Tók hvolpinn til baka vegna andlegra veikinda kaupanda Lovísa Arnardóttir skrifar 30. ágúst 2024 15:56 Nefndin taldi ekki ástæðu til að krefja ræktandann um að skila hvolpinum. Það væri um ár liðið síðan hann var fjarlægður af heimili konunnar. Myndin er úr safni. Ekki kemur fram í úrskurði af hvaða tegund hvolpurinn er. Vísir/Getty Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa segir hundaræktanda hafi svipt kaupsamningi með ólögmætum hætti þegar hann fjarlægði hvolp af heimili konu sem hafði keypt af honum hvolp. Ræktandinn fjarlægði hvolpinn vegna andlegra veikinda kaupanda en endurgreiddi kaupin um leið. Kaupandinn kærði það til kærunefndarinnar og krafðist þess að ræktandinn myndi skila hvolpinum. Kaupin áttu sér stað sumarið 2023 en konan kvartaði til nefndarinnar í janúar árið 2024. Þar krafðist konan þess að vera afhentur hvolpur sem hún keypti en var svo tekinn aftur af henni. Til vara gerði hún kröfu um að vera greiddar skaðabætur sem næmu þeirri upphæð sem kostar að flytja inn hund að utan. Úrskurðurinn er hér. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að konan hafi keypt hvolpinn í júlí árið 2023 og greitt fyrir hann 350 þúsund krónur. Tæpum mánuði síðar kom ræktandinn heim til hennar til að kanna aðstæður hvolpsins en tók hann aftur vegna þess að hann taldi aðstæður ekki nægilega góðar fyrir hann. Ræktandinn endurgreiddi konunni kaupin samdægurs. Segir hvolpinn hafa búið við slæmar aðstæður Ræktandinn hefur vísað til þess að ástand hvolpsins hafi ekki verið gott og að hann hafi búið við slæmar aðstæður sökum andlegs ástands sóknaraðila. Ræktandinn hefur til sönnunar lagt fram skjáskot af færslum konunnar sem hún tjáir sig um andlega heilsu. Hún vísar einnig til þess í sínu máli að hvolpurinn hafi verið óöruggur og ljóst að umhverfisþjálfun var ekki sinnt. Konan segir að hún hafi ekki vitað á þeim tíma að hún hafi mátt neita aðgerðum ræktandans og gerir kröfu um að ræktandinn afhendi henni hvolpinn á ný eða að ræktandinn greiði henni skaðabætur sem nema þeirri upphæð að flytja inn sams konar hvolp að utan, því hún geti ekki keypt hann hér á landi. Ólögmæt fyrirvaralaus riftun Kærunefndin kemst að þeirri niðurstöðu að með því að taka hvolpinn og endurgreiða kaupverðið hafi það falið í sér riftunaryfirlýsingu. Þá er bent á að í undirrituðum kaupsamningi komi fram að kaupandi hvolps skuli hugsa vel um hann, kynna sér uppeldi og sækja námskeið ef kostur er. Nefndin telur þó ræktandann ekki hafa sýnt fram á að konan hafi vanrækt hvolpinn eða með öðrum hætti vanefnt verulega samninginn með þeim hætti sem réttlæti fyrirvaralausa riftun af hálfu varnaraðila. Þá bendir kærunefndin á að ræktandinn rifti kaupunum eftir að konan hafði greitt fyrir hvolpinn að fullu. Með hliðsjón af því telur nefndin að fyrirvaralaus riftun ræktandans á kaupsamningi hafi verið ólögmæt. Með tilliti til eðlis kaupanna telur nefndin þó ekki að hægt sé að fallast á kröfu um að hvolpinum verði skilað. Það sé ár frá því að hvolpurinn var tekinn af heimilinu. Hvað varðar kröfu um skaðabætur segir nefndin að konan hafi ekki sýnt fram á að tjón sé meira en sem nemur kaupverði og fellst því ekki á þá kröfu heldur. Dýr Stjórnsýsla Hundar Tengdar fréttir Ósáttur með hótelið, golfvellina og matinn en fær ekkert endurgreitt Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur hafnað kröfu manns sem vildi að fyrirtæki sem skipulagði golfferð fyrir hann til útlanda myndi greiða honum aftur þrjátíu prósent af kaupverði ferðarinnar. 25. júlí 2024 22:02 Ætlaði með allt of ungt barn í ferð og heimtaði endurgreiðslu Ferðaþjónustufyrirtæki hefur lúffað fyrir kaupanda sem fór fram á endurgreiðslu gjalds fyrir fimm ára gamalt barn og föður þess, eftir að barninu var neitað um aðgang að ferð. Aldurstakmark í ferðina var átta ár en barnið var aðeins fimm ára. 3. júlí 2024 11:33 Ósáttur með sætin og fær milljón endurgreidda Kaupandi pakkaferðar hjá íslenskri ferðaskrifstofu fær ferðina alla endurgreidda þrátt fyrir að hafa afbókað hana með skömmum fyrirvara. Kaupandinn lét ekki bjóða sér venjuleg sæti í flugi og Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa taldi hann mega afpanta vegna þess. 3. júlí 2024 08:15 Lét bóna bílinn, lenti illa í því og fær 1,6 milljónir í bætur Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað fyrirtæki sem annast þrif á bílum til þess að greiða einstaklingi rétttæpar 1,6 milljónir króna í skaðabætur vegna bíls sem fór illa úr þrifum hjá fyrirtækinu. 4. júní 2024 07:02 Bónorðsferðin í uppnám vegna lélegs pakkadíls Jóhannes Lange og Anita Engley Guðbergsdóttir ganga í hjónaband í dag eftir átta mánaða trúlofun. Jóhannes bað Anitu í Feneyjum, í langþráðu ferðalagi. Þrátt fyrir að ferðin hafi endað með trúlofun fór flest annað úrskeiðis. 13. apríl 2024 15:01 Gerði ekki gott mót og dæmdur til að veita afslátt Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað í máli þar sem kærandi kvartar undan glötuðu fótboltamóti. Sá fær afslátt sem nemur tuttugu prósentum af greiddri fjárhæð. 11. mars 2024 13:52 Komst ekki í ferð og fær 185 þúsund krónur endurgreiddar Ferðamaður sem komst ekki í íshellaferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis vegna veðurs fær ferðina endurgreidda að fullu. Hann fór einnig fram á bætur vegna andlegs álags en kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst ekki á það. 6. febrúar 2024 12:26 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Fleiri fréttir Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Sjá meira
Kaupin áttu sér stað sumarið 2023 en konan kvartaði til nefndarinnar í janúar árið 2024. Þar krafðist konan þess að vera afhentur hvolpur sem hún keypti en var svo tekinn aftur af henni. Til vara gerði hún kröfu um að vera greiddar skaðabætur sem næmu þeirri upphæð sem kostar að flytja inn hund að utan. Úrskurðurinn er hér. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að konan hafi keypt hvolpinn í júlí árið 2023 og greitt fyrir hann 350 þúsund krónur. Tæpum mánuði síðar kom ræktandinn heim til hennar til að kanna aðstæður hvolpsins en tók hann aftur vegna þess að hann taldi aðstæður ekki nægilega góðar fyrir hann. Ræktandinn endurgreiddi konunni kaupin samdægurs. Segir hvolpinn hafa búið við slæmar aðstæður Ræktandinn hefur vísað til þess að ástand hvolpsins hafi ekki verið gott og að hann hafi búið við slæmar aðstæður sökum andlegs ástands sóknaraðila. Ræktandinn hefur til sönnunar lagt fram skjáskot af færslum konunnar sem hún tjáir sig um andlega heilsu. Hún vísar einnig til þess í sínu máli að hvolpurinn hafi verið óöruggur og ljóst að umhverfisþjálfun var ekki sinnt. Konan segir að hún hafi ekki vitað á þeim tíma að hún hafi mátt neita aðgerðum ræktandans og gerir kröfu um að ræktandinn afhendi henni hvolpinn á ný eða að ræktandinn greiði henni skaðabætur sem nema þeirri upphæð að flytja inn sams konar hvolp að utan, því hún geti ekki keypt hann hér á landi. Ólögmæt fyrirvaralaus riftun Kærunefndin kemst að þeirri niðurstöðu að með því að taka hvolpinn og endurgreiða kaupverðið hafi það falið í sér riftunaryfirlýsingu. Þá er bent á að í undirrituðum kaupsamningi komi fram að kaupandi hvolps skuli hugsa vel um hann, kynna sér uppeldi og sækja námskeið ef kostur er. Nefndin telur þó ræktandann ekki hafa sýnt fram á að konan hafi vanrækt hvolpinn eða með öðrum hætti vanefnt verulega samninginn með þeim hætti sem réttlæti fyrirvaralausa riftun af hálfu varnaraðila. Þá bendir kærunefndin á að ræktandinn rifti kaupunum eftir að konan hafði greitt fyrir hvolpinn að fullu. Með hliðsjón af því telur nefndin að fyrirvaralaus riftun ræktandans á kaupsamningi hafi verið ólögmæt. Með tilliti til eðlis kaupanna telur nefndin þó ekki að hægt sé að fallast á kröfu um að hvolpinum verði skilað. Það sé ár frá því að hvolpurinn var tekinn af heimilinu. Hvað varðar kröfu um skaðabætur segir nefndin að konan hafi ekki sýnt fram á að tjón sé meira en sem nemur kaupverði og fellst því ekki á þá kröfu heldur.
Dýr Stjórnsýsla Hundar Tengdar fréttir Ósáttur með hótelið, golfvellina og matinn en fær ekkert endurgreitt Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur hafnað kröfu manns sem vildi að fyrirtæki sem skipulagði golfferð fyrir hann til útlanda myndi greiða honum aftur þrjátíu prósent af kaupverði ferðarinnar. 25. júlí 2024 22:02 Ætlaði með allt of ungt barn í ferð og heimtaði endurgreiðslu Ferðaþjónustufyrirtæki hefur lúffað fyrir kaupanda sem fór fram á endurgreiðslu gjalds fyrir fimm ára gamalt barn og föður þess, eftir að barninu var neitað um aðgang að ferð. Aldurstakmark í ferðina var átta ár en barnið var aðeins fimm ára. 3. júlí 2024 11:33 Ósáttur með sætin og fær milljón endurgreidda Kaupandi pakkaferðar hjá íslenskri ferðaskrifstofu fær ferðina alla endurgreidda þrátt fyrir að hafa afbókað hana með skömmum fyrirvara. Kaupandinn lét ekki bjóða sér venjuleg sæti í flugi og Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa taldi hann mega afpanta vegna þess. 3. júlí 2024 08:15 Lét bóna bílinn, lenti illa í því og fær 1,6 milljónir í bætur Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað fyrirtæki sem annast þrif á bílum til þess að greiða einstaklingi rétttæpar 1,6 milljónir króna í skaðabætur vegna bíls sem fór illa úr þrifum hjá fyrirtækinu. 4. júní 2024 07:02 Bónorðsferðin í uppnám vegna lélegs pakkadíls Jóhannes Lange og Anita Engley Guðbergsdóttir ganga í hjónaband í dag eftir átta mánaða trúlofun. Jóhannes bað Anitu í Feneyjum, í langþráðu ferðalagi. Þrátt fyrir að ferðin hafi endað með trúlofun fór flest annað úrskeiðis. 13. apríl 2024 15:01 Gerði ekki gott mót og dæmdur til að veita afslátt Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað í máli þar sem kærandi kvartar undan glötuðu fótboltamóti. Sá fær afslátt sem nemur tuttugu prósentum af greiddri fjárhæð. 11. mars 2024 13:52 Komst ekki í ferð og fær 185 þúsund krónur endurgreiddar Ferðamaður sem komst ekki í íshellaferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis vegna veðurs fær ferðina endurgreidda að fullu. Hann fór einnig fram á bætur vegna andlegs álags en kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst ekki á það. 6. febrúar 2024 12:26 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Fleiri fréttir Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Sjá meira
Ósáttur með hótelið, golfvellina og matinn en fær ekkert endurgreitt Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur hafnað kröfu manns sem vildi að fyrirtæki sem skipulagði golfferð fyrir hann til útlanda myndi greiða honum aftur þrjátíu prósent af kaupverði ferðarinnar. 25. júlí 2024 22:02
Ætlaði með allt of ungt barn í ferð og heimtaði endurgreiðslu Ferðaþjónustufyrirtæki hefur lúffað fyrir kaupanda sem fór fram á endurgreiðslu gjalds fyrir fimm ára gamalt barn og föður þess, eftir að barninu var neitað um aðgang að ferð. Aldurstakmark í ferðina var átta ár en barnið var aðeins fimm ára. 3. júlí 2024 11:33
Ósáttur með sætin og fær milljón endurgreidda Kaupandi pakkaferðar hjá íslenskri ferðaskrifstofu fær ferðina alla endurgreidda þrátt fyrir að hafa afbókað hana með skömmum fyrirvara. Kaupandinn lét ekki bjóða sér venjuleg sæti í flugi og Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa taldi hann mega afpanta vegna þess. 3. júlí 2024 08:15
Lét bóna bílinn, lenti illa í því og fær 1,6 milljónir í bætur Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað fyrirtæki sem annast þrif á bílum til þess að greiða einstaklingi rétttæpar 1,6 milljónir króna í skaðabætur vegna bíls sem fór illa úr þrifum hjá fyrirtækinu. 4. júní 2024 07:02
Bónorðsferðin í uppnám vegna lélegs pakkadíls Jóhannes Lange og Anita Engley Guðbergsdóttir ganga í hjónaband í dag eftir átta mánaða trúlofun. Jóhannes bað Anitu í Feneyjum, í langþráðu ferðalagi. Þrátt fyrir að ferðin hafi endað með trúlofun fór flest annað úrskeiðis. 13. apríl 2024 15:01
Gerði ekki gott mót og dæmdur til að veita afslátt Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað í máli þar sem kærandi kvartar undan glötuðu fótboltamóti. Sá fær afslátt sem nemur tuttugu prósentum af greiddri fjárhæð. 11. mars 2024 13:52
Komst ekki í ferð og fær 185 þúsund krónur endurgreiddar Ferðamaður sem komst ekki í íshellaferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis vegna veðurs fær ferðina endurgreidda að fullu. Hann fór einnig fram á bætur vegna andlegs álags en kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst ekki á það. 6. febrúar 2024 12:26