Dýr

Fréttamynd

„Seinasti lúrinn okkar saman“

Fegurðardrottningin Linda Pétursdóttir kvaddi ferfætlinginn og fjölskyldumeðliminn Stjörnu eftir fimmtán ára samfylgd. Hún segir síðustu daga og vikur hafa reynst fjölskyldunni afar erfiðir. 

Lífið
Fréttamynd

Há­karlinn kom alltaf nær og nær

„Við bjuggumst alveg við því að sjá hvali, enda mikið af þeim þarna fyrr um daginn og meira að segja höfrungar, en við bjuggumst ekki við því að sjá há­karl,“ segir Skarp­héðinn Snorra­son sem var á­samt systur sinni, kærasta hennar og hundi á bát í Stein­gríms­firði þegar þau tóku eftir ugga há­karls sem veitti bátnum eftir­för.

Lífið
Fréttamynd

„Gærdagurinn var bæði ljótur og fallegur“

„Gærdagurinn var bæði ljótur og fallegur,“ segir Sigríður Jónsdóttir, dóttir bændanna á Efra-Apavatni í Bláskógarbyggð, en í gær fór fram umfangsmikil leit að sauðfé bæjarins eftir að komið var að dýrbítum í fénu fyrir rúmri viku.

Innlent
Fréttamynd

Vel loðinn og vel liðinn

Hundurinn Trausti er einn vinsælasti starfskraftur Fossvogsskóla í Reykjavík. Hann er í fjörutíu prósent starfi í námsveri skólans og mætir alla miðvikudaga og föstudaga. Trausti er þriggja ára golden retriever og hlustar á krakkana lesa eða gengur um og býður fram aðstoð sína.

Lífið
Fréttamynd

Verða stundum pirraðar á hvor annarri í Vestmannaeyjum

Mjaltrasysturnar Litla Hvít og Litla Grá í Vestmannaeyjum þurfa ekki að kvarta undan svengd því þær fá 60 kíló af fisk á hverjum degi. Þær eru orðnar 15 ára og leika við hvern sinn fingur í Vestmannaeyjum þó þær verði stundum pirraðar á hvor annarri.

Innlent
Fréttamynd

Fyndnustu dýralífsmyndir ársins

Forsvarsmenn hinnar árlegu ljósmyndakeppni Comedy Wildlife Photography Awards birtu nýverið þær myndir sem keppa til úrslita í ár. Myndirnar sýna villt dýr við skondnar og oft undarlegar aðstæður.

Lífið
Fréttamynd

Viltu elska mig?

Ég hef eytt löngum stundum á kaffihúsi hér í borginni þar sem ég hef átt hraðstefnumót við misskemmtileg og óáhugavert fólk. Ég sit stundum í makindum mínum úti í glugga á kvöldin og syng. En ég er ekki að syngja fyrir aðra, bara fyrir mig. Kannski er ég að kalla á vin, leita að ástinni. Frelsinu.

Skoðun
Fréttamynd

Bestu vinkonurnar eru sextíu geitur

Geitabóndi í nágrenni við Höfn í Hornafirði segir fátt skemmtilegra en að umgangast geiturnar sínar því þær séu svo uppátækjasamar og stríðnar. Bóndinn hvetur fólk til að fá sér geitur því þær séu svo góðir vinir manns.

Lífið
Fréttamynd

For­seta­hundurinn heldur á­fram að bíta fólk

Commander, tveggja ára German Shepherd-hundur Joe Biden Bandaríkjaforseta, beit leynilögreglumann í Hvíta húsinu í Washington D.C. á mánudagskvöld. Þetta er í ellefta sinn sem hundurinn bítur manneskju. 

Erlent
Fréttamynd

Hundurinn sem beið eiganda síns í 10 ár

Japanir halda upp á 100 ára afmæli frægasta hunds þjóðarinnar í ár, en allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar hefur stytta af hundinum Hachiko staðið fyrir utan lestarstöð í Tókýó.

Erlent
Fréttamynd

Hungur­verk­fall í 21 dag

Ég heiti Samuel Rostøl og ég hef verið í hungurverkfalli fyrir hvalina síðan tilkynnti var að hvalveiðar myndu hefjast á ný.

Skoðun