Vísindi Við veljum okkur vini eftir lykt Við veljum okkur vini sem lykta eins og við. Iðnvæðingunni er um að kenna að maðurinn er nánast eina spendýrið sem er ómeðvitað um lyktina af samborgurum sínum. Þetta eru niðurstöður nýrrar vísindakönnunar. Erlent 2.7.2022 16:16 Að læra að lesa og að verða læs Því miður hefur umræðan um það hvað sé helst til ráða verið á villigötum og ljóst að misskilningur ríkir um það hvað læsi er og hvernig sé árangursríkast að bæta það. Skoðun 1.7.2022 15:30 Tugir jarðvísindamanna mættir í Mývatnssveit að rannsaka Kröflu Á fjórða tug vísindamanna vinna þessa dagana í Mývatnssveit að miklu mælingaverkefni í Kröflu, sem Jarðvísindastofnun Háskólans leiðir hérlendis í samvinnu við Landsvirkjun, erlendar rannsóknastofnanir og háskóla. Kanna á ítarlegar en áður hefur verið gert ýmis atriði í byggingu Kröflueldstöðvarinnar og varpa þannig frekara ljósi á samband jarðhita og kviku. Innlent 27.6.2022 18:09 Hraðasta hlýnun á jörðinni yfir Norður-Barentshafi Norður-Barentshaf og eyjarnar þess eru sá staður á jörðinni þar sem loftslag hlýnar hraðast svo vitað sé samkvæmt rannsóknum norrænna veðurfræðinga. Hlýnunin þar er allt að sjöfalt hraðari en annars staðar á jörðinni. Erlent 15.6.2022 22:12 Varð fyrir geimgrjóti og skemmdist lítillega Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, opinberuðu í vikunni að James Webb geimsjónaukinn varð nýverið fyrir smáu geimgrjóti sem skemmdi einn af speglum hans. Skemmdirnar eru þó sagðar koma lítið niður á gæðum mynda spegilsins. Erlent 12.6.2022 14:01 Nýtt lyf heftir vöxt krabbameinsæxla Nýtt lyf við brjóstakrabbameini eykur líftíma sjúklinga um 23,9 mánuði á meðan hefðbundin lyfjameðferð gefur sjúklingum 16,8 mánuði. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um rannsókn sem kynnt var á dögunum á aðalfundi Félags klínískra krabbameinslækna í Bandaríkjunum. Erlent 9.6.2022 21:00 Af hverju er gíraffinn með svona langan háls? Vísindamenn telja sig hafa fundið nýja skýringu á því af hverju gíraffar eru með svona langan háls. Og eins og svo oft í líffræðinni þá er skýringin af kynferðislegum toga. Erlent 6.6.2022 08:01 Stærsta planta í heimi á við 20.000 fótboltavelli Vísindamenn frá Ástralíu uppgötvuðu að sjávargrös sem þekja um tvö hundruð ferkílómetra svæði séu í raun ein og sama plantan. Þeir telja að hún hafi vaxið af einu fræi á að minnsta kosti fjögur þúsund og fimm hundruð árum. Erlent 1.6.2022 10:27 Ekki nema nokkrir áratugir þar til jöklarnir hverfa Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, jöklafræðingur, telur að ef fram haldi sem horfir muni Snæfellsjökull hverfa að fullu á næstu nokkrum áratugum. Að óbreyttum útblæstri munu í raun allir jöklar hverfa á næstu áratugum en þó sé hægt að hægja verulega á þróuninni með minni hlýnun, að sögn Guðfinnu. Innlent 30.5.2022 11:34 Telja sig hafa fundið elsta tré í heimi í Síle Patagoníugrátviður sem hópur vísindamanna hefur rannsakað í sunnanverðu Síle gæti verið meira en fimm þúsund ára gamall. Sé það rétt er tréð það elsta sem vitað er um á jörðinni. Erlent 27.5.2022 13:37 Rostungsbein sem enduðu í Kænugarði fyrir þúsund árum fóru líklega um Ísland Ný rannsókn sýnir að rostungstennur, sem fundust í Kænugarði fyrir fimmtán árum, eru komnar úr norrænu byggðinni á Grænlandi og eru frá tímum víkinga. Fornleifafræðingur telur mjög líklegt að Íslendingar hafi komið að verslun með grænlensk rostungabein. Innlent 24.5.2022 22:40 Náðu fyrstu myndinni af risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar Risasvartholið í hjarta Vetrarbrautarinnar okkar hefur náðst á mynd í fyrsta skipti. Hópur stjörnufræðinga kynntu afrekið sem er sagt veita mikilvægar upplýsingar um eðli risasvarthola í dag. Til þess notuðu þeir net útvarpssjónauka á stærð við jörðina. Erlent 12.5.2022 13:11 Neðri mörk Parísarsamkomulagsins í hættu á næstu fimm árum Helmingslíkur eru á því að hnattræn hlýnun nái 1,5°C að minnsta kosti eitt af næstu fimm árum. Líkurnar á því voru nærri því engar þegar skrifað var undir Parísarsamkomulagið sem miðar við að halda hlýnun innan 1,5°C ef þess er nokkur kostur. Erlent 10.5.2022 07:01 Ný karlapilla þykir örugg og laus við aukaverkanir Enn á ný boða vísindamenn að ný getnaðarvörn fyrir karla, karlapillan, sé handan við hornið. Rannsóknir á músum sýna að aukaverkanir séu færri en áður og að öryggi þeirra sé allt að 99%. Erlent 2.5.2022 18:00 Segja skrifræði stjórnvalda hindra eldflaugaskot frá Langanesi Skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora segir að „óþarfa skrifræði“ íslenskra stjórnvalda sé að tefja það að félagið geti skotið eldflaug á loft frá Langanesi. Innlent 27.4.2022 17:36 Carbfix vann tvöfalt í fyrri umferð kolefniskeppni Elon Musk Carbfix vann til tveggja verðlauna í fyrri umferð alþjóðlegrar keppni auðkýfingsins Elon Musk, þar sem markmiðið er að finna leiðir til að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. Viðskipti erlent 22.4.2022 13:31 Samið um smíði þjóðargjafar vegna afmælis fullveldisins Samningur um smíði nýs hafrannsóknaskips var undirritaður nú síðdegis. Áætlað er smíðin kosti um 4,7 milljarða króna og á skipið að vera tilbúið haustið 2024, eftir 30 mánuði. Innlent 31.3.2022 22:22 Hafa náð samningum um smíði nýs rannsóknarskips Samningar hafa náðst milli íslenskra stjórnvalda og spænskrar skipasmíðastöðvar um smíði nýs rannsóknarskips Hafrannsóknarstofnunar sem ætlað er að taka við hlutverki skipsins Bjarna Sæmundssonar. Innlent 30.3.2022 12:57 Mikil bleiking í Kóralrifinu mikla Loftmyndir af Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu sýna að svokölluð bleiking er hafin á 1.200 kílómetra löngu svæði. Slíkir atburðir verða æ algengari en bleikingin veldur dauða kórallana. Erlent 25.3.2022 07:56 Íslendingum beri skylda til að standa vörð um óbyggðirnar Jarðfræðingur telur að nákvæmasta kortlagning íslenskra óbyggða til þessa, sem kynnt var í dag, muni nýtast vel við friðlýsingar framtíðarinnar. Breskur stjórnandi kortlagningarinnar segir að Íslendingum beri skylda til þess að vernda svæðin. Innlent 22.3.2022 19:00 Nýtt kerfi á að minnka líkurnar á því að smástirni grípi jarðarbúa í bólinu Líkur eru á því að nýtt geimsjónaukakerfi Evrópsku geimvísindastofnunarinnar auðveldi stjörnufræðingum og öðrum geimáhugamönnum að koma fyrr auga á smástirni á borð við það sem sprakk undan ströndum Íslands um helgina. Erlent 17.3.2022 12:26 Fundu sögufrægt skip á þriggja kílómetra dýpi við Suðurskautslandið Búið er að finna hið sögufræga skip Endurance sem sökk árið 1915 á Weddell-hafi undan ströndum Suðurskautslandsins. Hópur sérfræðinga leitaði skipsins með neðansjávardrónum í tvær vikur en það fannst svo á tæplega þriggja kílómetra dýpi. Erlent 9.3.2022 23:43 Maðurinn látinn sem fékk grætt í sig svínshjarta Fyrsta manneskjan í heiminum til að fá svínshjarta grætt í sig er látin. David Bennett, sem glímdi við banvænan hjartasjúkdóm, lifði í tvo mánuði eftir að hjartað var grætt í hann í skurðaðgerð í Bandaríkjunum. Erlent 9.3.2022 15:31 Fundu hið týnda skip Ernest Shackleton 107 árum eftir að það sökk Vísindamenn hafa fundið og myndað flak Endurance, skip breska heimskautafarans Sir Ernest Shackletons, 107 árum eftir að það sökk. Flakið fannst á botni Weddel-hafs, undan ströndum Suðurskautslandsins, og þykir fundurinn einn sá merkasti í sögunni. Erlent 9.3.2022 14:54 Fyrsta konan sögð læknuð af HIV-veirunni Bandarísk kona með hvítblæði er sögð hafa læknast af HIV-veirunni við stofnfrumuígræðslu frá gjafa með náttúrlegar varnir gegn veirunni sem veldur alnæmi. Um er að ræða fyrstu konuna sem læknast af veirunni en tveir menn hafa áður læknast. Erlent 16.2.2022 14:57 Óveidd loðna Norðmanna gæti jafnað skertan kvóta Íslensku loðnuskipin voru í dag búin að veiða helming útgefins kvóta og er áætlað útflutningsverðmæti þegar komið í 22 milljarða króna. Stefnir í að vonir um góða loðnuvertíð muni rætast. Viðskipti innlent 15.2.2022 22:36 Rannsakar lyfjamisnotkun eftir andlát bróður síns: „Þar sem eru stjörnur, þar er líka myrkur“ Niðurstöður vísindarannsóknar um lyfjamisnotkun íslenskra karlmanna birtust í einu virtasta tímariti um heilsu karlmanna í heimi. Greinin birtist aðeins þremur dögum fyrir afmælisdag Einars Darra, sem lést aðeins átján ára gamall úr ofneyslu lyfseðilskyldra lyfja, en systir hans er ein af höfundum rannsóknarinnar. Innlent 12.2.2022 16:01 Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi. Erlent 10.2.2022 22:44 Slógu eigið met í kjarnasamruna frá 1997: „Við höfum sýnt fram á að við getum myndað litla stjörnu“ Vísindamenn á JET-rannsóknarstöðinni (Joint European Torus) tilkynntu í dag að þeir hefðu slegið nýtt met í kjarnasamruna. Við það slógu vísindamennirnir gamalt met JET frá 1997 með því að framleiða rúmlega tvöfalt meiri orku. Erlent 9.2.2022 22:01 Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum. Innlent 2.2.2022 21:21 « ‹ 9 10 11 12 13 14 15 16 17 … 52 ›
Við veljum okkur vini eftir lykt Við veljum okkur vini sem lykta eins og við. Iðnvæðingunni er um að kenna að maðurinn er nánast eina spendýrið sem er ómeðvitað um lyktina af samborgurum sínum. Þetta eru niðurstöður nýrrar vísindakönnunar. Erlent 2.7.2022 16:16
Að læra að lesa og að verða læs Því miður hefur umræðan um það hvað sé helst til ráða verið á villigötum og ljóst að misskilningur ríkir um það hvað læsi er og hvernig sé árangursríkast að bæta það. Skoðun 1.7.2022 15:30
Tugir jarðvísindamanna mættir í Mývatnssveit að rannsaka Kröflu Á fjórða tug vísindamanna vinna þessa dagana í Mývatnssveit að miklu mælingaverkefni í Kröflu, sem Jarðvísindastofnun Háskólans leiðir hérlendis í samvinnu við Landsvirkjun, erlendar rannsóknastofnanir og háskóla. Kanna á ítarlegar en áður hefur verið gert ýmis atriði í byggingu Kröflueldstöðvarinnar og varpa þannig frekara ljósi á samband jarðhita og kviku. Innlent 27.6.2022 18:09
Hraðasta hlýnun á jörðinni yfir Norður-Barentshafi Norður-Barentshaf og eyjarnar þess eru sá staður á jörðinni þar sem loftslag hlýnar hraðast svo vitað sé samkvæmt rannsóknum norrænna veðurfræðinga. Hlýnunin þar er allt að sjöfalt hraðari en annars staðar á jörðinni. Erlent 15.6.2022 22:12
Varð fyrir geimgrjóti og skemmdist lítillega Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, opinberuðu í vikunni að James Webb geimsjónaukinn varð nýverið fyrir smáu geimgrjóti sem skemmdi einn af speglum hans. Skemmdirnar eru þó sagðar koma lítið niður á gæðum mynda spegilsins. Erlent 12.6.2022 14:01
Nýtt lyf heftir vöxt krabbameinsæxla Nýtt lyf við brjóstakrabbameini eykur líftíma sjúklinga um 23,9 mánuði á meðan hefðbundin lyfjameðferð gefur sjúklingum 16,8 mánuði. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um rannsókn sem kynnt var á dögunum á aðalfundi Félags klínískra krabbameinslækna í Bandaríkjunum. Erlent 9.6.2022 21:00
Af hverju er gíraffinn með svona langan háls? Vísindamenn telja sig hafa fundið nýja skýringu á því af hverju gíraffar eru með svona langan háls. Og eins og svo oft í líffræðinni þá er skýringin af kynferðislegum toga. Erlent 6.6.2022 08:01
Stærsta planta í heimi á við 20.000 fótboltavelli Vísindamenn frá Ástralíu uppgötvuðu að sjávargrös sem þekja um tvö hundruð ferkílómetra svæði séu í raun ein og sama plantan. Þeir telja að hún hafi vaxið af einu fræi á að minnsta kosti fjögur þúsund og fimm hundruð árum. Erlent 1.6.2022 10:27
Ekki nema nokkrir áratugir þar til jöklarnir hverfa Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, jöklafræðingur, telur að ef fram haldi sem horfir muni Snæfellsjökull hverfa að fullu á næstu nokkrum áratugum. Að óbreyttum útblæstri munu í raun allir jöklar hverfa á næstu áratugum en þó sé hægt að hægja verulega á þróuninni með minni hlýnun, að sögn Guðfinnu. Innlent 30.5.2022 11:34
Telja sig hafa fundið elsta tré í heimi í Síle Patagoníugrátviður sem hópur vísindamanna hefur rannsakað í sunnanverðu Síle gæti verið meira en fimm þúsund ára gamall. Sé það rétt er tréð það elsta sem vitað er um á jörðinni. Erlent 27.5.2022 13:37
Rostungsbein sem enduðu í Kænugarði fyrir þúsund árum fóru líklega um Ísland Ný rannsókn sýnir að rostungstennur, sem fundust í Kænugarði fyrir fimmtán árum, eru komnar úr norrænu byggðinni á Grænlandi og eru frá tímum víkinga. Fornleifafræðingur telur mjög líklegt að Íslendingar hafi komið að verslun með grænlensk rostungabein. Innlent 24.5.2022 22:40
Náðu fyrstu myndinni af risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar Risasvartholið í hjarta Vetrarbrautarinnar okkar hefur náðst á mynd í fyrsta skipti. Hópur stjörnufræðinga kynntu afrekið sem er sagt veita mikilvægar upplýsingar um eðli risasvarthola í dag. Til þess notuðu þeir net útvarpssjónauka á stærð við jörðina. Erlent 12.5.2022 13:11
Neðri mörk Parísarsamkomulagsins í hættu á næstu fimm árum Helmingslíkur eru á því að hnattræn hlýnun nái 1,5°C að minnsta kosti eitt af næstu fimm árum. Líkurnar á því voru nærri því engar þegar skrifað var undir Parísarsamkomulagið sem miðar við að halda hlýnun innan 1,5°C ef þess er nokkur kostur. Erlent 10.5.2022 07:01
Ný karlapilla þykir örugg og laus við aukaverkanir Enn á ný boða vísindamenn að ný getnaðarvörn fyrir karla, karlapillan, sé handan við hornið. Rannsóknir á músum sýna að aukaverkanir séu færri en áður og að öryggi þeirra sé allt að 99%. Erlent 2.5.2022 18:00
Segja skrifræði stjórnvalda hindra eldflaugaskot frá Langanesi Skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora segir að „óþarfa skrifræði“ íslenskra stjórnvalda sé að tefja það að félagið geti skotið eldflaug á loft frá Langanesi. Innlent 27.4.2022 17:36
Carbfix vann tvöfalt í fyrri umferð kolefniskeppni Elon Musk Carbfix vann til tveggja verðlauna í fyrri umferð alþjóðlegrar keppni auðkýfingsins Elon Musk, þar sem markmiðið er að finna leiðir til að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. Viðskipti erlent 22.4.2022 13:31
Samið um smíði þjóðargjafar vegna afmælis fullveldisins Samningur um smíði nýs hafrannsóknaskips var undirritaður nú síðdegis. Áætlað er smíðin kosti um 4,7 milljarða króna og á skipið að vera tilbúið haustið 2024, eftir 30 mánuði. Innlent 31.3.2022 22:22
Hafa náð samningum um smíði nýs rannsóknarskips Samningar hafa náðst milli íslenskra stjórnvalda og spænskrar skipasmíðastöðvar um smíði nýs rannsóknarskips Hafrannsóknarstofnunar sem ætlað er að taka við hlutverki skipsins Bjarna Sæmundssonar. Innlent 30.3.2022 12:57
Mikil bleiking í Kóralrifinu mikla Loftmyndir af Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu sýna að svokölluð bleiking er hafin á 1.200 kílómetra löngu svæði. Slíkir atburðir verða æ algengari en bleikingin veldur dauða kórallana. Erlent 25.3.2022 07:56
Íslendingum beri skylda til að standa vörð um óbyggðirnar Jarðfræðingur telur að nákvæmasta kortlagning íslenskra óbyggða til þessa, sem kynnt var í dag, muni nýtast vel við friðlýsingar framtíðarinnar. Breskur stjórnandi kortlagningarinnar segir að Íslendingum beri skylda til þess að vernda svæðin. Innlent 22.3.2022 19:00
Nýtt kerfi á að minnka líkurnar á því að smástirni grípi jarðarbúa í bólinu Líkur eru á því að nýtt geimsjónaukakerfi Evrópsku geimvísindastofnunarinnar auðveldi stjörnufræðingum og öðrum geimáhugamönnum að koma fyrr auga á smástirni á borð við það sem sprakk undan ströndum Íslands um helgina. Erlent 17.3.2022 12:26
Fundu sögufrægt skip á þriggja kílómetra dýpi við Suðurskautslandið Búið er að finna hið sögufræga skip Endurance sem sökk árið 1915 á Weddell-hafi undan ströndum Suðurskautslandsins. Hópur sérfræðinga leitaði skipsins með neðansjávardrónum í tvær vikur en það fannst svo á tæplega þriggja kílómetra dýpi. Erlent 9.3.2022 23:43
Maðurinn látinn sem fékk grætt í sig svínshjarta Fyrsta manneskjan í heiminum til að fá svínshjarta grætt í sig er látin. David Bennett, sem glímdi við banvænan hjartasjúkdóm, lifði í tvo mánuði eftir að hjartað var grætt í hann í skurðaðgerð í Bandaríkjunum. Erlent 9.3.2022 15:31
Fundu hið týnda skip Ernest Shackleton 107 árum eftir að það sökk Vísindamenn hafa fundið og myndað flak Endurance, skip breska heimskautafarans Sir Ernest Shackletons, 107 árum eftir að það sökk. Flakið fannst á botni Weddel-hafs, undan ströndum Suðurskautslandsins, og þykir fundurinn einn sá merkasti í sögunni. Erlent 9.3.2022 14:54
Fyrsta konan sögð læknuð af HIV-veirunni Bandarísk kona með hvítblæði er sögð hafa læknast af HIV-veirunni við stofnfrumuígræðslu frá gjafa með náttúrlegar varnir gegn veirunni sem veldur alnæmi. Um er að ræða fyrstu konuna sem læknast af veirunni en tveir menn hafa áður læknast. Erlent 16.2.2022 14:57
Óveidd loðna Norðmanna gæti jafnað skertan kvóta Íslensku loðnuskipin voru í dag búin að veiða helming útgefins kvóta og er áætlað útflutningsverðmæti þegar komið í 22 milljarða króna. Stefnir í að vonir um góða loðnuvertíð muni rætast. Viðskipti innlent 15.2.2022 22:36
Rannsakar lyfjamisnotkun eftir andlát bróður síns: „Þar sem eru stjörnur, þar er líka myrkur“ Niðurstöður vísindarannsóknar um lyfjamisnotkun íslenskra karlmanna birtust í einu virtasta tímariti um heilsu karlmanna í heimi. Greinin birtist aðeins þremur dögum fyrir afmælisdag Einars Darra, sem lést aðeins átján ára gamall úr ofneyslu lyfseðilskyldra lyfja, en systir hans er ein af höfundum rannsóknarinnar. Innlent 12.2.2022 16:01
Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi. Erlent 10.2.2022 22:44
Slógu eigið met í kjarnasamruna frá 1997: „Við höfum sýnt fram á að við getum myndað litla stjörnu“ Vísindamenn á JET-rannsóknarstöðinni (Joint European Torus) tilkynntu í dag að þeir hefðu slegið nýtt met í kjarnasamruna. Við það slógu vísindamennirnir gamalt met JET frá 1997 með því að framleiða rúmlega tvöfalt meiri orku. Erlent 9.2.2022 22:01
Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum. Innlent 2.2.2022 21:21
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent