Sýrland

Fréttamynd

Ísraelar sprengdu meinta efnavopnaverksmiðju

Ísraelski herinn gerði í gær árás á herstöð í vesturhluta Sýrlands. Frá þessu greindi sýrlenski stjórnarherinn í gær. Í tilkynningu hersins kemur fram að eldflaugar hafi komið í gegnum líbanska lofthelgi og hæft herstöð nærri borginni Masyaf með þeim afleiðingum að tveir hermenn fórust og búnaður eyðilagðist.

Erlent
Fréttamynd

Tígurinn vann enn einn sigurinn

Sýrlenska stjórnarhernum tókst í gærkvöld að brjóta á bak aftur umsátur liðsmanna Íslamska ríkisins um borgina Deir ez-Zur í austurhluta Sýrlands

Erlent
Fréttamynd

Nægar sannanir til að sakfella Assad fyrir stríðsglæpi

Fyrrverandi saksóknari stríðsglæpamála ætlar að segja skilið við rannsóknarnefnd SÞ á borgarastríðinu í Sýrlandi vegna athafnaleysis öryggisráðsins. Hann segir nægar sannanir til að sakfella Bashar al-Assad forseta fyrir stríðsglæpi.

Erlent
Fréttamynd

UNESCO vill byggja Gömlu borgina í Aleppó upp eftir teikningum

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, vill byggja hina svokölluðu Gömlu borg í Aleppó upp á ný. Borgin er í rústum eins og stendur vegna sýrlensku borgarastyrjaldarinnar. Þúsundir borgara hafa látið lífið í átökum og margfalt fleiri hafa flúið borgina.

Erlent
Fréttamynd

Vill að bandalagsríki einbeiti sér að ISIS

Bandaríkin, sem eru í forsvari fyrir hernaðarbandalagi hliðhollu uppreisnarmönnum í Sýrlandi, vilja að bandalagsríki einbeiti sér alfarið að baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki.

Erlent
Fréttamynd

Skotmarkið sagt vopn ætluð Hezbollah

Ísraelar skutu eldflaug á herstöð í Damaskus. Uppreisnarmenn segja skotmarkið vopnabúr bandamanna Sýrlandsstjórnar. Ísraelar segja sprenginguna samræmast stefnu þeirra um að koma í veg fyrir vopnasmygl.

Erlent
Fréttamynd

Komið að endalokum kalífadæmisins

Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana?

Erlent
Fréttamynd

Stórveldi hyggjast ekki beita Rússa þvingunum

G7 ríkin vilja ekki nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Bandaríkin vilja koma forseta Sýrlands frá völdum. Gagnárás Bandaríkjanna á Shayrat-herflugvöllinn eyðilagði fimmtung sýrlenskra herflugvéla.

Erlent
Fréttamynd

Árásir á innsoginu

Bandaríkjamenn hófu í vikunni eldflaugaárásir á herstöðvar Sýrlandshers. Árásirnar komu í kjölfar þess að upplýst var um skelfilega efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í bænum Khan Sheikhun þar sem fjölmargir óbreyttir borgarar létu lífið.

Fastir pennar