Drónar bannaðir en ekki þyrlur: „Þarna leggurðu heilu hóteli inn í miðju friðlandi“ Fornleifafræðingur furðar sig á því að skemmtiferðaskipum og þyrlum sé leyfilegt að ferja ferðamenn að Dynjanda í friðlandi í Arnarfirði á meðan drónaflug sé óheimilt á þeim forsendum að það raski friði fugla og manna í friðlandinu. 4.8.2023 06:46
Viðurkenna að þau hafi Travis í haldi Norður-kóresk stjórnvöld hafa viðurkennt í fyrsta sinn að þau hafi bandaríska hermanninn Travis King í haldi. Um er að ræða fyrstu svör þeirra við fyrirspurnum Sameinuðu þjóðanna um það hvar hermaðurinn sé niðurkominn. 3.8.2023 23:30
Trump lýsir yfir sakleysi sínu Donald Trump hefur lýst yfir sakleysi sínu vegna ákæru á hendur honum vegna meintra tilrauna hans til þess að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum 2020. Fyrirtaka í máli hans fór fram í Washington D.C í kvöld. 3.8.2023 21:04
Segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist hárrétt við í heimsfaraldri Covid-19 miðað við forsendur á sínum tíma. Andstæðingar bóluefna eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér. 3.8.2023 19:06
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður Þroskahjálpar segir úrræðaleysið í geðheilbrigðismálum of mikið og að yfirvöld verði að bregðast við í framhaldi af frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi um konu sem veldur sér sjálfskaða með því að klóra sér í andlitinu. Forstöðukona geðsviðs Landspítala segir engum vísað frá, heldur sé reynt að finna fólki réttan stað og úrræði. 3.8.2023 18:00
Dramatísk fækkun ungs fólks á Íslandi sem fer í meðferð Ungt fólk hefur mun síður leitað í meðferð á Vogi síðustu þrjú ár og er um að ræða gríðarlega fækkun frá því á fyrri árum. Forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á Vogi segir að skoða þurfi betur hvers vegna svo sé en ljóst sé að þarna séu á ferðinni jákvæðar fréttir. Ungt fólk í neyslu sé hinsvegar gjarnan í alvarlegri neyslu. 2.8.2023 23:31
Langþreytt á eitraðri bjarnarkló eftir að tvö barnabörn brenndust Íbúi í vesturbæ Reykjavíkur segist vera orðin langþreytt á bjarnarkló sem gert hefur sig heimakomna í garðinum hennar. Barnabarn hennar brenndist á fótum við garðvinnu en sex ár eru síðan annað barnabarn hennar brenndist illa á höndum vegna plöntunnar. Hún segist þreytt á því sem hún segir slæma umhirðu bensínstöðvarinnar N1 um lóð fyrirtækisins, þaðan sem hún segir bjarnarklóna koma. 2.8.2023 21:40
Slasaðist í Kerlingarfjöllum Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um kvöldmatarleytið vegna konu sem slasaðist í Kerlingarfjöllum. 2.8.2023 19:44
Göngin opin aftur eftir óhapp Hvalfjarðargöng voru lokuð í rúma klukkustund eftir umferðaróhapp sem varð þar á sjöunda tímanum í kvöld. Þau hafa nú verið opnuð aftur. 2.8.2023 18:39
Dani er orðinn milljónamæringur Heppinn Dani var einn með fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins í Vikinglottó og hlýtur hann rúmar 432 milljónir króna í vinning. 2.8.2023 18:23