Heitt vatn aftur komið á í Hafnarfirði og Garðabæ Heitt vatn er aftur komið á í Hafnarfirði og í Garðabæ, allt kerfið og ættu allir íbúar að hafa fengið fullan þrýstin á vatnið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. 23.8.2023 09:43
Var á sínum besta tíma en rankaði við sér í sjúkratjaldi Kristján Hafþórsson, stjórnandi Jákastsins, var í góðum gír í Reykjavíkurmaraþoninu í gær og í þann mund að setja sinn besta tíma í hálfmaraþoni þegar hann rankaði skyndilega við sér í sjúkratjaldi. Ástæðan reyndist ofreynsla og ofþornun og flytja þurfti Kristján á Landspítalann. 21.8.2023 07:00
Húsið ekki samþykkt íbúðarhúsnæði og var á lista slökkviliðsins Húsið sem brann við Hvaleyrarbraut var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og var á lista slökkviliðsins yfir húsnæði sem þyrfti að skoða betur. Sautján voru skráðir til heimilis í húsinu. Ekki er enn vitað hvernig eldur kviknaði í húsnæðinu. 20.8.2023 17:46
Tvö göt í fiskeldiskví í Patreksfirði Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 20.8.2023 16:19
Reykurinn frá eldsvoðanum í Hafnarfirði úr lofti Gríðarlegan reyk leggur nú upp frá eldsvoða í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut. Reykurinn sést víða á höfuðborgarsvæðinu en slökkvilið vinnur enn að því að slökkva eldinn. 20.8.2023 16:04
Marinó hættir sem forstjóri Kviku Marinó Örn Tryggvason hefur látið af störfum sem forstjóri Kviku banka. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir að Ármann Þorvaldsson hafi verið ráðinn til starfa í stað Marinós og hefur hann þegar störf. 20.8.2023 14:44
Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar. 20.8.2023 12:49
Hálendið, pólitíkin og staða flóttafólks í Sprengisandi Hálendið og framtíð þess, staðan í pólitíkinni og staða fólks sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd en hefur lent á götunni verða til umræðu í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni klukkan tíu. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 20.8.2023 09:32
Búa sig undir flóð og „sögulega mikla“ rigningu vegna Hilary Yfirvöld í Mexíkó og í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Hilary en því mun fylgja gríðarleg rigning og búa yfirvöld í Kaliforníuríki sig undir mikil flóð vegna veðurofsans sem óttast er að geti valdið mannskaða. 19.8.2023 23:31
Tíu ára fangelsi vegna dauða leikara úr The Wire Irvin Cartagena, dópsali í New York borg í Bandaríkjunum, hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa útvegað leikaranum Michael K Williams, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í HBO þáttunum The Wire, heróín sem búið var að blanda saman við fentaníl en efnið dró leikarann til dauða. 19.8.2023 22:23