Hægt að mynda „hvaða stjórn sem er“ með „böggles“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. ágúst 2023 07:01 Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur, skemmtir sér konunglega við að rýna í niðurstöður könnunar Gallup á framburði nafnsins Bugles. Vísir/Vilhelm Mikill meirihluti landsmanna ber nafn snakksins Bugles fram sem „Böggles.“ Minnihluti notar enskan framburð og kallar það „Bjúgels“ á meðan enn minni hluti landsmanna kallar það „Bugles.“ Þetta eru niðurstöður nýlegrar könnunar. Stjórnmálafræðingur segir stuðningsmenn allra flokka á Íslandi sammála um framburðinn. „Ég hafði að vísu aldrei heyrt um þetta ágæta vörumerki, hvað þá að ég hafi haft einhverja skoðun á því hvort það ætti að segja böggles eða bjúgels, hins vegar ræddi ég þetta við dóttur mína og hún vissi allt um þetta,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur, sem mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi niðurstöður könnunarinnar sem nýlega var framkvæmd var af Gallup. Þar eru landsmenn spurðir að því hvernig þeir bera fram heitið á Bugles snakki en könnunin er gerð fyrir auglýsingastofuna ENNEMM. 907 manns svöruðu könnuninni. Í ljós kemur að 80,2 prósent landsmanna segir „Böggles,“ á meðan 14,8 prósent segir „Bjúgels.“ 4,0 prósent landsmanna ber nafn snakksins fram sem „Bugles“ og 1,1 prósent segir nafnið á annan máta. Afgerandi niðurstaða „Ég hef heldur ekki neitt sérstakt vit á framburði, þannig það má spyrja sig hvern djöfulinn ég sé að gera hér og svarið er nú eiginlega það að ég hef verið að túlka skoðanakannanir í fjörutíu ár, þannig ég er ekki alveg ókunnugur því hvort að munurinn sé mikill eða lítill og svo þegar ég var beðinn um þetta þá fannst mér þetta skemmtilegt viðfangsefni.“ Ólafur segir allt hafa verið gert eftir bókinni við gerð könnunarinnar. Um sé að ræða netkönnun sem tilefni sé til til þess að taka fullt mark á. Hún sé afgerandi og valdi engilsaxneskum aðdáendum verulegum vonbrigðum. „Böggles“ sé mest sagt af öllum hópum landsins. Bugles snakkið þekkist helst á lögun snakksins sem ófáir krakkar hafa sett á fingur sér og þar með verið með „nornafingur.“Wikipedia Yngstu hallari undir enska framburðinn „Það sem er mest sláandi er að þessi mikli yfirburðarsigur „böggles“ endurspeglast í öllum þessum hópum. Á sumum þessara breytna er samt svoldill munur, ef við skoðum fyrst kyn þá er eiginlega enginn munur. Konur eru ekkert líklegri en karlar til að vera með annan hvern framburðinn.“ Munurinn sé jafnframt lítill þegar kemur að tekjum og menntun, þó að þeir sem lokið hafa grunnskólaprófi eru líklegri til þess að segja „böggles“ heldur en þeir sem lokið hafi framhaldsskólaprófi eða háskólaprófi. „Það eru fyrst og fremst þeir yngstu sem skera sig frá þegar litið er til aldurs, það kemur kannski ekki á óvart en þeir eru miklu hallari undir það að nota enska framburðinn og um fjórðungur sem segir „bjúgels“ miðað við að það er 10 til 15 prósent í flestum öðrum hópum.“ „Böggles“ stærsta sameiningartáknið Ólafur segir þá sjást greinilegan landshlutamun í könnuninni. 72 prósent Reykvíkinga segi „böggels“ en 25 prósent „bjúgels.“ „Á meðan að þeir sem segja „bjúgels“ á landsbyggðinni eru bara sjö prósent. Þannig að landsbyggðarmennirnir eru íslensku skotnari ef að svo má segja.“ Þegar viðkemur stjórnmálaskoðunum fólks segir Ólafur ekki eins greinilegan mun á því hvernig fólk ber fram nafn snakksins. „Stuðningsmenn allra flokka eru yfirgnæfandi með íslenska framburðinum. Þannig að þegar að kemur að því, sem verður nú áreiðanlega fljótlega, að þegar það verður myndað ríkisstjórn á grundvelli þessa mikilvæga klofningsþáttar þá er í rauninni hægt að mynda hvaða stjórn sem er. Þeir sem helst yrðu í stjórnarandstæðu væru, sörpræs sörpræs, Píratar en samt eru næstum því tveir þriðju Pírata sem eru með íslenska framburðinum. Hins vegar skera þeir sig úr því þriðjungur Píratanna eru með enska framburðinn.“ Könnunina má skoða hér fyrir neðan. Bugles-Gallup-1_(2)PDF166KBSækja skjal Skoðanakannanir Matur Íslensk tunga Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Sjá meira
„Ég hafði að vísu aldrei heyrt um þetta ágæta vörumerki, hvað þá að ég hafi haft einhverja skoðun á því hvort það ætti að segja böggles eða bjúgels, hins vegar ræddi ég þetta við dóttur mína og hún vissi allt um þetta,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur, sem mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi niðurstöður könnunarinnar sem nýlega var framkvæmd var af Gallup. Þar eru landsmenn spurðir að því hvernig þeir bera fram heitið á Bugles snakki en könnunin er gerð fyrir auglýsingastofuna ENNEMM. 907 manns svöruðu könnuninni. Í ljós kemur að 80,2 prósent landsmanna segir „Böggles,“ á meðan 14,8 prósent segir „Bjúgels.“ 4,0 prósent landsmanna ber nafn snakksins fram sem „Bugles“ og 1,1 prósent segir nafnið á annan máta. Afgerandi niðurstaða „Ég hef heldur ekki neitt sérstakt vit á framburði, þannig það má spyrja sig hvern djöfulinn ég sé að gera hér og svarið er nú eiginlega það að ég hef verið að túlka skoðanakannanir í fjörutíu ár, þannig ég er ekki alveg ókunnugur því hvort að munurinn sé mikill eða lítill og svo þegar ég var beðinn um þetta þá fannst mér þetta skemmtilegt viðfangsefni.“ Ólafur segir allt hafa verið gert eftir bókinni við gerð könnunarinnar. Um sé að ræða netkönnun sem tilefni sé til til þess að taka fullt mark á. Hún sé afgerandi og valdi engilsaxneskum aðdáendum verulegum vonbrigðum. „Böggles“ sé mest sagt af öllum hópum landsins. Bugles snakkið þekkist helst á lögun snakksins sem ófáir krakkar hafa sett á fingur sér og þar með verið með „nornafingur.“Wikipedia Yngstu hallari undir enska framburðinn „Það sem er mest sláandi er að þessi mikli yfirburðarsigur „böggles“ endurspeglast í öllum þessum hópum. Á sumum þessara breytna er samt svoldill munur, ef við skoðum fyrst kyn þá er eiginlega enginn munur. Konur eru ekkert líklegri en karlar til að vera með annan hvern framburðinn.“ Munurinn sé jafnframt lítill þegar kemur að tekjum og menntun, þó að þeir sem lokið hafa grunnskólaprófi eru líklegri til þess að segja „böggles“ heldur en þeir sem lokið hafi framhaldsskólaprófi eða háskólaprófi. „Það eru fyrst og fremst þeir yngstu sem skera sig frá þegar litið er til aldurs, það kemur kannski ekki á óvart en þeir eru miklu hallari undir það að nota enska framburðinn og um fjórðungur sem segir „bjúgels“ miðað við að það er 10 til 15 prósent í flestum öðrum hópum.“ „Böggles“ stærsta sameiningartáknið Ólafur segir þá sjást greinilegan landshlutamun í könnuninni. 72 prósent Reykvíkinga segi „böggels“ en 25 prósent „bjúgels.“ „Á meðan að þeir sem segja „bjúgels“ á landsbyggðinni eru bara sjö prósent. Þannig að landsbyggðarmennirnir eru íslensku skotnari ef að svo má segja.“ Þegar viðkemur stjórnmálaskoðunum fólks segir Ólafur ekki eins greinilegan mun á því hvernig fólk ber fram nafn snakksins. „Stuðningsmenn allra flokka eru yfirgnæfandi með íslenska framburðinum. Þannig að þegar að kemur að því, sem verður nú áreiðanlega fljótlega, að þegar það verður myndað ríkisstjórn á grundvelli þessa mikilvæga klofningsþáttar þá er í rauninni hægt að mynda hvaða stjórn sem er. Þeir sem helst yrðu í stjórnarandstæðu væru, sörpræs sörpræs, Píratar en samt eru næstum því tveir þriðju Pírata sem eru með íslenska framburðinum. Hins vegar skera þeir sig úr því þriðjungur Píratanna eru með enska framburðinn.“ Könnunina má skoða hér fyrir neðan. Bugles-Gallup-1_(2)PDF166KBSækja skjal
Skoðanakannanir Matur Íslensk tunga Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Sjá meira