Opinber störf vegna fiskeldis fari á sunnanverða Vestfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 2. mars 2023 21:42 Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, formaður bæjarráðs Vesturbyggðar, í viðtali utan við Vatneyrarbúð á Patreksfirði. Steingrímur Dúi Másson Forystumenn á Vestfjörðum þrýsta á að rannsóknar- og eftirlitsstörf vegna fiskeldis verði staðsett í fjórðungnum enda séu vestfirsk samfélög og firðir undir. Formaður bæjarráðs Vesturbyggðar segir að til þessa hafi ekkert einasta opinbert starf vegna greinarinnar komið á sunnanverða Vestfirði. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að ein helsta vagga sjókvíaeldisins er á sunnanverðum Vestfjörðum. Á Patreksfirði telja menn því eðlilegt að margvísleg opinber störf sem tengjast eldinu séu jafnframt staðsett á svæðinu. Ráðamenn Vesturbyggðar bjóða meira að segja eitt elsta og virðulegasta hús bæjarins undir starfsemina, Vatneyrarbúð, sem sveitarfélagið er að láta gera upp í samvinnu við Minjastofnun. Vatneyrarbúð var byggð árið 1916. Að mati Minjastofnunar hefur húsið ótvírætt varðveislugildi sem vitnisburður um atvinnusögu Patreksfjarðar.Steingrímur Dúi Másson „Við viljum með þessu byggja upp aðstöðu fyrir störf án staðsetningar. Núna erum við mikið að fókusera á eftirlitsstörfin með fiskeldinu og viljum búa til umhverfi hérna fyrir rannsóknir og eftirlit með greininni,“ segir Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, formaður bæjarráðs Vesturbyggðar. Hún segir að ítrekað hafi verið kallað eftir þessu í umsögnum og samtölum við forystumenn ríkisvaldsins. „Af því að þessari grein, sem hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum, hefur ekki fylgt eitt einasta opinbert starf á sunnanverða Vestfirði.“ Fyrir vestan spyrja menn þeirrar gagnrýnu spurningar: Þarf virkilega allt að vera fyrir sunnan? „Nei, okkur finnst það ekki. Hérna er greinin stunduð og það eru firðirnir okkar og samfélög sem eru undir,“ segir Þórkatla. Séð yfir byggðina á Patreksfirði. Vatneyrarbúð fremst fyrir miðri mynd.Steingrímur Dúi Másson Nálægðin við atvinnugreinina geti jafnframt verið kostur þegar bregðast þurfi hratt við. „Það hefur einmitt komið upp að hér hafa orðið slys. Og það koma upp óhöpp í starfseminni. Þá er bara gríðarlega mikilvægt að viðbragðið sé hér, að eftirlitið sé hér.“ Hún segir dæmi um að tekið hafi allt að tíu daga fyrir eftirlitsmenn að koma á svæðið eftir óhöpp. „Og tvær vikur, að mér skilst, þegar verst var,“ segir Þórkatla. Það þurfi öfluga starfsemi. „Þar sem væru margir starfsmenn. Ekki bara einn. Við þurfum bara deild sem sinnir þessu,“ segir hún. Spyrja má hvort það yrði tortryggt að opinbert eftirlit með umdeildri atvinnugrein væri á heimaslóð. „Ég tel að það sé ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af hér frekar en annarsstaðar. Ég held að fólk ætti að geta sinnt störfum sínum af fagmennsku hér eins og annarsstaðar,“ svarar formaður bæjarráðs Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Áratugur er frá því að sveitarfélög og fyrirtæki á Vestfjörðum hófu að kalla eftir því að ríkið efldi fiskeldisrannsóknir í fjórðungnum, eins og sjá má í þessari frétt frá árinu 2014: Í þættinum Ísland í sumar árið 2017 var fjallað um atvinnusögu Patreksfjarðar: Vesturbyggð Tálknafjörður Fiskeldi Sjókvíaeldi Byggðamál Vísindi Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Tengdar fréttir Skýrslan leiði til úrbóta í veitingu leyfa til fiskeldis Ítrekaðar frestanir á leyfisveitingum fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi valda því að örlög laxaseiða fyrir á þriðja hundrað milljóna króna eru í uppnámi hjá Arctic Fish. Talsmaður fyrirtækisins vonast til að viðkomandi stofnanir taki mið af ábendingum Ríkisendurskoðunar, fari að lögum og gefi út leyfin. 18. febrúar 2023 22:44 Léttir að skýrslan sé komin fyrir sjónir almennings Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að stofnunin hafi þurft að berjast fyrir fjárveitingum til að geta staðið undir eftirliti með sjókvíaeldi og öðrum lögbundnum verkefnum. Það væri léttir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi væri nú komin fyrir sjónir almennings. 10. febrúar 2023 11:54 Hafa flest tól og tæki til að sinna eftirliti með fiskeldi Matvælastofnun telur sig vel í stakk búna til að hafa eftirlit með fiskeldisfyrirtækjum á landinu. Farið verði í saumana á myndefni af illa förnum laxi úr sjókvíum á Vestfjörðum sem kajakræðari tók í vor. 16. ágúst 2021 13:01 Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35 Fiskeldið hleypir fjöri í Patreksfjörð Einn reyndasti sveitarstjórnamaður Vestfirðinga segir að sjókvíaeldi á Vestfjörðum gangi ekki nema með góðu eftirliti og að fiskeldisfyrirtækin verði vandanum vaxin gagnvart umhverfismálum og samfélaginu. 5. júlí 2017 09:15 Rannsóknir í fiskeldi verði stórefldar á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtæki og sveitarfélög á Vestfjörðum telja brýnt að ríkið efli rannsóknir á sviði fiskeldis og eru tilbúin að leggja sitt af mörkum. 4. október 2014 20:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að ein helsta vagga sjókvíaeldisins er á sunnanverðum Vestfjörðum. Á Patreksfirði telja menn því eðlilegt að margvísleg opinber störf sem tengjast eldinu séu jafnframt staðsett á svæðinu. Ráðamenn Vesturbyggðar bjóða meira að segja eitt elsta og virðulegasta hús bæjarins undir starfsemina, Vatneyrarbúð, sem sveitarfélagið er að láta gera upp í samvinnu við Minjastofnun. Vatneyrarbúð var byggð árið 1916. Að mati Minjastofnunar hefur húsið ótvírætt varðveislugildi sem vitnisburður um atvinnusögu Patreksfjarðar.Steingrímur Dúi Másson „Við viljum með þessu byggja upp aðstöðu fyrir störf án staðsetningar. Núna erum við mikið að fókusera á eftirlitsstörfin með fiskeldinu og viljum búa til umhverfi hérna fyrir rannsóknir og eftirlit með greininni,“ segir Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, formaður bæjarráðs Vesturbyggðar. Hún segir að ítrekað hafi verið kallað eftir þessu í umsögnum og samtölum við forystumenn ríkisvaldsins. „Af því að þessari grein, sem hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum, hefur ekki fylgt eitt einasta opinbert starf á sunnanverða Vestfirði.“ Fyrir vestan spyrja menn þeirrar gagnrýnu spurningar: Þarf virkilega allt að vera fyrir sunnan? „Nei, okkur finnst það ekki. Hérna er greinin stunduð og það eru firðirnir okkar og samfélög sem eru undir,“ segir Þórkatla. Séð yfir byggðina á Patreksfirði. Vatneyrarbúð fremst fyrir miðri mynd.Steingrímur Dúi Másson Nálægðin við atvinnugreinina geti jafnframt verið kostur þegar bregðast þurfi hratt við. „Það hefur einmitt komið upp að hér hafa orðið slys. Og það koma upp óhöpp í starfseminni. Þá er bara gríðarlega mikilvægt að viðbragðið sé hér, að eftirlitið sé hér.“ Hún segir dæmi um að tekið hafi allt að tíu daga fyrir eftirlitsmenn að koma á svæðið eftir óhöpp. „Og tvær vikur, að mér skilst, þegar verst var,“ segir Þórkatla. Það þurfi öfluga starfsemi. „Þar sem væru margir starfsmenn. Ekki bara einn. Við þurfum bara deild sem sinnir þessu,“ segir hún. Spyrja má hvort það yrði tortryggt að opinbert eftirlit með umdeildri atvinnugrein væri á heimaslóð. „Ég tel að það sé ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af hér frekar en annarsstaðar. Ég held að fólk ætti að geta sinnt störfum sínum af fagmennsku hér eins og annarsstaðar,“ svarar formaður bæjarráðs Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Áratugur er frá því að sveitarfélög og fyrirtæki á Vestfjörðum hófu að kalla eftir því að ríkið efldi fiskeldisrannsóknir í fjórðungnum, eins og sjá má í þessari frétt frá árinu 2014: Í þættinum Ísland í sumar árið 2017 var fjallað um atvinnusögu Patreksfjarðar:
Vesturbyggð Tálknafjörður Fiskeldi Sjókvíaeldi Byggðamál Vísindi Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Tengdar fréttir Skýrslan leiði til úrbóta í veitingu leyfa til fiskeldis Ítrekaðar frestanir á leyfisveitingum fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi valda því að örlög laxaseiða fyrir á þriðja hundrað milljóna króna eru í uppnámi hjá Arctic Fish. Talsmaður fyrirtækisins vonast til að viðkomandi stofnanir taki mið af ábendingum Ríkisendurskoðunar, fari að lögum og gefi út leyfin. 18. febrúar 2023 22:44 Léttir að skýrslan sé komin fyrir sjónir almennings Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að stofnunin hafi þurft að berjast fyrir fjárveitingum til að geta staðið undir eftirliti með sjókvíaeldi og öðrum lögbundnum verkefnum. Það væri léttir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi væri nú komin fyrir sjónir almennings. 10. febrúar 2023 11:54 Hafa flest tól og tæki til að sinna eftirliti með fiskeldi Matvælastofnun telur sig vel í stakk búna til að hafa eftirlit með fiskeldisfyrirtækjum á landinu. Farið verði í saumana á myndefni af illa förnum laxi úr sjókvíum á Vestfjörðum sem kajakræðari tók í vor. 16. ágúst 2021 13:01 Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35 Fiskeldið hleypir fjöri í Patreksfjörð Einn reyndasti sveitarstjórnamaður Vestfirðinga segir að sjókvíaeldi á Vestfjörðum gangi ekki nema með góðu eftirliti og að fiskeldisfyrirtækin verði vandanum vaxin gagnvart umhverfismálum og samfélaginu. 5. júlí 2017 09:15 Rannsóknir í fiskeldi verði stórefldar á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtæki og sveitarfélög á Vestfjörðum telja brýnt að ríkið efli rannsóknir á sviði fiskeldis og eru tilbúin að leggja sitt af mörkum. 4. október 2014 20:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Skýrslan leiði til úrbóta í veitingu leyfa til fiskeldis Ítrekaðar frestanir á leyfisveitingum fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi valda því að örlög laxaseiða fyrir á þriðja hundrað milljóna króna eru í uppnámi hjá Arctic Fish. Talsmaður fyrirtækisins vonast til að viðkomandi stofnanir taki mið af ábendingum Ríkisendurskoðunar, fari að lögum og gefi út leyfin. 18. febrúar 2023 22:44
Léttir að skýrslan sé komin fyrir sjónir almennings Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að stofnunin hafi þurft að berjast fyrir fjárveitingum til að geta staðið undir eftirliti með sjókvíaeldi og öðrum lögbundnum verkefnum. Það væri léttir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi væri nú komin fyrir sjónir almennings. 10. febrúar 2023 11:54
Hafa flest tól og tæki til að sinna eftirliti með fiskeldi Matvælastofnun telur sig vel í stakk búna til að hafa eftirlit með fiskeldisfyrirtækjum á landinu. Farið verði í saumana á myndefni af illa förnum laxi úr sjókvíum á Vestfjörðum sem kajakræðari tók í vor. 16. ágúst 2021 13:01
Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35
Fiskeldið hleypir fjöri í Patreksfjörð Einn reyndasti sveitarstjórnamaður Vestfirðinga segir að sjókvíaeldi á Vestfjörðum gangi ekki nema með góðu eftirliti og að fiskeldisfyrirtækin verði vandanum vaxin gagnvart umhverfismálum og samfélaginu. 5. júlí 2017 09:15
Rannsóknir í fiskeldi verði stórefldar á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtæki og sveitarfélög á Vestfjörðum telja brýnt að ríkið efli rannsóknir á sviði fiskeldis og eru tilbúin að leggja sitt af mörkum. 4. október 2014 20:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent