Hægt að mynda „hvaða stjórn sem er“ með „böggles“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. ágúst 2023 07:01 Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur, skemmtir sér konunglega við að rýna í niðurstöður könnunar Gallup á framburði nafnsins Bugles. Vísir/Vilhelm Mikill meirihluti landsmanna ber nafn snakksins Bugles fram sem „Böggles.“ Minnihluti notar enskan framburð og kallar það „Bjúgels“ á meðan enn minni hluti landsmanna kallar það „Bugles.“ Þetta eru niðurstöður nýlegrar könnunar. Stjórnmálafræðingur segir stuðningsmenn allra flokka á Íslandi sammála um framburðinn. „Ég hafði að vísu aldrei heyrt um þetta ágæta vörumerki, hvað þá að ég hafi haft einhverja skoðun á því hvort það ætti að segja böggles eða bjúgels, hins vegar ræddi ég þetta við dóttur mína og hún vissi allt um þetta,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur, sem mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi niðurstöður könnunarinnar sem nýlega var framkvæmd var af Gallup. Þar eru landsmenn spurðir að því hvernig þeir bera fram heitið á Bugles snakki en könnunin er gerð fyrir auglýsingastofuna ENNEMM. 907 manns svöruðu könnuninni. Í ljós kemur að 80,2 prósent landsmanna segir „Böggles,“ á meðan 14,8 prósent segir „Bjúgels.“ 4,0 prósent landsmanna ber nafn snakksins fram sem „Bugles“ og 1,1 prósent segir nafnið á annan máta. Afgerandi niðurstaða „Ég hef heldur ekki neitt sérstakt vit á framburði, þannig það má spyrja sig hvern djöfulinn ég sé að gera hér og svarið er nú eiginlega það að ég hef verið að túlka skoðanakannanir í fjörutíu ár, þannig ég er ekki alveg ókunnugur því hvort að munurinn sé mikill eða lítill og svo þegar ég var beðinn um þetta þá fannst mér þetta skemmtilegt viðfangsefni.“ Ólafur segir allt hafa verið gert eftir bókinni við gerð könnunarinnar. Um sé að ræða netkönnun sem tilefni sé til til þess að taka fullt mark á. Hún sé afgerandi og valdi engilsaxneskum aðdáendum verulegum vonbrigðum. „Böggles“ sé mest sagt af öllum hópum landsins. Bugles snakkið þekkist helst á lögun snakksins sem ófáir krakkar hafa sett á fingur sér og þar með verið með „nornafingur.“Wikipedia Yngstu hallari undir enska framburðinn „Það sem er mest sláandi er að þessi mikli yfirburðarsigur „böggles“ endurspeglast í öllum þessum hópum. Á sumum þessara breytna er samt svoldill munur, ef við skoðum fyrst kyn þá er eiginlega enginn munur. Konur eru ekkert líklegri en karlar til að vera með annan hvern framburðinn.“ Munurinn sé jafnframt lítill þegar kemur að tekjum og menntun, þó að þeir sem lokið hafa grunnskólaprófi eru líklegri til þess að segja „böggles“ heldur en þeir sem lokið hafi framhaldsskólaprófi eða háskólaprófi. „Það eru fyrst og fremst þeir yngstu sem skera sig frá þegar litið er til aldurs, það kemur kannski ekki á óvart en þeir eru miklu hallari undir það að nota enska framburðinn og um fjórðungur sem segir „bjúgels“ miðað við að það er 10 til 15 prósent í flestum öðrum hópum.“ „Böggles“ stærsta sameiningartáknið Ólafur segir þá sjást greinilegan landshlutamun í könnuninni. 72 prósent Reykvíkinga segi „böggels“ en 25 prósent „bjúgels.“ „Á meðan að þeir sem segja „bjúgels“ á landsbyggðinni eru bara sjö prósent. Þannig að landsbyggðarmennirnir eru íslensku skotnari ef að svo má segja.“ Þegar viðkemur stjórnmálaskoðunum fólks segir Ólafur ekki eins greinilegan mun á því hvernig fólk ber fram nafn snakksins. „Stuðningsmenn allra flokka eru yfirgnæfandi með íslenska framburðinum. Þannig að þegar að kemur að því, sem verður nú áreiðanlega fljótlega, að þegar það verður myndað ríkisstjórn á grundvelli þessa mikilvæga klofningsþáttar þá er í rauninni hægt að mynda hvaða stjórn sem er. Þeir sem helst yrðu í stjórnarandstæðu væru, sörpræs sörpræs, Píratar en samt eru næstum því tveir þriðju Pírata sem eru með íslenska framburðinum. Hins vegar skera þeir sig úr því þriðjungur Píratanna eru með enska framburðinn.“ Könnunina má skoða hér fyrir neðan. Bugles-Gallup-1_(2)PDF166KBSækja skjal Skoðanakannanir Matur Íslensk tunga Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
„Ég hafði að vísu aldrei heyrt um þetta ágæta vörumerki, hvað þá að ég hafi haft einhverja skoðun á því hvort það ætti að segja böggles eða bjúgels, hins vegar ræddi ég þetta við dóttur mína og hún vissi allt um þetta,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur, sem mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi niðurstöður könnunarinnar sem nýlega var framkvæmd var af Gallup. Þar eru landsmenn spurðir að því hvernig þeir bera fram heitið á Bugles snakki en könnunin er gerð fyrir auglýsingastofuna ENNEMM. 907 manns svöruðu könnuninni. Í ljós kemur að 80,2 prósent landsmanna segir „Böggles,“ á meðan 14,8 prósent segir „Bjúgels.“ 4,0 prósent landsmanna ber nafn snakksins fram sem „Bugles“ og 1,1 prósent segir nafnið á annan máta. Afgerandi niðurstaða „Ég hef heldur ekki neitt sérstakt vit á framburði, þannig það má spyrja sig hvern djöfulinn ég sé að gera hér og svarið er nú eiginlega það að ég hef verið að túlka skoðanakannanir í fjörutíu ár, þannig ég er ekki alveg ókunnugur því hvort að munurinn sé mikill eða lítill og svo þegar ég var beðinn um þetta þá fannst mér þetta skemmtilegt viðfangsefni.“ Ólafur segir allt hafa verið gert eftir bókinni við gerð könnunarinnar. Um sé að ræða netkönnun sem tilefni sé til til þess að taka fullt mark á. Hún sé afgerandi og valdi engilsaxneskum aðdáendum verulegum vonbrigðum. „Böggles“ sé mest sagt af öllum hópum landsins. Bugles snakkið þekkist helst á lögun snakksins sem ófáir krakkar hafa sett á fingur sér og þar með verið með „nornafingur.“Wikipedia Yngstu hallari undir enska framburðinn „Það sem er mest sláandi er að þessi mikli yfirburðarsigur „böggles“ endurspeglast í öllum þessum hópum. Á sumum þessara breytna er samt svoldill munur, ef við skoðum fyrst kyn þá er eiginlega enginn munur. Konur eru ekkert líklegri en karlar til að vera með annan hvern framburðinn.“ Munurinn sé jafnframt lítill þegar kemur að tekjum og menntun, þó að þeir sem lokið hafa grunnskólaprófi eru líklegri til þess að segja „böggles“ heldur en þeir sem lokið hafi framhaldsskólaprófi eða háskólaprófi. „Það eru fyrst og fremst þeir yngstu sem skera sig frá þegar litið er til aldurs, það kemur kannski ekki á óvart en þeir eru miklu hallari undir það að nota enska framburðinn og um fjórðungur sem segir „bjúgels“ miðað við að það er 10 til 15 prósent í flestum öðrum hópum.“ „Böggles“ stærsta sameiningartáknið Ólafur segir þá sjást greinilegan landshlutamun í könnuninni. 72 prósent Reykvíkinga segi „böggels“ en 25 prósent „bjúgels.“ „Á meðan að þeir sem segja „bjúgels“ á landsbyggðinni eru bara sjö prósent. Þannig að landsbyggðarmennirnir eru íslensku skotnari ef að svo má segja.“ Þegar viðkemur stjórnmálaskoðunum fólks segir Ólafur ekki eins greinilegan mun á því hvernig fólk ber fram nafn snakksins. „Stuðningsmenn allra flokka eru yfirgnæfandi með íslenska framburðinum. Þannig að þegar að kemur að því, sem verður nú áreiðanlega fljótlega, að þegar það verður myndað ríkisstjórn á grundvelli þessa mikilvæga klofningsþáttar þá er í rauninni hægt að mynda hvaða stjórn sem er. Þeir sem helst yrðu í stjórnarandstæðu væru, sörpræs sörpræs, Píratar en samt eru næstum því tveir þriðju Pírata sem eru með íslenska framburðinum. Hins vegar skera þeir sig úr því þriðjungur Píratanna eru með enska framburðinn.“ Könnunina má skoða hér fyrir neðan. Bugles-Gallup-1_(2)PDF166KBSækja skjal
Skoðanakannanir Matur Íslensk tunga Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira