Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2025 07:02 Jammie Booker tók við bikarnum efst á palli um helgina en Andrea Thompson var bersýnilega ósátt í 2. sæti. Thompson hefur nú verið krýnd Sterkasta kona heims. Strongman Hin breska Andrea Thompson hefur verið krýnd Sterkasta kona heims, í annað sinn á ferlinum, þrátt fyrir að hafa um helgina endað einu stigi á eftir hinni bandarísku Jammie Booker, eftir ábendingar um að Booker hefði fæðst karlmaður. Booker fagnaði titlinum efst á verðlaunapalli um helgina og mátti sjá Thompson, sem vann keppnina árið 2018, ganga óánægða í burtu og segja: „Þetta er kjaftæði.“ Jammie Booker, a man pretending to be a woman, just won the title of “World’s Strongest Woman” at the World’s Strongest Woman competition in Arlington, Texas.Andrea Thompson, the female runner-up, had her title stolen by a man.KEEP MEN OUT OF WOMEN’S SPORTS pic.twitter.com/MYXCmOSEEc— Libs of TikTok (@libsoftiktok) November 25, 2025 Official Strongman samtökin hafa nú sent frá sér yfirlýsingu og tilkynnt að Booker hafi verið svipt titlinum. Þar segir að mótshaldarar hafi ekki vitað að líffræðilegt kyn Booker væri karlkyn en að reglurnar væru skýrar um að trans konum væri ekki heimilt að keppa í kvennaflokki. View this post on Instagram A post shared by Official Strongman (@officialstrongman_) Thompson hlaut því titilinn og aðrir keppendur voru einnig færðir upp um eitt sæti. „Þessi sigur hefur ekki unnist án deilna en ég vil hafa það alveg á hreinu að á meðan ég styð og hvet fólk til þess að vera eins og það vill, þá eru íþróttir íþróttir og það er ástæða fyrir því að kvennaflokkar eru til,“ skrifaði Laurence Shahlaei, þjálfari Thompson, í færslu á Instagram. Booker var ekki með nein skráð úrslit í gagnagrunni Strongman þar til í júní á þessu ári en óljóst er hvort að hún keppti áður í karlaflokki. Hún vann mót í júní og varð svo í 2. sæti í keppninni um sterkustu konu Norður-Ameríku. Í tilkynningunni frá Strongman sagði að búið væri að reyna að hafa samband við Booker en án árangurs. Hún sendi frá sér myndband á Instagram á mánudaginn þar sem hún þakkaði ýmsu fólki fyrir að hafa stutt sig til sigursins sem hún hefur nú verið svipt. Aflraunir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Booker fagnaði titlinum efst á verðlaunapalli um helgina og mátti sjá Thompson, sem vann keppnina árið 2018, ganga óánægða í burtu og segja: „Þetta er kjaftæði.“ Jammie Booker, a man pretending to be a woman, just won the title of “World’s Strongest Woman” at the World’s Strongest Woman competition in Arlington, Texas.Andrea Thompson, the female runner-up, had her title stolen by a man.KEEP MEN OUT OF WOMEN’S SPORTS pic.twitter.com/MYXCmOSEEc— Libs of TikTok (@libsoftiktok) November 25, 2025 Official Strongman samtökin hafa nú sent frá sér yfirlýsingu og tilkynnt að Booker hafi verið svipt titlinum. Þar segir að mótshaldarar hafi ekki vitað að líffræðilegt kyn Booker væri karlkyn en að reglurnar væru skýrar um að trans konum væri ekki heimilt að keppa í kvennaflokki. View this post on Instagram A post shared by Official Strongman (@officialstrongman_) Thompson hlaut því titilinn og aðrir keppendur voru einnig færðir upp um eitt sæti. „Þessi sigur hefur ekki unnist án deilna en ég vil hafa það alveg á hreinu að á meðan ég styð og hvet fólk til þess að vera eins og það vill, þá eru íþróttir íþróttir og það er ástæða fyrir því að kvennaflokkar eru til,“ skrifaði Laurence Shahlaei, þjálfari Thompson, í færslu á Instagram. Booker var ekki með nein skráð úrslit í gagnagrunni Strongman þar til í júní á þessu ári en óljóst er hvort að hún keppti áður í karlaflokki. Hún vann mót í júní og varð svo í 2. sæti í keppninni um sterkustu konu Norður-Ameríku. Í tilkynningunni frá Strongman sagði að búið væri að reyna að hafa samband við Booker en án árangurs. Hún sendi frá sér myndband á Instagram á mánudaginn þar sem hún þakkaði ýmsu fólki fyrir að hafa stutt sig til sigursins sem hún hefur nú verið svipt.
Aflraunir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum