Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assad Samúel Karl Ólason skrifar 9. apríl 2018 08:16 Assad-liðar nærri Douma. Vísir/AFP Hernaðaryfirvöld Rússlands segja að Ísraelar hafi gert loftárás á stjórnarher Sýrlands í nótt. Fjórtán eru sagðir hafa fallið í árásinni og þar á meðal Íranar. Rússar segja að átta flugskeytum hafi verið skotið frá tveimur ísraelskum F-15 orrustuþotum úr lofthelgi Líbanon. Þá eiga fimm af flugskeytunum að hafa verið skotin niður af loftvörnum stjórnarhers Sýrlands. Ísraelski herinn neitar að tjá sig um árásirnar og ásakanir Rússa, samkvæmt frétt Times of Israel. Árásin var gerð á Tiyas flugstöðina, sem er skammt frá Palmyra í Sýrlandi. Vitað er til þess að Ísrael hafi einnig gert árás á sömu herstöð þann 10. febrúar. Þá sögðu þeir íranskan útsendara hafa flogið dróna frá flugvellinum inn fyrir lofthelgi Ísrael. Fyrrverandi ísraelskur hersöfðingi sagði í útvarpsviðtali í nótt að herinn hefði lagt niður rauðar línur. Þeir myndu ekki leyfa flutning vopna frá Sýrlands til Líbanon og að þeir myndu ekki leyfa Íran að koma upp herstöð í Sýrlandi.Ætla að staðfesta hver ber ábyrgð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddu saman í síma í nótt þar sem þeir deildu upplýsingum um meinta notkun efnavopna í Douma í Sýrlandi. Forsetarnir voru sammála um að efnavopnum hefðu verið beytt og hétu þeir því að vinna saman og staðfesta hver bæri ábyrgð á notkun þeirra. Báðir leiðtogarnir fordæmdu efnavopnaárásir í Sýrlandi og sögðu að draga yrði ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, til ábyrgðar fyrir ítrekuð mannréttindabrot. Á vef France24 segir að forsetarnir ætli sér að ræða saman aftur á næstu tveimur sólarhringum og að ríkin muni deila upplýsingum um árásina. Stjórnarher Assad hefur verið sakaður um árásina þar sem tugir eru sagðir hafa látið lífið. Ríkisstjórn hans og Rússar, hans helstu bandamenn, segja enga efnavopnaárás hafa verið gerða.Sleppa gíslum úr Douma Stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra hafa setið um bæinn Douma í Austur-Ghouta, um langt skeið. Uppreisnarhópurinn Jaish al-Islam hefur haldið bænum og er hann sá síðasti í héraði sem ekki er í höndum Assad-liða. Viðræður höfðu staðið yfir og var samið um tíu daga vopnahlé í síðustu viku. Það féll þó niður um helgina, eftir að meðlimir Jaish al-Islam neituðu að yfirgefa bæinn og hófust loftárásir aftur á föstudaginn. Ríkissjónvarp Sýrlands, SANA, segir nú að uppreisnarmennirnir hafi sleppt tugum gísla úr haldi. Þeir hafi verið í haldi uppreisnarmanna frá 2013 og að þeim hafi verið sleppt vegna nýs samkomulags um að Jaish al-Islam myndi yfirgefa Douma.Myndband af flugskeytunum yfir Homs í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Frans páfi fordæmir efnavopnaárás í Sýrlandi Frans páfi hvetur ráðamenn til að beita fyrir sig friðsamlegum samningaviðræðum. 8. apríl 2018 11:23 Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15 Loftárás á sýrlenskan herflugvöll í morgun Sýrlenski stjórnarherinn segir að einn flugvalla sinna hafi orðið fyrir loftárás í morgun. 9. apríl 2018 05:26 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Rússlands segja að Ísraelar hafi gert loftárás á stjórnarher Sýrlands í nótt. Fjórtán eru sagðir hafa fallið í árásinni og þar á meðal Íranar. Rússar segja að átta flugskeytum hafi verið skotið frá tveimur ísraelskum F-15 orrustuþotum úr lofthelgi Líbanon. Þá eiga fimm af flugskeytunum að hafa verið skotin niður af loftvörnum stjórnarhers Sýrlands. Ísraelski herinn neitar að tjá sig um árásirnar og ásakanir Rússa, samkvæmt frétt Times of Israel. Árásin var gerð á Tiyas flugstöðina, sem er skammt frá Palmyra í Sýrlandi. Vitað er til þess að Ísrael hafi einnig gert árás á sömu herstöð þann 10. febrúar. Þá sögðu þeir íranskan útsendara hafa flogið dróna frá flugvellinum inn fyrir lofthelgi Ísrael. Fyrrverandi ísraelskur hersöfðingi sagði í útvarpsviðtali í nótt að herinn hefði lagt niður rauðar línur. Þeir myndu ekki leyfa flutning vopna frá Sýrlands til Líbanon og að þeir myndu ekki leyfa Íran að koma upp herstöð í Sýrlandi.Ætla að staðfesta hver ber ábyrgð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddu saman í síma í nótt þar sem þeir deildu upplýsingum um meinta notkun efnavopna í Douma í Sýrlandi. Forsetarnir voru sammála um að efnavopnum hefðu verið beytt og hétu þeir því að vinna saman og staðfesta hver bæri ábyrgð á notkun þeirra. Báðir leiðtogarnir fordæmdu efnavopnaárásir í Sýrlandi og sögðu að draga yrði ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, til ábyrgðar fyrir ítrekuð mannréttindabrot. Á vef France24 segir að forsetarnir ætli sér að ræða saman aftur á næstu tveimur sólarhringum og að ríkin muni deila upplýsingum um árásina. Stjórnarher Assad hefur verið sakaður um árásina þar sem tugir eru sagðir hafa látið lífið. Ríkisstjórn hans og Rússar, hans helstu bandamenn, segja enga efnavopnaárás hafa verið gerða.Sleppa gíslum úr Douma Stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra hafa setið um bæinn Douma í Austur-Ghouta, um langt skeið. Uppreisnarhópurinn Jaish al-Islam hefur haldið bænum og er hann sá síðasti í héraði sem ekki er í höndum Assad-liða. Viðræður höfðu staðið yfir og var samið um tíu daga vopnahlé í síðustu viku. Það féll þó niður um helgina, eftir að meðlimir Jaish al-Islam neituðu að yfirgefa bæinn og hófust loftárásir aftur á föstudaginn. Ríkissjónvarp Sýrlands, SANA, segir nú að uppreisnarmennirnir hafi sleppt tugum gísla úr haldi. Þeir hafi verið í haldi uppreisnarmanna frá 2013 og að þeim hafi verið sleppt vegna nýs samkomulags um að Jaish al-Islam myndi yfirgefa Douma.Myndband af flugskeytunum yfir Homs í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Frans páfi fordæmir efnavopnaárás í Sýrlandi Frans páfi hvetur ráðamenn til að beita fyrir sig friðsamlegum samningaviðræðum. 8. apríl 2018 11:23 Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15 Loftárás á sýrlenskan herflugvöll í morgun Sýrlenski stjórnarherinn segir að einn flugvalla sinna hafi orðið fyrir loftárás í morgun. 9. apríl 2018 05:26 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Frans páfi fordæmir efnavopnaárás í Sýrlandi Frans páfi hvetur ráðamenn til að beita fyrir sig friðsamlegum samningaviðræðum. 8. apríl 2018 11:23
Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22
Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15
Loftárás á sýrlenskan herflugvöll í morgun Sýrlenski stjórnarherinn segir að einn flugvalla sinna hafi orðið fyrir loftárás í morgun. 9. apríl 2018 05:26
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent