Trump aflýsir ferð til Suður-Ameríku vegna ástandsins í Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2018 14:56 Trump er almennt sagður tregur til að ferðast út fyrir Bandaríkin. Ferðin til Perú átti að vera á föstudag. Um helgar hefur Trump yfirleitt flýtt sér á sumardvalarstað sinn á Flórída til að spila golf. Vísir/AFP Hvíta húsið segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé hættur við að taka þátt í ráðstefnu Ameríkuríkja um helgina. Í staðinn er hann sagður ætla að hafa umsjón með viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við eiturvopnaárás í Sýrlandi. Til stóð að Trump legði í hann til Lima í Perú þar sem ráðstefnan fer fram á föstudag. Í stuttri yfirlýsingu í dag sagði Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hins vegar að Trump hefði beðið Mike Pence, varaforseta sinn, um að fara til Perú í staðinn. Trump ætlaði að einbeita sér að ástandinu í Sýrlandi, að því er segir í frétt New York Times. Bandaríkin og önnur vestræn ríki hafa sakað Sýrlandsstjórn um að hafa staðið að baki eiturvopnaárás í bænum Douma sem er á valdi uppreisnarmanna um helgina. Rúmlega fjörutíu manns féllu í árásinni. Trump boðaði meiriháttar ákvörðun varðandi Sýrlandi innan 24-48 klukkustunda í gær. Ríkisstjórn Bashar al-Assad forseta og rússnesk stjórnvöld sem styðja hann hernaðarlega hafa þvertekið fyrir að bera ábyrgð á árásinni og neitað jafnvel að hún hafi raunverulega átt sér stað. Bandarískir blaðamenn gera að því skóna að Trump hafi ekki verið sérlega spenntur fyrir ferðinni til Perú til að byrja með. Fyrirfram var búist við því að ferðin gæti verið óþægileg fyrir Bandaríkjaforseta vegna orðræðu hans í garð ríkja eins og Mexíkó og innflytjenda þaðan.Not a trip he has been eager to make in the first place https://t.co/uF3xgE3UF3— Maggie Haberman (@maggieNYT) April 10, 2018 Trip canceled b/c of Syria, but Trump didn't want to go, I'm told. https://t.co/GRw65Jtrx7— Eliana Johnson (@elianayjohnson) April 10, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Hvíta húsið segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé hættur við að taka þátt í ráðstefnu Ameríkuríkja um helgina. Í staðinn er hann sagður ætla að hafa umsjón með viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við eiturvopnaárás í Sýrlandi. Til stóð að Trump legði í hann til Lima í Perú þar sem ráðstefnan fer fram á föstudag. Í stuttri yfirlýsingu í dag sagði Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hins vegar að Trump hefði beðið Mike Pence, varaforseta sinn, um að fara til Perú í staðinn. Trump ætlaði að einbeita sér að ástandinu í Sýrlandi, að því er segir í frétt New York Times. Bandaríkin og önnur vestræn ríki hafa sakað Sýrlandsstjórn um að hafa staðið að baki eiturvopnaárás í bænum Douma sem er á valdi uppreisnarmanna um helgina. Rúmlega fjörutíu manns féllu í árásinni. Trump boðaði meiriháttar ákvörðun varðandi Sýrlandi innan 24-48 klukkustunda í gær. Ríkisstjórn Bashar al-Assad forseta og rússnesk stjórnvöld sem styðja hann hernaðarlega hafa þvertekið fyrir að bera ábyrgð á árásinni og neitað jafnvel að hún hafi raunverulega átt sér stað. Bandarískir blaðamenn gera að því skóna að Trump hafi ekki verið sérlega spenntur fyrir ferðinni til Perú til að byrja með. Fyrirfram var búist við því að ferðin gæti verið óþægileg fyrir Bandaríkjaforseta vegna orðræðu hans í garð ríkja eins og Mexíkó og innflytjenda þaðan.Not a trip he has been eager to make in the first place https://t.co/uF3xgE3UF3— Maggie Haberman (@maggieNYT) April 10, 2018 Trip canceled b/c of Syria, but Trump didn't want to go, I'm told. https://t.co/GRw65Jtrx7— Eliana Johnson (@elianayjohnson) April 10, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00
Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent