Segir hefndarbrot gegn lögreglu viðvörunarmerki fyrir samfélagið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2023 10:33 Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Vísir/Einar Prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands segir íkveikju í bíl lögreglumanns sem rannsökuð er sem hefndaraðgerð vera viðvörunarmerki fyrir löggæsluyfirvöld og íslenskt samfélag. Hann segir ofbeldisbrotum gegn lögreglu þó ekki fara fjölgandi. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þar var Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur, gestur. Rætt var við hann um rannsókn héraðssaksóknara á íkveikju í bíl lögreglumanns í vesturbæ Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag. Íkveikjan er rannsökuð sem hefndaraðgerð og því sem brot gegn valdstjórninni. „Ef við skoðum ofbeldisbrot gegn lögreglu, þá höfum við ekki séð aukningu í slíkum málum síðustu misseri. Það hefur þó verið til staðar og þá er um að ræða ofbeldi gegn lögreglumönnum sem þá meiðast á vettvangi við skyldustörf,“ segir Helgi. Hann segir dæmið frá því í síðustu viku, þar sem kveikt var í bíl lögreglumanns fyrir utan heimili hans, tiltölulega einstakt. Vonandi sé um að ræða einangrað atvik. „En þetta er samt sem áður einhverskonar viðvörunarmerki fyrir löggæsluyfirvöld og kannski líka okkur sem samfélag um það hvernig við ætlum að takast á við þessa þjóðfélagsmynd sem er smám saman að myndast og verða til hjá okkur.“ Samfélagið sé orðið miklu margbreytilegra en það var heldur en til dæmis síðustu aldamót. Nú séu ólíkir menningarstraumar í íslensku samfélagi og segir Helgi mikilvægt að lögreglan sé næm á það hvernig taka megi á þeim straumum. „Menn þurfa að vera næmir á þessa ólíku þjóðfélagshópa og hafa skilning á aðstæðum þeirra og vera til þess búin að takast á við erfiðar aðstæður sem geta komið upp. Spurningin er alltaf hvers eðlis viðbúnaður lögreglu á að vera.“ Lögreglumál Bítið Lögreglan Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Lá við árekstra flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þar var Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur, gestur. Rætt var við hann um rannsókn héraðssaksóknara á íkveikju í bíl lögreglumanns í vesturbæ Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag. Íkveikjan er rannsökuð sem hefndaraðgerð og því sem brot gegn valdstjórninni. „Ef við skoðum ofbeldisbrot gegn lögreglu, þá höfum við ekki séð aukningu í slíkum málum síðustu misseri. Það hefur þó verið til staðar og þá er um að ræða ofbeldi gegn lögreglumönnum sem þá meiðast á vettvangi við skyldustörf,“ segir Helgi. Hann segir dæmið frá því í síðustu viku, þar sem kveikt var í bíl lögreglumanns fyrir utan heimili hans, tiltölulega einstakt. Vonandi sé um að ræða einangrað atvik. „En þetta er samt sem áður einhverskonar viðvörunarmerki fyrir löggæsluyfirvöld og kannski líka okkur sem samfélag um það hvernig við ætlum að takast á við þessa þjóðfélagsmynd sem er smám saman að myndast og verða til hjá okkur.“ Samfélagið sé orðið miklu margbreytilegra en það var heldur en til dæmis síðustu aldamót. Nú séu ólíkir menningarstraumar í íslensku samfélagi og segir Helgi mikilvægt að lögreglan sé næm á það hvernig taka megi á þeim straumum. „Menn þurfa að vera næmir á þessa ólíku þjóðfélagshópa og hafa skilning á aðstæðum þeirra og vera til þess búin að takast á við erfiðar aðstæður sem geta komið upp. Spurningin er alltaf hvers eðlis viðbúnaður lögreglu á að vera.“
Lögreglumál Bítið Lögreglan Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Lá við árekstra flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent