Búa sig undir flóð og „sögulega mikla“ rigningu vegna Hilary Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2023 23:31 Íbúar í San Bernardino í Kaliforníu undirbúa sig undir komu Hilary með því að safna sandi í poka til að nýta í flóðavarnir. Vísir/AP Yfirvöld í Mexíkó og í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Hilary en því mun fylgja gríðarleg rigning og búa yfirvöld í Kaliforníuríki sig undir mikil flóð vegna veðurofsans sem óttast er að geti valdið mannskaða. Í umfjöllun Guardian kemur fram að fellibylurinn sé nú skammt frá vesturströnd Bandaríkjanna og Mexíkó. Búist er við því að veðurofsinn fari minnkandi á næstu dögum og verði orðinn að hitabeltisstormi þegar hann fer yfir suðurhluta Kaliforníuríkis. Ef af verður er um að ræða fyrsta hitabeltisstorminn sem fer yfir Kaliforníu í 84 ár. Hafa yfirvöld í Bandaríkjunum áhyggjur af þeirri gríðarlegu rigningu sem fylgja mun veðrinu og flóðum sem munu fylgja. Yfirvöld í Mexíkó hafa þegar gert ráðstafanir vegna komu Hilary og meðal annars boðað lokun skóla næstu daga. Haft er eftir Montserrat Caballero Ramírez, borgarstjóra Tíjúana borgar þar sem búa yfir 1,9 milljónir manna, að opnaðar verði í hið minnsta fjórar fjöldahjálparstöðvar í borginni á meðan veðrið ríður yfir. Í umfjöllun Guardian kemur fram að yfirvöld í suðurhluta Kaliforníuríkis hafi á meðan róið að því öllum árum að koma heimilislausu fólki í skjól áður en veðrið ríður yfir. Þá hefur Joe Biden, Bandaríkjaforseti, sagt ríkisstjórnina fylgjast með málum vegna veðursins. Haft er eftir Janice Hahn, formanni viðbragðsnefndar á vegum Los Angeles sýslu að enginn hafi búist við því að þurfa nokkurn tímann að þurfa að undirbúa sig undir slíkt veður. Verið sé að vinna að því að aðstoða íbúa við að undirbúa sig fyrir veðrið, meðal annars með því að útdeila sandpokum til flóðvarna. Þá er haft eftir Kristen Corbosiero, loftlagsvísindamanni á vegum Albany háskóla að ef rigni eins mikið og búist sé við, sé það sögulegt met. Búist er við um sex sentímetra rigningu. „Slíkt hefur aldrei áður gerst í suðurhluta Kaliforníu,“ segir Kristen. Bandaríkin Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Í umfjöllun Guardian kemur fram að fellibylurinn sé nú skammt frá vesturströnd Bandaríkjanna og Mexíkó. Búist er við því að veðurofsinn fari minnkandi á næstu dögum og verði orðinn að hitabeltisstormi þegar hann fer yfir suðurhluta Kaliforníuríkis. Ef af verður er um að ræða fyrsta hitabeltisstorminn sem fer yfir Kaliforníu í 84 ár. Hafa yfirvöld í Bandaríkjunum áhyggjur af þeirri gríðarlegu rigningu sem fylgja mun veðrinu og flóðum sem munu fylgja. Yfirvöld í Mexíkó hafa þegar gert ráðstafanir vegna komu Hilary og meðal annars boðað lokun skóla næstu daga. Haft er eftir Montserrat Caballero Ramírez, borgarstjóra Tíjúana borgar þar sem búa yfir 1,9 milljónir manna, að opnaðar verði í hið minnsta fjórar fjöldahjálparstöðvar í borginni á meðan veðrið ríður yfir. Í umfjöllun Guardian kemur fram að yfirvöld í suðurhluta Kaliforníuríkis hafi á meðan róið að því öllum árum að koma heimilislausu fólki í skjól áður en veðrið ríður yfir. Þá hefur Joe Biden, Bandaríkjaforseti, sagt ríkisstjórnina fylgjast með málum vegna veðursins. Haft er eftir Janice Hahn, formanni viðbragðsnefndar á vegum Los Angeles sýslu að enginn hafi búist við því að þurfa nokkurn tímann að þurfa að undirbúa sig undir slíkt veður. Verið sé að vinna að því að aðstoða íbúa við að undirbúa sig fyrir veðrið, meðal annars með því að útdeila sandpokum til flóðvarna. Þá er haft eftir Kristen Corbosiero, loftlagsvísindamanni á vegum Albany háskóla að ef rigni eins mikið og búist sé við, sé það sögulegt met. Búist er við um sex sentímetra rigningu. „Slíkt hefur aldrei áður gerst í suðurhluta Kaliforníu,“ segir Kristen.
Bandaríkin Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Sjá meira