Páfinn fordæmir "blóðbaðið“ í Sýrlandi í páskaávarpi Þórdís Valsdóttir skrifar 1. apríl 2018 16:01 „Í dag grátbiðjum við um frið um allan heim og byrjum áhinu ástkæra Sýrlandi sem þjáðst hefur lengi og þar sem fólk er dauðþreytt á því sem virðist vera endalaust stríð,“ sagði Frans páfi í sérstöku hátíðarávarpi sínu í tilefni páska. Þá biðlaði hann einnig til Guðs að græða sár í Suður Súdan og Lýðveldinu Kongó og hvatti til samræðna á Kóreuskaga. Frans páfi hefur frá upphafi ferils síns fordæmt átökin í Sýrlandi. BBC greinir frá. Páfinn ávarpaði tugi þúsunda manna af svölum basilíkunnar við Sankti-Péturstorgi í Vatíkaninu í dag þar sem öryggisgæsla var verulega hert. Allir þeir sem hugðust hlýða á páfann þurftu að fara í gegnum málmleitartæki og þá var einnig leitað í töskum allra sem fóru inn á torgið. Frans páfi sagðist í ávarpi sínu vona að „ljós hins upprisna Jesú Krists lýsi á samvisku allra stjórnmála- og hernaðarleiðtoga svo að skjótur endir fáist á blóðbaðinu sem hefur átt sér stað og að mannréttindalög verði virt“. Þá sagðist hann einnig vonast eftir því að ráðstafanir verði gerðar til þess að auðvelda aðgengi að aðstoð. Páfinn hefur lengi talað fyrir réttindum þeirra sem flúið hafa heimili sín. „Megi samhugur ríkja meðal allra þeirra sem neyðst hafa til þess að fara frá heimalöndum sínum og skorta lífsnauðsynjar,“ sagði páfinn í dag. Hann sagði einnig að heimurinn mætti ekki gleyma fórnarlömbum átaka, sérstaklega börnum. Þá hvatti hann einnig til sátta í Ísrael eftir að sextán palestínskir mótmælendur létu lífið og fjórtán hundrað særðust í einni blóðugustu árás á mótmælendur á Gaza-svæðinu á síðari árum. Palestína Páfagarður Sýrland Tengdar fréttir Þjóðarsorg í Palestínu Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. 31. mars 2018 13:18 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
„Í dag grátbiðjum við um frið um allan heim og byrjum áhinu ástkæra Sýrlandi sem þjáðst hefur lengi og þar sem fólk er dauðþreytt á því sem virðist vera endalaust stríð,“ sagði Frans páfi í sérstöku hátíðarávarpi sínu í tilefni páska. Þá biðlaði hann einnig til Guðs að græða sár í Suður Súdan og Lýðveldinu Kongó og hvatti til samræðna á Kóreuskaga. Frans páfi hefur frá upphafi ferils síns fordæmt átökin í Sýrlandi. BBC greinir frá. Páfinn ávarpaði tugi þúsunda manna af svölum basilíkunnar við Sankti-Péturstorgi í Vatíkaninu í dag þar sem öryggisgæsla var verulega hert. Allir þeir sem hugðust hlýða á páfann þurftu að fara í gegnum málmleitartæki og þá var einnig leitað í töskum allra sem fóru inn á torgið. Frans páfi sagðist í ávarpi sínu vona að „ljós hins upprisna Jesú Krists lýsi á samvisku allra stjórnmála- og hernaðarleiðtoga svo að skjótur endir fáist á blóðbaðinu sem hefur átt sér stað og að mannréttindalög verði virt“. Þá sagðist hann einnig vonast eftir því að ráðstafanir verði gerðar til þess að auðvelda aðgengi að aðstoð. Páfinn hefur lengi talað fyrir réttindum þeirra sem flúið hafa heimili sín. „Megi samhugur ríkja meðal allra þeirra sem neyðst hafa til þess að fara frá heimalöndum sínum og skorta lífsnauðsynjar,“ sagði páfinn í dag. Hann sagði einnig að heimurinn mætti ekki gleyma fórnarlömbum átaka, sérstaklega börnum. Þá hvatti hann einnig til sátta í Ísrael eftir að sextán palestínskir mótmælendur létu lífið og fjórtán hundrað særðust í einni blóðugustu árás á mótmælendur á Gaza-svæðinu á síðari árum.
Palestína Páfagarður Sýrland Tengdar fréttir Þjóðarsorg í Palestínu Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. 31. mars 2018 13:18 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Þjóðarsorg í Palestínu Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. 31. mars 2018 13:18