Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. apríl 2018 05:15 Um sjötuíu fórust í árásinni í Sýrlandi á laugardag. Vísir/epa Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. Stjórnarher Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, er kennt um árásina. Rússar koma bandamönnum sínum til varnar. Fundað var um málið í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Ýmsir aðilar á svæðinu, allt frá góðgerðarsamtökum til eftirlitssamtaka og aktívista, halda því fram að tugir hafi farist í árásinni og rúmlega 500 særst. Ómögulegt hefur þó reynst að sannreyna þetta. Hart hefur verið barist um Austur-Ghouta og hefur stjórnarherinn sölsað svæðið undir sig að mestu, þó ekki án þess að fella á annað þúsund almennra borgara. Undanfarna daga hafði rýming Douma staðið yfir enda hafa uppreisnarmenn á svæðinu komist að samkomulagi við stjórnarliða og Rússa um uppgjöf og rýmingu.Sjá einnig: Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assads Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði Assad skepnu. Í sameiginlegri yfirlýsingu Trumps og Emmanuels Macron, forseta Frakklands, segir að von sé á sterkum, sameiginlegum viðbrögðum Bandaríkjamanna og Frakka. „Sérfræðingar rússneska hersins hafa nú heimsótt svæðið, ásamt starfsmönnum sýrlenska Rauða hálfmánans, og fundu engin ummerki um að klórgasi eða öðru efnavopni hefði verið beitt gegn almennum borgurum,“ sagði hins vegar Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í gær. Þá sagði Lavrov að yfirvöld í Moskvu vildu heiðarlega rannsókn. Þau væru andsnúin því að kenna nokkrum um án sönnunargagna. Rússneski herinn hafi varað við því að verið væri að undirbúa einhverja „ögrun“ sem í fælist að kenna stjórnarliðum um efnavopnaárás. Mismunandi aðilar hafa greint frá yfir 70 efnavopnaárásum í þessari sjö ára styrjöld. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assad Hernaðaryfirvöld Rússlands segja átta flugskeytum hafa verið skotið að sýrlenskum flugvelli. 9. apríl 2018 08:16 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. Stjórnarher Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, er kennt um árásina. Rússar koma bandamönnum sínum til varnar. Fundað var um málið í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Ýmsir aðilar á svæðinu, allt frá góðgerðarsamtökum til eftirlitssamtaka og aktívista, halda því fram að tugir hafi farist í árásinni og rúmlega 500 særst. Ómögulegt hefur þó reynst að sannreyna þetta. Hart hefur verið barist um Austur-Ghouta og hefur stjórnarherinn sölsað svæðið undir sig að mestu, þó ekki án þess að fella á annað þúsund almennra borgara. Undanfarna daga hafði rýming Douma staðið yfir enda hafa uppreisnarmenn á svæðinu komist að samkomulagi við stjórnarliða og Rússa um uppgjöf og rýmingu.Sjá einnig: Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assads Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði Assad skepnu. Í sameiginlegri yfirlýsingu Trumps og Emmanuels Macron, forseta Frakklands, segir að von sé á sterkum, sameiginlegum viðbrögðum Bandaríkjamanna og Frakka. „Sérfræðingar rússneska hersins hafa nú heimsótt svæðið, ásamt starfsmönnum sýrlenska Rauða hálfmánans, og fundu engin ummerki um að klórgasi eða öðru efnavopni hefði verið beitt gegn almennum borgurum,“ sagði hins vegar Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í gær. Þá sagði Lavrov að yfirvöld í Moskvu vildu heiðarlega rannsókn. Þau væru andsnúin því að kenna nokkrum um án sönnunargagna. Rússneski herinn hafi varað við því að verið væri að undirbúa einhverja „ögrun“ sem í fælist að kenna stjórnarliðum um efnavopnaárás. Mismunandi aðilar hafa greint frá yfir 70 efnavopnaárásum í þessari sjö ára styrjöld.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assad Hernaðaryfirvöld Rússlands segja átta flugskeytum hafa verið skotið að sýrlenskum flugvelli. 9. apríl 2018 08:16 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00
Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assad Hernaðaryfirvöld Rússlands segja átta flugskeytum hafa verið skotið að sýrlenskum flugvelli. 9. apríl 2018 08:16