Kveikur frá Stangarlæk fallinn Jón Þór Stefánsson skrifar 2. ágúst 2024 14:16 Kveikur var tvímælalaust stjarna landsmóts hestamanna í Víðidalnum árið 2018 þar sem Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sýndi hann. Mynd/Jens Einarsson Hesturinn Kveikur frá Stangarlæk var felldur í gær eftir að hafa fengið hrossasótt í Hollandi. Hann var tólf vetra gamall. Gitte Fast Lambertsen, eigandi Kveiks, greinir frá þessu á Facebook, en Eiðfaxi greinir jafnframt frá tíðindunum. Hún segir að hann hafi farið á dýraspítala vegna einkenna hrossasóttar á miðvikudagskvöld. Í fyrstu voru merki um að honum væri að batna, en í gærmorgun fór ástand hans versnandi og því fór hann í aðgerð. Í ljós kom að snúið væri upp á líffæri Kveiks og hann með æðaskemmdir. Í færslu Gitte segir að eftir aðgerðina hafi þau vonast til að hann myndi ná sér, en allt kom fyrir ekki. Árið 2020 var greint frá því að Kveikur, sem var kallaður stjarna Landsmótsins 2018, hefði verið seldur til Danmerkur fyrir metfé. Kaupverðið var þó ekki gefið upp. „Við í Lindholm Hoje erum miður okkar. Hugur okkar er hjá þessum einstaka hesti, sem er ekki lengur á meðal okkar. Auðvitað vorkennum við sjálfum okkur, en við hugsum líka til fólksins sem ræktaði hann á Stangarlæk, og fyrrverandi þjálfara og knapa sem sýndi þennan hest frábærlega á Landsmótinu 2018,“ segir í færslu Gitte. „Þetta er einstakur höfðingi sem er ofboðslega geðgóður og skemmtilegur hestur, hann hefur allt með sér,“ sagði Aðalheiður Anna knapi í viðtali við Magnús Hlyn Hreiðarsson sumarið 2018. Þá var Kveikur hafður í sæðingum, í stað þess að eltast við merar úti í móa, og eftirspurn mikil eftir frammistöðuna á landsmótinu. Folatollurinn hljóðaði upp á 250 þúsund krónur og var reiknað með því að það yrði notað á um hundrað merar það sumar. Skráð afkvæmi Kveiks í Worldfeng, upprunaættbók íslenska hestins, voru 550 talsins. Á vef Eiðfaxa segir að Kveikur hafði verið að stimpla sig inn meðal fremstu kynbótahesta. Afkvæmi hans hafi vakið verðskuldaða athygli á nýliðnu Landsmóti. „Afkvæmi hans munu bera hróður hans um ókomna tíð.“ Dýr Hestar Hestaíþróttir Landsmót hestamanna Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Innlent Fleiri fréttir Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Eldgos er hafið Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ Sjá meira
Gitte Fast Lambertsen, eigandi Kveiks, greinir frá þessu á Facebook, en Eiðfaxi greinir jafnframt frá tíðindunum. Hún segir að hann hafi farið á dýraspítala vegna einkenna hrossasóttar á miðvikudagskvöld. Í fyrstu voru merki um að honum væri að batna, en í gærmorgun fór ástand hans versnandi og því fór hann í aðgerð. Í ljós kom að snúið væri upp á líffæri Kveiks og hann með æðaskemmdir. Í færslu Gitte segir að eftir aðgerðina hafi þau vonast til að hann myndi ná sér, en allt kom fyrir ekki. Árið 2020 var greint frá því að Kveikur, sem var kallaður stjarna Landsmótsins 2018, hefði verið seldur til Danmerkur fyrir metfé. Kaupverðið var þó ekki gefið upp. „Við í Lindholm Hoje erum miður okkar. Hugur okkar er hjá þessum einstaka hesti, sem er ekki lengur á meðal okkar. Auðvitað vorkennum við sjálfum okkur, en við hugsum líka til fólksins sem ræktaði hann á Stangarlæk, og fyrrverandi þjálfara og knapa sem sýndi þennan hest frábærlega á Landsmótinu 2018,“ segir í færslu Gitte. „Þetta er einstakur höfðingi sem er ofboðslega geðgóður og skemmtilegur hestur, hann hefur allt með sér,“ sagði Aðalheiður Anna knapi í viðtali við Magnús Hlyn Hreiðarsson sumarið 2018. Þá var Kveikur hafður í sæðingum, í stað þess að eltast við merar úti í móa, og eftirspurn mikil eftir frammistöðuna á landsmótinu. Folatollurinn hljóðaði upp á 250 þúsund krónur og var reiknað með því að það yrði notað á um hundrað merar það sumar. Skráð afkvæmi Kveiks í Worldfeng, upprunaættbók íslenska hestins, voru 550 talsins. Á vef Eiðfaxa segir að Kveikur hafði verið að stimpla sig inn meðal fremstu kynbótahesta. Afkvæmi hans hafi vakið verðskuldaða athygli á nýliðnu Landsmóti. „Afkvæmi hans munu bera hróður hans um ókomna tíð.“
Dýr Hestar Hestaíþróttir Landsmót hestamanna Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Innlent Fleiri fréttir Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Eldgos er hafið Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ Sjá meira