur við tilraunastöð HÍ að Keldum. Karl hefur skrifað ítarlegar og fróðlegar greinar um hringorma. Það eru þriðja stigs lirfur hringorma sem kemur fyrir að séu étnar lifandi en þær geta valdið miklum óþægindum. „Þeir lifa í maganum og setjast þar í slímhúðina og valda verkjum og hjá mörgum valda þeir svona uppsölutilfinningu,“ segir Karl. Þetta getur tekið marga daga oft alveg upp í viku áður en að ormarnir ganga upp í kok. „Menn ræskja sig kannski duglega og þá hrökkva þeir upp úr þeim, koma á tannburstann. Stundum koma þeir aftur á móti hina leiðina og enginn veit neitt.“ Einkum er tvennt til ráða til að koma í veg fyrir smit að sögn Karls. „Það þarf alls ekki að óttast það að borða fisk en hreinsa úr þeim hringorma, alla vega passa það að þeir séu ekki lifandi, eða þá að passa það að kjarnahitinn í fiskinum komist upp í 70 gráður eða svo þannig að próteinið í þessum fiskum eðlis sviptist þannig að þeir drepist.“ Dýr Heilbrigðismál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira
Hringormur hefur fundist þrettán sinnum í fólki á Íslandi frá árinu 2004 svo vitað sé. Tilfellin má rekja til þess að snæddur hefur verið illa hreinsaður eða lítið eldaður fiskur. Dýrafræðingur segir þó enga þó ástæðu til að óttast það að borða fisk. Síðasta tilfellið sem vitað er um hér á landi var í janúar á þessu ári en líklega eru tilfellin fleiri en vitað er um. „Við vitum kannski ekki nema um brot af þeim, þetta gæti verið býsna algengt. Það sem við höfum verið að fá hér á Keldum það sem af er öldinni er svona næstum því eitt tilfelli á ári,“ segir Karl Skírnisson, dýrafræðingur við tilraunastöð HÍ að Keldum. Karl hefur skrifað ítarlegar og fróðlegar greinar um hringorma. Það eru þriðja stigs lirfur hringorma sem kemur fyrir að séu étnar lifandi en þær geta valdið miklum óþægindum. „Þeir lifa í maganum og setjast þar í slímhúðina og valda verkjum og hjá mörgum valda þeir svona uppsölutilfinningu,“ segir Karl. Þetta getur tekið marga daga oft alveg upp í viku áður en að ormarnir ganga upp í kok. „Menn ræskja sig kannski duglega og þá hrökkva þeir upp úr þeim, koma á tannburstann. Stundum koma þeir aftur á móti hina leiðina og enginn veit neitt.“ Einkum er tvennt til ráða til að koma í veg fyrir smit að sögn Karls. „Það þarf alls ekki að óttast það að borða fisk en hreinsa úr þeim hringorma, alla vega passa það að þeir séu ekki lifandi, eða þá að passa það að kjarnahitinn í fiskinum komist upp í 70 gráður eða svo þannig að próteinið í þessum fiskum eðlis sviptist þannig að þeir drepist.“
Dýr Heilbrigðismál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira