Trump ákærður fyrir að reyna að hnekkja úrslitum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður í fjórum liðum vegna tilrauna sinna til þess að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum árið 2020. 1.8.2023 22:47
Ótækt að þyrlurnar séu nánast komnar ofan í kaffibolla íbúa Framkvæmdastjóri Norðurflugs segir að sér lítist ekki illa á að flytja starfsemi fyrirtækisins á Hólmsheiði. Skiljanlegt sé að íbúar séu þreyttir á hávaðamengun af völdum þyrluumferðar en fyrirtækið lúti núverandi flugferlum og ráði ekki flugleiðum inn á og út af Reykjavíkurflugvelli. 1.8.2023 21:55
Mælingar á íslensku skólpi sýni mikla neyslu sterkra fíkniefna Dósent í afbrotafræði segir neyslu fíkniefna vera farin að færast aftur í aukana hérlendis eftir heimsfaraldur. Lögregla hafi aldrei lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og á síðasta ári og þá sýni mælingar á skólpi höfuðborgarbúa að neyslan sé mikil og sambærileg við fíkniefnaneyslu í erlendum stórborgum. 1.8.2023 20:15
Maðurinn sem leitað var að fannst heill á húfi Maðurinn sem leitað var að við Goðafoss frá því hann týndist rétt rúmlega 17:00 í dag fannst heill á húfi á áttunda tímanum í kvöld. 1.8.2023 18:55
Íbúar hvekktir eftir sprengingu á Völlunum Íbúar í Vallahverfi í Hafnarfirði voru hvekktir síðdegs vegna sprengingar sem heyrðist vel um hverfið á sjötta tímanum í dag. 1.8.2023 17:57
Brýnt að finna þyrluflugi í Reykjavík nýjan stað Borgarstjóri segir brýnt að finna útsýnisflugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúabyggð. Borgaryfirvöld skoði nú Hólmsheiði sem mögulegan kost sem nýst gæti til útsýnisflugs, bæði tímabundið og til frambúðar. Stjórnir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vettvangi. 1.8.2023 06:46
Sögð hafa látið illa á Love Island settinu Keppendur í núverandi seríu af Love Island eru sagðir hafa látið afar illa á setti seríunnar í ár og meðal annars stolið áfengi. 31.7.2023 16:46
„Ef það eru ekki mávar þá er það seðlabankastjóri“ Fuglafræðingur segir aukinn ágang máva á höfuðborgarsvæðinu og kvartanir vegna þeirra vera árlegan viðburð. Ungar séu að komast á legg og þeir stundi gjarnan áhættusamari hegðun en eldri mávar. Hann segir máva eiga erfitt uppdráttar, líkt og aðra sjófugla, þeir þurfi á sínu plássi og gjarnan verða fyrir barðinu á því sem hann kallar tegundarasisma. 31.7.2023 14:37
Hvetur stjórnvöld til að lengja endurgreiðslutíma Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að lengja endurgreiðslutíma á stuðningslánum til fyrirtækja sem urðu fyrir tekjufalli í heimsfaraldrinum. Þetta kemur fram í tilkynningu. 31.7.2023 12:39
Landsréttur fellst á kröfu Björgólfs Thors um vanhæfi Landsréttur telur Jón Arnar Baldurs vanhæfan til þess að sitja sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Rétturinn fellst því á kröfu Björgólfs Thors sem krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki. 31.7.2023 11:47