Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Var á sínum besta tíma en rankaði við sér í sjúkra­tjaldi

Kristján Haf­þórs­son, stjórnandi Jákastsins, var í góðum gír í Reykja­víkur­mara­þoninu í gær og í þann mund að setja sinn besta tíma í hálf­mara­þoni þegar hann rankaði skyndi­lega við sér í sjúkra­tjaldi. Á­stæðan reyndist of­reynsla og of­þornun og flytja þurfti Kristján á Land­spítalann.

Tvö göt í fisk­eldiskví í Pat­reks­firði

Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindis­dal í Pat­reks­firði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­laginu.

Marinó hættir sem for­stjóri Kviku

Marinó Örn Tryggva­son hefur látið af störfum sem for­stjóri Kviku banka. Þetta kemur fram í til­kynningu til Kaup­hallarinnar. Þar segir að Ár­mann Þor­valds­son hafi verið ráðinn til starfa í stað Marinós og hefur hann þegar störf.

Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar.

Há­lendið, pólitíkin og staða flótta­fólks í Sprengi­sandi

Há­lendið og fram­tíð þess, staðan í pólitíkinni og staða fólks sem synjað hefur verið um al­þjóð­lega vernd en hefur lent á götunni verða til um­ræðu í þjóð­mála­þættinum Sprengi­sandi á Bylgjunni klukkan tíu. Í þættinum fær Kristján Kristjáns­son til sín góða gesti og fer yfir þau mál­efni sem efst eru á baugi í sam­fé­laginu hverju sinni.

Búa sig undir flóð og „sögu­lega mikla“ rigningu vegna Hilary

Yfir­völd í Mexíkó og í Banda­ríkjunum búa sig nú undir komu felli­bylsins Hilary en því mun fylgja gríðar­leg rigning og búa yfir­völd í Kali­forníu­ríki sig undir mikil flóð vegna veður­ofsans sem óttast er að geti valdið mann­skaða.

Tíu ára fangelsi vegna dauða leikara úr The Wire

Ir­vin Carta­gena, dóp­sali í New York borg í Banda­ríkjunum, hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa út­vegað leikaranum Michael K Willi­ams, sem þekktastur er fyrir hlut­verk sitt í HBO þáttunum The Wire, heróín sem búið var að blanda saman við fentaníl en efnið dró leikarann til dauða.

Sjá meira