Páfinn fordæmir "blóðbaðið“ í Sýrlandi í páskaávarpi Þórdís Valsdóttir skrifar 1. apríl 2018 16:01 „Í dag grátbiðjum við um frið um allan heim og byrjum áhinu ástkæra Sýrlandi sem þjáðst hefur lengi og þar sem fólk er dauðþreytt á því sem virðist vera endalaust stríð,“ sagði Frans páfi í sérstöku hátíðarávarpi sínu í tilefni páska. Þá biðlaði hann einnig til Guðs að græða sár í Suður Súdan og Lýðveldinu Kongó og hvatti til samræðna á Kóreuskaga. Frans páfi hefur frá upphafi ferils síns fordæmt átökin í Sýrlandi. BBC greinir frá. Páfinn ávarpaði tugi þúsunda manna af svölum basilíkunnar við Sankti-Péturstorgi í Vatíkaninu í dag þar sem öryggisgæsla var verulega hert. Allir þeir sem hugðust hlýða á páfann þurftu að fara í gegnum málmleitartæki og þá var einnig leitað í töskum allra sem fóru inn á torgið. Frans páfi sagðist í ávarpi sínu vona að „ljós hins upprisna Jesú Krists lýsi á samvisku allra stjórnmála- og hernaðarleiðtoga svo að skjótur endir fáist á blóðbaðinu sem hefur átt sér stað og að mannréttindalög verði virt“. Þá sagðist hann einnig vonast eftir því að ráðstafanir verði gerðar til þess að auðvelda aðgengi að aðstoð. Páfinn hefur lengi talað fyrir réttindum þeirra sem flúið hafa heimili sín. „Megi samhugur ríkja meðal allra þeirra sem neyðst hafa til þess að fara frá heimalöndum sínum og skorta lífsnauðsynjar,“ sagði páfinn í dag. Hann sagði einnig að heimurinn mætti ekki gleyma fórnarlömbum átaka, sérstaklega börnum. Þá hvatti hann einnig til sátta í Ísrael eftir að sextán palestínskir mótmælendur létu lífið og fjórtán hundrað særðust í einni blóðugustu árás á mótmælendur á Gaza-svæðinu á síðari árum. Palestína Páfagarður Sýrland Tengdar fréttir Þjóðarsorg í Palestínu Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. 31. mars 2018 13:18 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
„Í dag grátbiðjum við um frið um allan heim og byrjum áhinu ástkæra Sýrlandi sem þjáðst hefur lengi og þar sem fólk er dauðþreytt á því sem virðist vera endalaust stríð,“ sagði Frans páfi í sérstöku hátíðarávarpi sínu í tilefni páska. Þá biðlaði hann einnig til Guðs að græða sár í Suður Súdan og Lýðveldinu Kongó og hvatti til samræðna á Kóreuskaga. Frans páfi hefur frá upphafi ferils síns fordæmt átökin í Sýrlandi. BBC greinir frá. Páfinn ávarpaði tugi þúsunda manna af svölum basilíkunnar við Sankti-Péturstorgi í Vatíkaninu í dag þar sem öryggisgæsla var verulega hert. Allir þeir sem hugðust hlýða á páfann þurftu að fara í gegnum málmleitartæki og þá var einnig leitað í töskum allra sem fóru inn á torgið. Frans páfi sagðist í ávarpi sínu vona að „ljós hins upprisna Jesú Krists lýsi á samvisku allra stjórnmála- og hernaðarleiðtoga svo að skjótur endir fáist á blóðbaðinu sem hefur átt sér stað og að mannréttindalög verði virt“. Þá sagðist hann einnig vonast eftir því að ráðstafanir verði gerðar til þess að auðvelda aðgengi að aðstoð. Páfinn hefur lengi talað fyrir réttindum þeirra sem flúið hafa heimili sín. „Megi samhugur ríkja meðal allra þeirra sem neyðst hafa til þess að fara frá heimalöndum sínum og skorta lífsnauðsynjar,“ sagði páfinn í dag. Hann sagði einnig að heimurinn mætti ekki gleyma fórnarlömbum átaka, sérstaklega börnum. Þá hvatti hann einnig til sátta í Ísrael eftir að sextán palestínskir mótmælendur létu lífið og fjórtán hundrað særðust í einni blóðugustu árás á mótmælendur á Gaza-svæðinu á síðari árum.
Palestína Páfagarður Sýrland Tengdar fréttir Þjóðarsorg í Palestínu Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. 31. mars 2018 13:18 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Þjóðarsorg í Palestínu Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. 31. mars 2018 13:18