Segist voða lítið í „ef“ spurningum Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist ekki ætla að svara „ef“ spurningum um stuðning Framsóknar við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, komi til þess að vantrausti verði lýst yfir á hendur ráðherranum og sú tillaga mögulega studd af Sjálfstæðismönnum. 29.8.2023 12:18
Enginn titringur lengur á milli Carlsen og Niemann Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák og Hans Niemann, skákmeistari, hafa náð sáttum og segist Carlsen reiðubúinn til þess að tefla að nýju við Niemann á skákmótum í framtíðinni, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. 28.8.2023 23:19
Björk verðlaunuð fyrir Cornucopiu Björk Guðmundsdóttir hefur verið valin besti flytjandinn á AIM Independent Music Awards 2023 verðlaunahátíðinni. Tilkynnt var um tónlistarmenn sem tilnefndir voru og sigurvegara í síðustu viku en hátíðin verður haldin þann 26. september. 28.8.2023 22:37
Martha Stewart fór á stúfana á Íslandi með Dorrit Martha Stewart, athafnakona og sjónvarpsdrottning, var stödd á Íslandi um helgina en virðist nú vera komin til Grænlands ef marka má samfélagsmiðla. Hún fór á stúfana með Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú og heimsóttu þær ýmis fyrirtæki, meðal annars Íslenska erfðagreiningu. 28.8.2023 21:38
Sá bíllyklana sína á Vísi og fann loksins bílinn Björn Sigurðsson, hlaðmaður hjá Icelandair, fann bílinn sinn í dag við Víðimel í vesturbæ Reykjavíkur eftir rúma fjögurra vikna leit. Honum var stolið af starfsmannaplani á Reykjavíkurflugvelli í upphafi mánaðar en innbrotsþjófurinn tjónaði bílinn með því að keyra aftan á annan á Sæbrautinni og stinga af. 28.8.2023 20:35
Þyrla kölluð út vegna slyss á Kistufelli Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti unglingsstrák sem slasaðist þar sem hann var á göngu með skólahópi á Kistufelli á Vestfjörðum í dag. 28.8.2023 17:31
Ákvörðun um gæsluvarðhald í skútumáli tekin eftir helgi Lögregla segir að rannsókn á smygli 160 kílóa af hassi í skútu hingað til lands í júní gangi vel. Þrír eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins en það rennur út á mánudag. 26.8.2023 06:46
Eldislaxar fundust í Ósá í Patreksfirði Fjórir eldislaxar veiddust í net Arctic Fish sem fyrirtækið lagði undir eftirliti Fiskistofu nálægt ósi Ósár í Patreksfirði og í ánni sjálfri síðastliðinn miðvikudag. Matvælastofnun rannsakar hversu margir fiskar hafa sloppið. 25.8.2023 15:45
Ástandið ekki nógu gott við grunnskóla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir óhætt að segja að ástand umferðar við grunnskóla sé ekki nógu gott. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem lögreglan segist vera við umferðareftirlit þessa dagana. 25.8.2023 14:55
Kevin Hart í hjólastól og segist heimskastur í heimi Kevin Hart segist vera illa farinn eftir að hafa slasað sig í spretthlaupi með fyrrverandi NFL leikmanninum Stevan Ridley. Hann kveðst vera heimskasti maður í heimi en hann notar hjólastól tímabundið vegna meiðslanna. 25.8.2023 14:30