Bílvelta á Suðurlandsbraut Bílvelta varð á Suðurlandsbraut á fjórða tímanum í dag. Einn var í bílnum. Sjúkrabíll, lögregla og slökkvilið mættu á vettvang. 15.8.2023 15:48
„Ég fann ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir þessu“ Eldri borgari í Hveragerði segir að sér hafi ekki orðið meint af eftir að hún smakkaði ber á dularfullri plöntu í gróðurhúsi sonar síns í Biskupstungum. Hún kveðst þakklát fyrir að hafa einungis smakkað eitt ber, en hefði hún smakkað fleiri hefði hún getað upplifað ofskynjanir, ógleði, iðraverki og í miklu magni geta berin valdið andnauð og jafnvel hjartastoppi. Hún hyggst fjarlæga plöntuna barnabarnanna vegna. 15.8.2023 10:26
Stutt á milli feigs og ófeigs í umferðinni á Seltjarnarnesi Litlu mátti muna að ekið hefði verið á fimm ára gamlan strák þar sem hann hjólaði yfir götuna við einu ljósagatnamót Seltjarnarness á föstudag þar sem Suðurströnd og Nesvegur mætast. Íbúi sem varð vitni að atvikinu segir of algengt að ökumenn keyri hraðar en takmarkanir leyfi á svæðinu. 15.8.2023 06:45
Orðin vön því að fá hestana í heimsókn Nágrannar í Furuhlíð í Setbergi í Hafnarfirði sneru bökum saman síðdegis í dag þegar hópur hesta gerði sig heimakominn í götunni og króuðu þá af á bakvið girðingu. Íbúi segir hesta í hverfinu ekki sjaldséða sjón, enda hesthúsahverfi í nágrenninu. 14.8.2023 16:25
Hægt að mynda „hvaða stjórn sem er“ með „böggles“ Mikill meirihluti landsmanna ber nafn snakksins Bugles fram sem „Böggles.“ Minnihluti notar enskan framburð og kallar það „Bjúgels“ á meðan enn minni hluti landsmanna kallar það „Bugles.“ Þetta eru niðurstöður nýlegrar könnunar. Stjórnmálafræðingur segir stuðningsmenn allra flokka á Íslandi sammála um framburðinn. 14.8.2023 07:01
Hyggst endurreisa hús sitt við Blesugróf á grunni brunarústanna Eigandi tveggja hæða timburhúss sem gjöreyðilagðist í bruna við Blesugróf 25 í Fossvogshverfi Reykjavíkur í lok júní hyggst endurbyggja húsið. Enn á eftir að rífa það sem eftir stendur af húsinu og segist eigandinn bíða þess að fá leyfi til þess. 14.8.2023 06:40
Mikið fjármagn til Vestfjarða sem njóti nýjustu jarðganganna Innviðaráðherra segir rétt að gera þurfi betur í vegagerð á Vestfjörðum. Þó sé gert ráð fyrir töluverðri uppbyggingu í landshlutanum í núverandi samgönguáætlun. Mikla uppbyggingu á Suðurlandi í samanburði við aðra landshluta líkt og Vesturland megi skýra með því að fjármagni hafi verið forgangsraðað eftir umferðarþunga. 11.8.2023 15:01
Rannsókn lokið á manndrápi í Drangahrauni Rannsókn lögreglu á manndrápi þann 17. júní síðastliðinn í Drangahrauni í Hafnarfirði er lokið og málið komið til ákærusviðs. Lögregla telur líklegt að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir hinum grunaða. 11.8.2023 06:45
Bíða enn eftir niðurstöðum krufningar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bíður enn eftir endanlegri niðurstöðu krufningar vegna andláts karlmanns sem lést í kjölfar höfuðhöggs á skemmtistaðnum Lúx aðfaranótt þess 24. júní síðastliðinn. 10.8.2023 16:13
Stjórnendur Love Island hafi meinað sér að tala Mitch Taylor, einn af keppendum í tíundu seríunni af Love Island, segir að sér hafi verið meinað að tjá sig af stjórnendum þáttanna í sérstökum endurfundaþætti sem sýndur var síðastliðinn mánudag. 10.8.2023 15:17