Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. apríl 2018 05:15 Um sjötuíu fórust í árásinni í Sýrlandi á laugardag. Vísir/epa Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. Stjórnarher Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, er kennt um árásina. Rússar koma bandamönnum sínum til varnar. Fundað var um málið í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Ýmsir aðilar á svæðinu, allt frá góðgerðarsamtökum til eftirlitssamtaka og aktívista, halda því fram að tugir hafi farist í árásinni og rúmlega 500 særst. Ómögulegt hefur þó reynst að sannreyna þetta. Hart hefur verið barist um Austur-Ghouta og hefur stjórnarherinn sölsað svæðið undir sig að mestu, þó ekki án þess að fella á annað þúsund almennra borgara. Undanfarna daga hafði rýming Douma staðið yfir enda hafa uppreisnarmenn á svæðinu komist að samkomulagi við stjórnarliða og Rússa um uppgjöf og rýmingu.Sjá einnig: Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assads Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði Assad skepnu. Í sameiginlegri yfirlýsingu Trumps og Emmanuels Macron, forseta Frakklands, segir að von sé á sterkum, sameiginlegum viðbrögðum Bandaríkjamanna og Frakka. „Sérfræðingar rússneska hersins hafa nú heimsótt svæðið, ásamt starfsmönnum sýrlenska Rauða hálfmánans, og fundu engin ummerki um að klórgasi eða öðru efnavopni hefði verið beitt gegn almennum borgurum,“ sagði hins vegar Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í gær. Þá sagði Lavrov að yfirvöld í Moskvu vildu heiðarlega rannsókn. Þau væru andsnúin því að kenna nokkrum um án sönnunargagna. Rússneski herinn hafi varað við því að verið væri að undirbúa einhverja „ögrun“ sem í fælist að kenna stjórnarliðum um efnavopnaárás. Mismunandi aðilar hafa greint frá yfir 70 efnavopnaárásum í þessari sjö ára styrjöld. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assad Hernaðaryfirvöld Rússlands segja átta flugskeytum hafa verið skotið að sýrlenskum flugvelli. 9. apríl 2018 08:16 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. Stjórnarher Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, er kennt um árásina. Rússar koma bandamönnum sínum til varnar. Fundað var um málið í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Ýmsir aðilar á svæðinu, allt frá góðgerðarsamtökum til eftirlitssamtaka og aktívista, halda því fram að tugir hafi farist í árásinni og rúmlega 500 særst. Ómögulegt hefur þó reynst að sannreyna þetta. Hart hefur verið barist um Austur-Ghouta og hefur stjórnarherinn sölsað svæðið undir sig að mestu, þó ekki án þess að fella á annað þúsund almennra borgara. Undanfarna daga hafði rýming Douma staðið yfir enda hafa uppreisnarmenn á svæðinu komist að samkomulagi við stjórnarliða og Rússa um uppgjöf og rýmingu.Sjá einnig: Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assads Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði Assad skepnu. Í sameiginlegri yfirlýsingu Trumps og Emmanuels Macron, forseta Frakklands, segir að von sé á sterkum, sameiginlegum viðbrögðum Bandaríkjamanna og Frakka. „Sérfræðingar rússneska hersins hafa nú heimsótt svæðið, ásamt starfsmönnum sýrlenska Rauða hálfmánans, og fundu engin ummerki um að klórgasi eða öðru efnavopni hefði verið beitt gegn almennum borgurum,“ sagði hins vegar Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í gær. Þá sagði Lavrov að yfirvöld í Moskvu vildu heiðarlega rannsókn. Þau væru andsnúin því að kenna nokkrum um án sönnunargagna. Rússneski herinn hafi varað við því að verið væri að undirbúa einhverja „ögrun“ sem í fælist að kenna stjórnarliðum um efnavopnaárás. Mismunandi aðilar hafa greint frá yfir 70 efnavopnaárásum í þessari sjö ára styrjöld.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assad Hernaðaryfirvöld Rússlands segja átta flugskeytum hafa verið skotið að sýrlenskum flugvelli. 9. apríl 2018 08:16 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00
Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assad Hernaðaryfirvöld Rússlands segja átta flugskeytum hafa verið skotið að sýrlenskum flugvelli. 9. apríl 2018 08:16