Hafrannsóknaskip í loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi Kristján Már Unnarsson skrifar 16. janúar 2023 12:36 Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri. Egill Aðalsteinsson Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er búin að finna loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi. Skipið heldur áfram loðnuleit næstu daga vestur með Norðurlandi í sérstökum aukaleitarleiðangri sem hófst síðastliðinn miðvikudag en byrjað var á því að leita undan sunnanverðum Austfjörðum. „Hingað til höfum við einkum verið að sjá loðnu út af Vopnafjarðargrunni þar sem veiðiskipin Polar Ammassak og Tasiilak hafa verið að veiðum en við vorum að sjá lítið af loðnu fyrir sunnan það. Síðan er eitthvað lítilsháttar að ganga með landgrunnskantinum hér sem við erum út af Langanesgrunni,“ segir Birkir Bárðarson fiskifræðingur í samtali við fréttastofu en hann er leiðangursstjóri um borð í Árna Friðrikssyni. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er núna statt úti af Langanesi. Hér má sjá feril skipsins frá því það lagði af stað í loðnuleitina frá Hafnarfirði í síðustu viku.Hafrannsóknastofnun „Við munum svo halda áfram að kanna útbreiðsluna vestur með kantinum út af Norðurlandi og fyrir vestan,“ segir Birkir en þetta er annar viðbótar leitarleiðangurinn sem efnt er til á þessari vertíð. Sá fyrri var í byrjun desembermánaðar og eru þeir báðir kostaðir af útgerðum uppsjávarveiðiskipa. Vonir hafa staðið til að þessi loðnuvertíð yrði ekki minni en sú síðasta en þá veiddi íslenski flotinn 520 þúsund tonn af loðnu. Það voru því mikil vonbrigði þegar Hafrannsóknastofnun í vetrarbyrjun lagði til 218 þúsund tonna kvóta. Afleiðingin er sú að fyrir utan þrjá túra fyrir jól bíða íslensku útgerðirnar enn átekta með að hefja loðnuveiðar og vilja spara kvótann þar til loðnan nálgast sitt verðmætasta form. Þess í stað hefur uppsjávarflotinn verið að kolmunnaveiðum milli Færeyja og Skotlands meðan beðið er fregna af loðnuleitinni. Víkingur AK landaði loðnu Vopnafirði þann 13. desember. Sama dag landaði Beitir NK á Norðfirði og Venus NS kom svo einnig með loðnufarm til Vopnafjarðar.Brim/Magnús Þór Róbertsson Hafrannsóknastofnun gerir ráð fyrir að þessi aukaleiðangur geti varað í 1-2 vikur en hann verður síðan nýttur til að meta hvenær heppilegast sé að hefja hefðbundinn stofnmælingaleiðangur loðnunnar. Þá mun hitt rannsóknaskipið, Bjarni Sæmundsson, bætast við en sú stofnmæling verður alfarið kostuð af Hafrannsóknastofnun. „Við þurfum að fá aðeins betri sýn á útbreiðslu loðnunnar áður en við ákveðum hvenær Bjarni Sæmundsson kemur með okkur í stofnmælingu,“ segir Birkir en sú mæling verður lögð til grundvallar að lokaveiðiráðgjöf á loðnu á þessari vertíð. Þegar spurt er hvort veiðiskip verði einnig fengin með í stofnmælinguna svarar Birkir: „Enn sem komið er hafa veiðiskip ekki verið munstruð í mælinguna en slíkt skýrist væntanlega líka þegar við höfum betri sýn á allar aðstæður. Við höfum náttúrulega oft stutta veðurglugga til að framkvæma mælinguna og þá getur komið sér vel að mæla með fleiri skipum. En ef mælingasvæðið er vel afmarkað og góðar veðurhorfur þá geta rannsóknaskipin tvö klárað dæmið.“ Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Tengdar fréttir Lagðir af stað í aðra aukaleit að loðnu á kostnað útgerðar Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt úr Hafnarfjarðarhöfn í morgun til loðnuleitar. Þetta er annar aukaleitarleiðangurinn sem efnt er til á þessari vertíð en sá fyrri var í byrjun desembermánaðar. 11. janúar 2023 11:46 Langar að hefja loðnuvertíð en sigla til kolmunnaveiða Ekkert af íslensku loðnuskipunum virðist ætla til loðnuveiða núna í byrjun ársins. Uppsjávarflotanum virðist öllum stefnt til kolmunnaveiða norðan Skotlands. 3. janúar 2023 22:30 Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
„Hingað til höfum við einkum verið að sjá loðnu út af Vopnafjarðargrunni þar sem veiðiskipin Polar Ammassak og Tasiilak hafa verið að veiðum en við vorum að sjá lítið af loðnu fyrir sunnan það. Síðan er eitthvað lítilsháttar að ganga með landgrunnskantinum hér sem við erum út af Langanesgrunni,“ segir Birkir Bárðarson fiskifræðingur í samtali við fréttastofu en hann er leiðangursstjóri um borð í Árna Friðrikssyni. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er núna statt úti af Langanesi. Hér má sjá feril skipsins frá því það lagði af stað í loðnuleitina frá Hafnarfirði í síðustu viku.Hafrannsóknastofnun „Við munum svo halda áfram að kanna útbreiðsluna vestur með kantinum út af Norðurlandi og fyrir vestan,“ segir Birkir en þetta er annar viðbótar leitarleiðangurinn sem efnt er til á þessari vertíð. Sá fyrri var í byrjun desembermánaðar og eru þeir báðir kostaðir af útgerðum uppsjávarveiðiskipa. Vonir hafa staðið til að þessi loðnuvertíð yrði ekki minni en sú síðasta en þá veiddi íslenski flotinn 520 þúsund tonn af loðnu. Það voru því mikil vonbrigði þegar Hafrannsóknastofnun í vetrarbyrjun lagði til 218 þúsund tonna kvóta. Afleiðingin er sú að fyrir utan þrjá túra fyrir jól bíða íslensku útgerðirnar enn átekta með að hefja loðnuveiðar og vilja spara kvótann þar til loðnan nálgast sitt verðmætasta form. Þess í stað hefur uppsjávarflotinn verið að kolmunnaveiðum milli Færeyja og Skotlands meðan beðið er fregna af loðnuleitinni. Víkingur AK landaði loðnu Vopnafirði þann 13. desember. Sama dag landaði Beitir NK á Norðfirði og Venus NS kom svo einnig með loðnufarm til Vopnafjarðar.Brim/Magnús Þór Róbertsson Hafrannsóknastofnun gerir ráð fyrir að þessi aukaleiðangur geti varað í 1-2 vikur en hann verður síðan nýttur til að meta hvenær heppilegast sé að hefja hefðbundinn stofnmælingaleiðangur loðnunnar. Þá mun hitt rannsóknaskipið, Bjarni Sæmundsson, bætast við en sú stofnmæling verður alfarið kostuð af Hafrannsóknastofnun. „Við þurfum að fá aðeins betri sýn á útbreiðslu loðnunnar áður en við ákveðum hvenær Bjarni Sæmundsson kemur með okkur í stofnmælingu,“ segir Birkir en sú mæling verður lögð til grundvallar að lokaveiðiráðgjöf á loðnu á þessari vertíð. Þegar spurt er hvort veiðiskip verði einnig fengin með í stofnmælinguna svarar Birkir: „Enn sem komið er hafa veiðiskip ekki verið munstruð í mælinguna en slíkt skýrist væntanlega líka þegar við höfum betri sýn á allar aðstæður. Við höfum náttúrulega oft stutta veðurglugga til að framkvæma mælinguna og þá getur komið sér vel að mæla með fleiri skipum. En ef mælingasvæðið er vel afmarkað og góðar veðurhorfur þá geta rannsóknaskipin tvö klárað dæmið.“
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Tengdar fréttir Lagðir af stað í aðra aukaleit að loðnu á kostnað útgerðar Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt úr Hafnarfjarðarhöfn í morgun til loðnuleitar. Þetta er annar aukaleitarleiðangurinn sem efnt er til á þessari vertíð en sá fyrri var í byrjun desembermánaðar. 11. janúar 2023 11:46 Langar að hefja loðnuvertíð en sigla til kolmunnaveiða Ekkert af íslensku loðnuskipunum virðist ætla til loðnuveiða núna í byrjun ársins. Uppsjávarflotanum virðist öllum stefnt til kolmunnaveiða norðan Skotlands. 3. janúar 2023 22:30 Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Lagðir af stað í aðra aukaleit að loðnu á kostnað útgerðar Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt úr Hafnarfjarðarhöfn í morgun til loðnuleitar. Þetta er annar aukaleitarleiðangurinn sem efnt er til á þessari vertíð en sá fyrri var í byrjun desembermánaðar. 11. janúar 2023 11:46
Langar að hefja loðnuvertíð en sigla til kolmunnaveiða Ekkert af íslensku loðnuskipunum virðist ætla til loðnuveiða núna í byrjun ársins. Uppsjávarflotanum virðist öllum stefnt til kolmunnaveiða norðan Skotlands. 3. janúar 2023 22:30
Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24