Búa sig undir flóð og „sögulega mikla“ rigningu vegna Hilary Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2023 23:31 Íbúar í San Bernardino í Kaliforníu undirbúa sig undir komu Hilary með því að safna sandi í poka til að nýta í flóðavarnir. Vísir/AP Yfirvöld í Mexíkó og í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Hilary en því mun fylgja gríðarleg rigning og búa yfirvöld í Kaliforníuríki sig undir mikil flóð vegna veðurofsans sem óttast er að geti valdið mannskaða. Í umfjöllun Guardian kemur fram að fellibylurinn sé nú skammt frá vesturströnd Bandaríkjanna og Mexíkó. Búist er við því að veðurofsinn fari minnkandi á næstu dögum og verði orðinn að hitabeltisstormi þegar hann fer yfir suðurhluta Kaliforníuríkis. Ef af verður er um að ræða fyrsta hitabeltisstorminn sem fer yfir Kaliforníu í 84 ár. Hafa yfirvöld í Bandaríkjunum áhyggjur af þeirri gríðarlegu rigningu sem fylgja mun veðrinu og flóðum sem munu fylgja. Yfirvöld í Mexíkó hafa þegar gert ráðstafanir vegna komu Hilary og meðal annars boðað lokun skóla næstu daga. Haft er eftir Montserrat Caballero Ramírez, borgarstjóra Tíjúana borgar þar sem búa yfir 1,9 milljónir manna, að opnaðar verði í hið minnsta fjórar fjöldahjálparstöðvar í borginni á meðan veðrið ríður yfir. Í umfjöllun Guardian kemur fram að yfirvöld í suðurhluta Kaliforníuríkis hafi á meðan róið að því öllum árum að koma heimilislausu fólki í skjól áður en veðrið ríður yfir. Þá hefur Joe Biden, Bandaríkjaforseti, sagt ríkisstjórnina fylgjast með málum vegna veðursins. Haft er eftir Janice Hahn, formanni viðbragðsnefndar á vegum Los Angeles sýslu að enginn hafi búist við því að þurfa nokkurn tímann að þurfa að undirbúa sig undir slíkt veður. Verið sé að vinna að því að aðstoða íbúa við að undirbúa sig fyrir veðrið, meðal annars með því að útdeila sandpokum til flóðvarna. Þá er haft eftir Kristen Corbosiero, loftlagsvísindamanni á vegum Albany háskóla að ef rigni eins mikið og búist sé við, sé það sögulegt met. Búist er við um sex sentímetra rigningu. „Slíkt hefur aldrei áður gerst í suðurhluta Kaliforníu,“ segir Kristen. Bandaríkin Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Í umfjöllun Guardian kemur fram að fellibylurinn sé nú skammt frá vesturströnd Bandaríkjanna og Mexíkó. Búist er við því að veðurofsinn fari minnkandi á næstu dögum og verði orðinn að hitabeltisstormi þegar hann fer yfir suðurhluta Kaliforníuríkis. Ef af verður er um að ræða fyrsta hitabeltisstorminn sem fer yfir Kaliforníu í 84 ár. Hafa yfirvöld í Bandaríkjunum áhyggjur af þeirri gríðarlegu rigningu sem fylgja mun veðrinu og flóðum sem munu fylgja. Yfirvöld í Mexíkó hafa þegar gert ráðstafanir vegna komu Hilary og meðal annars boðað lokun skóla næstu daga. Haft er eftir Montserrat Caballero Ramírez, borgarstjóra Tíjúana borgar þar sem búa yfir 1,9 milljónir manna, að opnaðar verði í hið minnsta fjórar fjöldahjálparstöðvar í borginni á meðan veðrið ríður yfir. Í umfjöllun Guardian kemur fram að yfirvöld í suðurhluta Kaliforníuríkis hafi á meðan róið að því öllum árum að koma heimilislausu fólki í skjól áður en veðrið ríður yfir. Þá hefur Joe Biden, Bandaríkjaforseti, sagt ríkisstjórnina fylgjast með málum vegna veðursins. Haft er eftir Janice Hahn, formanni viðbragðsnefndar á vegum Los Angeles sýslu að enginn hafi búist við því að þurfa nokkurn tímann að þurfa að undirbúa sig undir slíkt veður. Verið sé að vinna að því að aðstoða íbúa við að undirbúa sig fyrir veðrið, meðal annars með því að útdeila sandpokum til flóðvarna. Þá er haft eftir Kristen Corbosiero, loftlagsvísindamanni á vegum Albany háskóla að ef rigni eins mikið og búist sé við, sé það sögulegt met. Búist er við um sex sentímetra rigningu. „Slíkt hefur aldrei áður gerst í suðurhluta Kaliforníu,“ segir Kristen.
Bandaríkin Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira