Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assad Samúel Karl Ólason skrifar 9. apríl 2018 08:16 Assad-liðar nærri Douma. Vísir/AFP Hernaðaryfirvöld Rússlands segja að Ísraelar hafi gert loftárás á stjórnarher Sýrlands í nótt. Fjórtán eru sagðir hafa fallið í árásinni og þar á meðal Íranar. Rússar segja að átta flugskeytum hafi verið skotið frá tveimur ísraelskum F-15 orrustuþotum úr lofthelgi Líbanon. Þá eiga fimm af flugskeytunum að hafa verið skotin niður af loftvörnum stjórnarhers Sýrlands. Ísraelski herinn neitar að tjá sig um árásirnar og ásakanir Rússa, samkvæmt frétt Times of Israel. Árásin var gerð á Tiyas flugstöðina, sem er skammt frá Palmyra í Sýrlandi. Vitað er til þess að Ísrael hafi einnig gert árás á sömu herstöð þann 10. febrúar. Þá sögðu þeir íranskan útsendara hafa flogið dróna frá flugvellinum inn fyrir lofthelgi Ísrael. Fyrrverandi ísraelskur hersöfðingi sagði í útvarpsviðtali í nótt að herinn hefði lagt niður rauðar línur. Þeir myndu ekki leyfa flutning vopna frá Sýrlands til Líbanon og að þeir myndu ekki leyfa Íran að koma upp herstöð í Sýrlandi.Ætla að staðfesta hver ber ábyrgð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddu saman í síma í nótt þar sem þeir deildu upplýsingum um meinta notkun efnavopna í Douma í Sýrlandi. Forsetarnir voru sammála um að efnavopnum hefðu verið beytt og hétu þeir því að vinna saman og staðfesta hver bæri ábyrgð á notkun þeirra. Báðir leiðtogarnir fordæmdu efnavopnaárásir í Sýrlandi og sögðu að draga yrði ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, til ábyrgðar fyrir ítrekuð mannréttindabrot. Á vef France24 segir að forsetarnir ætli sér að ræða saman aftur á næstu tveimur sólarhringum og að ríkin muni deila upplýsingum um árásina. Stjórnarher Assad hefur verið sakaður um árásina þar sem tugir eru sagðir hafa látið lífið. Ríkisstjórn hans og Rússar, hans helstu bandamenn, segja enga efnavopnaárás hafa verið gerða.Sleppa gíslum úr Douma Stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra hafa setið um bæinn Douma í Austur-Ghouta, um langt skeið. Uppreisnarhópurinn Jaish al-Islam hefur haldið bænum og er hann sá síðasti í héraði sem ekki er í höndum Assad-liða. Viðræður höfðu staðið yfir og var samið um tíu daga vopnahlé í síðustu viku. Það féll þó niður um helgina, eftir að meðlimir Jaish al-Islam neituðu að yfirgefa bæinn og hófust loftárásir aftur á föstudaginn. Ríkissjónvarp Sýrlands, SANA, segir nú að uppreisnarmennirnir hafi sleppt tugum gísla úr haldi. Þeir hafi verið í haldi uppreisnarmanna frá 2013 og að þeim hafi verið sleppt vegna nýs samkomulags um að Jaish al-Islam myndi yfirgefa Douma.Myndband af flugskeytunum yfir Homs í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Frans páfi fordæmir efnavopnaárás í Sýrlandi Frans páfi hvetur ráðamenn til að beita fyrir sig friðsamlegum samningaviðræðum. 8. apríl 2018 11:23 Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15 Loftárás á sýrlenskan herflugvöll í morgun Sýrlenski stjórnarherinn segir að einn flugvalla sinna hafi orðið fyrir loftárás í morgun. 9. apríl 2018 05:26 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Rússlands segja að Ísraelar hafi gert loftárás á stjórnarher Sýrlands í nótt. Fjórtán eru sagðir hafa fallið í árásinni og þar á meðal Íranar. Rússar segja að átta flugskeytum hafi verið skotið frá tveimur ísraelskum F-15 orrustuþotum úr lofthelgi Líbanon. Þá eiga fimm af flugskeytunum að hafa verið skotin niður af loftvörnum stjórnarhers Sýrlands. Ísraelski herinn neitar að tjá sig um árásirnar og ásakanir Rússa, samkvæmt frétt Times of Israel. Árásin var gerð á Tiyas flugstöðina, sem er skammt frá Palmyra í Sýrlandi. Vitað er til þess að Ísrael hafi einnig gert árás á sömu herstöð þann 10. febrúar. Þá sögðu þeir íranskan útsendara hafa flogið dróna frá flugvellinum inn fyrir lofthelgi Ísrael. Fyrrverandi ísraelskur hersöfðingi sagði í útvarpsviðtali í nótt að herinn hefði lagt niður rauðar línur. Þeir myndu ekki leyfa flutning vopna frá Sýrlands til Líbanon og að þeir myndu ekki leyfa Íran að koma upp herstöð í Sýrlandi.Ætla að staðfesta hver ber ábyrgð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddu saman í síma í nótt þar sem þeir deildu upplýsingum um meinta notkun efnavopna í Douma í Sýrlandi. Forsetarnir voru sammála um að efnavopnum hefðu verið beytt og hétu þeir því að vinna saman og staðfesta hver bæri ábyrgð á notkun þeirra. Báðir leiðtogarnir fordæmdu efnavopnaárásir í Sýrlandi og sögðu að draga yrði ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, til ábyrgðar fyrir ítrekuð mannréttindabrot. Á vef France24 segir að forsetarnir ætli sér að ræða saman aftur á næstu tveimur sólarhringum og að ríkin muni deila upplýsingum um árásina. Stjórnarher Assad hefur verið sakaður um árásina þar sem tugir eru sagðir hafa látið lífið. Ríkisstjórn hans og Rússar, hans helstu bandamenn, segja enga efnavopnaárás hafa verið gerða.Sleppa gíslum úr Douma Stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra hafa setið um bæinn Douma í Austur-Ghouta, um langt skeið. Uppreisnarhópurinn Jaish al-Islam hefur haldið bænum og er hann sá síðasti í héraði sem ekki er í höndum Assad-liða. Viðræður höfðu staðið yfir og var samið um tíu daga vopnahlé í síðustu viku. Það féll þó niður um helgina, eftir að meðlimir Jaish al-Islam neituðu að yfirgefa bæinn og hófust loftárásir aftur á föstudaginn. Ríkissjónvarp Sýrlands, SANA, segir nú að uppreisnarmennirnir hafi sleppt tugum gísla úr haldi. Þeir hafi verið í haldi uppreisnarmanna frá 2013 og að þeim hafi verið sleppt vegna nýs samkomulags um að Jaish al-Islam myndi yfirgefa Douma.Myndband af flugskeytunum yfir Homs í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Frans páfi fordæmir efnavopnaárás í Sýrlandi Frans páfi hvetur ráðamenn til að beita fyrir sig friðsamlegum samningaviðræðum. 8. apríl 2018 11:23 Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15 Loftárás á sýrlenskan herflugvöll í morgun Sýrlenski stjórnarherinn segir að einn flugvalla sinna hafi orðið fyrir loftárás í morgun. 9. apríl 2018 05:26 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Frans páfi fordæmir efnavopnaárás í Sýrlandi Frans páfi hvetur ráðamenn til að beita fyrir sig friðsamlegum samningaviðræðum. 8. apríl 2018 11:23
Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22
Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15
Loftárás á sýrlenskan herflugvöll í morgun Sýrlenski stjórnarherinn segir að einn flugvalla sinna hafi orðið fyrir loftárás í morgun. 9. apríl 2018 05:26
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent