Kevin Hart í hjólastól og segist heimskastur í heimi Kevin Hart segist vera illa farinn eftir að hafa slasað sig í spretthlaupi með fyrrverandi NFL leikmanninum Stevan Ridley. Hann kveðst vera heimskasti maður í heimi en hann notar hjólastól tímabundið vegna meiðslanna. 25.8.2023 14:30
Starfsfólk Kópavogsbæjar heim vegna myglu Starfsfólk sem vinnur á skrifstofum Velferðarsviðs Kópavogsbæjar eru heimavinnandi frá og með mánudeginum vegna myglu í húsnæði bæjarins í Fannborg 6. 25.8.2023 11:54
Óvíst að upplýsingar um þyngd og hæð séu réttar Óvíst er að upplýsingar um þyngd og hæð Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem skráðar voru þegar hann gaf sig fram í fangelsinu í Fulton-sýslu í Atlanta í gær séu réttar, að því er fram kemur í umfjöllun Washington Post. 25.8.2023 10:39
Valdi að verða sextug í stað þess að flytja til Eþíópíu Yrsa Sigurðardóttir, glæpasagnadrottning og margfaldur metsöluhöfundur, fagnar sextugsafmæli í dag. Hún segir ekkert planað í kvöld, annað en að skrifa næstu bók. Hún ætlar að halda upp á stórafmælið með pompi og prakt í febrúar að jólabókaflóði loknu og segist ekki geta beðið eftir að sjá Kulda, samnefnda mynd sem byggir á bók hennar og kemur í kvikmyndahús í næstu viku. 24.8.2023 16:50
Í fullum rétti til að setja stórt spurningamerki við hugmynd Guðrúnar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags-og vinnumarkaðsráðherra, sagðist heyra skilaboðin sem honum bárust vegna mála flóttafólks sem svipt hefur verið þjónustu. Ráðherrann ávarpaði fund sem haldinn var af 28 félagasamtökum í gær vegna málsins og sagðist meðal annars setja stórt spurningamerki við hugmyndir dómsmálaráðherra um lokað búsetuúrræði fyrir fólk í ólögmætri dvöl hérlendis. 24.8.2023 15:12
Skáksambandið vill halda Íslandsmótið í Mosfellsbæ Skáksamband Íslands vill halda Íslandsmótið í skák í Mosfellsbæ á næsta ári. Sambandið hefur sent bæjarstjóra Mosfellsbæ erindi vegna málsins. Stefnt er að því að halda mótið í apríl og/eða maí á næsta ári. 24.8.2023 11:22
Neytendastofa með rassíu í Skeifunni Neytendastofa hefur sektað verslanir 66°Norður, Hagkaups, Herralagersins og Kulda í Skeifunni vegna verðmerkinga, eða skorti þar á. 24.8.2023 10:57
Segir hefndarbrot gegn lögreglu viðvörunarmerki fyrir samfélagið Prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands segir íkveikju í bíl lögreglumanns sem rannsökuð er sem hefndaraðgerð vera viðvörunarmerki fyrir löggæsluyfirvöld og íslenskt samfélag. Hann segir ofbeldisbrotum gegn lögreglu þó ekki fara fjölgandi. 24.8.2023 10:33
Engar sjáanlegar breytingar á jarðhitavirkni Engar sjáanlegar breytingar hafa orðið á jarðhitavirkni í kringum Öskju og Víti. Hópur vísindamanna fór að Öskju að rannsaka aðstæður og unnið verður úr gögnum næstu daga. 23.8.2023 16:26
Svandís svarar umboðsmanni: Ekki unnt að ná markmiðum með öðru en frestun Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis þar sem óskað er eftir svörum vegna ákvörðunar ráðherra um að banna hvalveiðar tímabundið. Í svörunum segir meðal annars að ekki hafi verið talið unnt að ná markmiðum um dýravelferð með öðrum hætti en frestun upphafs veiðitímabils. 23.8.2023 10:29