Hnífamaðurinn enn laus meira en mánuði síðar Maður sem stakk annan mann á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt þriðjudagsins 4. júlí síðastliðinn er enn ófundinn. Lögregla segir það óvenjulegt. 10.8.2023 12:18
Fresta byggingu nýrrar Hamarshallar Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar telur ekki raunhæft að halda áfram með samkeppnisviðræður um uppbyggingu Hamarshallarinnar. Nauðsynlegt er talið að forgangsraða fjármunum bæjarins í stækkun skolphreinsistöðvar vegna aukinnar íbúafjölgunar og uppbyggingu á gervigrasvelli. 10.8.2023 10:59
Wilko tekið til gjaldþrotaskipta Breska heimilisvörukeðjan Wilko hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Allt að tólf þúsund manns gætu misst vinnuna vegna þessa. 10.8.2023 09:57
Covid gerir sjúklingum og starfsfólki enn lífið leitt Covid heldur áfram að gera starfsfólki Landspítalans og sjúklingum lífið leitt að sögn formanns farsóttanefndar Landspítalans. Ekki er lengur haldið bókhald yfir fjölda Covid smita á spítalanum en faraldur er á fimm til sex legudeildum. 10.8.2023 06:46
Vodafone Sport í loftið Ný línuleg sjónvarpsrás Sýnar sem er hluti af samningum við Viaplay hefur fengið nafnið Vodafone Sport. Þetta kemur fram í tilkynningu. 9.8.2023 16:22
Sér sig knúinn til að minna trymbil á nokkrar staðreyndir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sér sig knúinn til að minna á nokkrar staðreyndir í opnu bréfi til Einars Scheving trymbils. Kári segist með því að hafa tjáð sig frjálslega í hlaðvarpi á dögunum gefið fólki eins og Einari tækifæri til að snúa út úr orðum sínum og endurtaka skoðanir sem samrýmist illa. Hann segist dást að Einari fyrir að að tjá skoðanir sínar á máli sem hann hafi enga sérþekkingu á. 9.8.2023 14:34
„Af hverju erum við alltaf að forðast íslenskuna?“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emiritus í íslenskri málfræði, segir að sér þyki nýtt nafn Rúmfatalagersins, JYSK, sérlega óheppilegt. Óvíst sé hvernig eigi að bera það fram auk þess sem það falli ekki vel inn í íslensku. Aðalatriðið sé þó að einstaka nafnabreytingar skipti ekki máli í stóra samhenginu, heldur hefur Eiríkur áhyggjur af því hvernig þær endurspegla ríkjandi hugmyndir um tungumálið. 9.8.2023 13:50
Gengu upp á fjall á versta tíma í gær Tveir fjallgöngugarpar sem héldu af stað í göngu upp á Reykjaborg við Mosfellsbæ í blíðskaparverðri síðdegis í gær urðu að koma sér niður með snarhasti vegna mikils eldingaveðurs sem gerði skyndilega vart við sig í næsta nágrenni. 9.8.2023 11:40
Bilaður bíll og umferð hleypt í gegn til skiptis Hvalfjarðargöngin voru lokuð í tvo og hálfan tíma í morgun vegna bilaðs bíls. Umferð er nú hleypt í gegnum göngin til skiptis. 9.8.2023 10:11
Rúmfatalagerinn verður JYSK Rúmfatalagerinn verður JYSK frá og með lokum september. Nafnbreytingin er síðasta skrefið í viðamiklum breytingum síðustu ára með endurnýjun verslana og aukinni áherslu á þjónustu, gæði og upplifun viðskiptavina. 9.8.2023 09:58