Björk verðlaunuð fyrir Cornucopiu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2023 22:37 Björk flutti Cornucopiu meðal annars á Coachella tónlistarhátíðinni í vor. Björk Guðmundsdóttir hefur verið valin besti flytjandinn á AIM Independent Music Awards 2023 verðlaunahátíðinni. Tilkynnt var um tónlistarmenn sem tilnefndir voru og sigurvegara í síðustu viku en hátíðin verður haldin þann 26. september. Björk hlýtur þau verðlaun fyrir Cornucopiu. Aðrir listamenn sem voru á úrtakslista eru BABYMETAL, Beebadoobee, MUNA og Reverend and the Makers. Verðlaunahátíðin hefur verið haldin síðan 2011 og verðlaunað ýmsa í tónlistarbransanum og má þar nefna Björk, Stormzy, Adele, The Prodigy, 4AD og marga fleiri. Markmið AIM samtakanna er að jafna stöðu sjálfstæðra tónlistarmanna og sjálfstæðra útgáfufyrirtækja á Englandi. Breska útgáfufyrirtækið One Little Independent er tilnefnt í flokknum besta sjálfstæða útgáfufyrirtækið en fyrirtækið hefur gefið út tónlist með Björk, Ásgeiri Trausta, Árnýju Margréti, Sykurmolunum og Kaktusi Einarssyni. Fyrsta september næstkomandi hefst Cornucopiu tónleikaferðalag Bjarkar um Evrópu. Fyrstu tónleikarnir munu fara fram í Lissabon, höfuðborg Portúgal. Nú þegar er uppselt á þrenna tónleika en Cornucopia hefur hlotið mikið lof áhorfenda um allan heim. View this post on Instagram A post shared by Bjo rk (@bjork) Tónlist Björk Mest lesið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Björk hlýtur þau verðlaun fyrir Cornucopiu. Aðrir listamenn sem voru á úrtakslista eru BABYMETAL, Beebadoobee, MUNA og Reverend and the Makers. Verðlaunahátíðin hefur verið haldin síðan 2011 og verðlaunað ýmsa í tónlistarbransanum og má þar nefna Björk, Stormzy, Adele, The Prodigy, 4AD og marga fleiri. Markmið AIM samtakanna er að jafna stöðu sjálfstæðra tónlistarmanna og sjálfstæðra útgáfufyrirtækja á Englandi. Breska útgáfufyrirtækið One Little Independent er tilnefnt í flokknum besta sjálfstæða útgáfufyrirtækið en fyrirtækið hefur gefið út tónlist með Björk, Ásgeiri Trausta, Árnýju Margréti, Sykurmolunum og Kaktusi Einarssyni. Fyrsta september næstkomandi hefst Cornucopiu tónleikaferðalag Bjarkar um Evrópu. Fyrstu tónleikarnir munu fara fram í Lissabon, höfuðborg Portúgal. Nú þegar er uppselt á þrenna tónleika en Cornucopia hefur hlotið mikið lof áhorfenda um allan heim. View this post on Instagram A post shared by Bjo rk (@bjork)
Tónlist Björk Mest lesið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira