Gengu upp á fjall á versta tíma í gær Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2023 11:40 Borgarbúar urðu flestir varir við eldingaveðrið í gær, enda voru þær ansi stórar líkt og þessi aðsenda mynd ber með sér sem tekin var í Grafarholti í Reykjavík í gær. Mikael Máni Snorrason Tveir fjallgöngugarpar sem héldu af stað í göngu upp á Reykjaborg við Mosfellsbæ í blíðskaparverðri síðdegis í gær urðu að koma sér niður með snarhasti vegna mikils eldingaveðurs sem gerði skyndilega vart við sig í næsta nágrenni. „Við skoðuðum veðurspána áður en við lögðum af stað og litum til himins. Þá var auðvitað bara heiðskýrt og sól,“ segir Thelma Rún van Erven sem gekk upp á fjall ásamt vinkonu sinni Bergnýju Ármannsdóttur í gær. Eins og Vísir greindi frá í gær barst veðrið innan úr landi með norðanátt til höfuðborgarsvæðisins. Veðurfræðingur sagðist mælast til þess að fólk haldi sig innandyra í slíku veðri. Þær Thelma og Bergný voru á svipuðum slóðum og eldingin sem fönguð var á myndinni í fréttinni hér fyrir neðan. Bongó blíða þegar þær lögðu af stað „Við göngum inn Húsadal við Mosfellsbæ um hálf fjögur leytið. Þá var veðrið fínt en þegar við komum innar í dalinn þá förum við að heyra drunur. Við hugsuðum báðar hvort þetta væru þrumur en hugsuðum með okkur að það gæti ekki verið. Það væru svo sjaldan þrumur á Íslandi!“ Þær hafi þá tekið eftir því að það hafi verið orðið ansi þungskýjað yfir Móskarðshnjúkum. Fyrir ofan þær hafi hinsvegar verið heiðskýrt og þær komnar hálfa leið og því ákveðið að klára gönguna. „Þegar við komum ofar þá heyrum við þetta alltaf koma nær. Svo þegar við erum akkúrat að toppa þá er eins og himin og jörð séu að farast. Ég hef aldrei heyrt svona háar þrumur. Okkur brá sjúklega mikið og það var nokkuð ljóst að það var kominn tími á að koma sér niður.“ Þær Thelma Rún og Bergný voru fljótar að koma sér niður þegar þær gerðu sér grein fyrir því að skollið væri á eldingaveður. Ekkert annað hafi verið í kring, enda mikill berangur uppi á Reykjaborg og þær vinkonur því líklega verið hæsti punkturinn á svæðinu, sem eldingar leita í. „Þannig að við löbbuðum svo bara rösklega niður og þá fór að hellirigna. En um leið og við vorum komnar aðeins neðar þá urðum við aðeins rólegri. Svo þegar við erum komnar í bílinn þá opnum við símann og sjáum fréttirnar af því fólk er beðið um að bíða með fjallgöngur og svakalega mynd af eldingu sem var bara þarna rétt fyrir aftan Reykjalund og við vorum einmitt sirka þar.“ Thelma segir veðrið svo hafa gengið yfir á örskömmum tíma. Þær vinkonur hafi farið í sund í Mosfellsbæ að göngu lokinni og þá var sólin mætt aftur á svæðið. Sól og blíða í upphafi ferðar, rétt áður en svört ský mættu. Thelma og Bergný segja skýin hafa verið fljót að fylla himininn. Veður Fjallamennska Mosfellsbær Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
„Við skoðuðum veðurspána áður en við lögðum af stað og litum til himins. Þá var auðvitað bara heiðskýrt og sól,“ segir Thelma Rún van Erven sem gekk upp á fjall ásamt vinkonu sinni Bergnýju Ármannsdóttur í gær. Eins og Vísir greindi frá í gær barst veðrið innan úr landi með norðanátt til höfuðborgarsvæðisins. Veðurfræðingur sagðist mælast til þess að fólk haldi sig innandyra í slíku veðri. Þær Thelma og Bergný voru á svipuðum slóðum og eldingin sem fönguð var á myndinni í fréttinni hér fyrir neðan. Bongó blíða þegar þær lögðu af stað „Við göngum inn Húsadal við Mosfellsbæ um hálf fjögur leytið. Þá var veðrið fínt en þegar við komum innar í dalinn þá förum við að heyra drunur. Við hugsuðum báðar hvort þetta væru þrumur en hugsuðum með okkur að það gæti ekki verið. Það væru svo sjaldan þrumur á Íslandi!“ Þær hafi þá tekið eftir því að það hafi verið orðið ansi þungskýjað yfir Móskarðshnjúkum. Fyrir ofan þær hafi hinsvegar verið heiðskýrt og þær komnar hálfa leið og því ákveðið að klára gönguna. „Þegar við komum ofar þá heyrum við þetta alltaf koma nær. Svo þegar við erum akkúrat að toppa þá er eins og himin og jörð séu að farast. Ég hef aldrei heyrt svona háar þrumur. Okkur brá sjúklega mikið og það var nokkuð ljóst að það var kominn tími á að koma sér niður.“ Þær Thelma Rún og Bergný voru fljótar að koma sér niður þegar þær gerðu sér grein fyrir því að skollið væri á eldingaveður. Ekkert annað hafi verið í kring, enda mikill berangur uppi á Reykjaborg og þær vinkonur því líklega verið hæsti punkturinn á svæðinu, sem eldingar leita í. „Þannig að við löbbuðum svo bara rösklega niður og þá fór að hellirigna. En um leið og við vorum komnar aðeins neðar þá urðum við aðeins rólegri. Svo þegar við erum komnar í bílinn þá opnum við símann og sjáum fréttirnar af því fólk er beðið um að bíða með fjallgöngur og svakalega mynd af eldingu sem var bara þarna rétt fyrir aftan Reykjalund og við vorum einmitt sirka þar.“ Thelma segir veðrið svo hafa gengið yfir á örskömmum tíma. Þær vinkonur hafi farið í sund í Mosfellsbæ að göngu lokinni og þá var sólin mætt aftur á svæðið. Sól og blíða í upphafi ferðar, rétt áður en svört ský mættu. Thelma og Bergný segja skýin hafa verið fljót að fylla himininn.
Veður Fjallamennska Mosfellsbær Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira