Fimm stórir skjálftar á 25 mínútum við Fagradalsfjall Enn nötrar jörðin á suðvesturhorninu þar sem stórir skjálftar finnast. Stór skjálfti að stærð 4,4 reið yfir upp úr klukkan tólf og virðist ekkert lát á skjálftavirkninni sem verið hefur á svæðinu undanfarna tvo sólarhringa. 26.2.2021 12:08
Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur. 24.2.2021 19:30
Jarðskjálftavirknin ein sú mesta sem sést hefur á Reykjanesi Jarðskjálftahrinan á Suðurnesjum er enn í gangi og allt eins von á að fleiri skjálftar finnist í byggð. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands, segir mjög öfluga virkni á svæðinu en jarðskjálftar hafi komið hver á eftir öðrum nú í rúma klukkustund 24.2.2021 11:50
Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna mögulegra á skriðufalla. Rýma á hátt í fimmtíu hús í bænum. 16.2.2021 15:19
Ráðherra segir tilefni til að skoða tilslakanir Heilbrigðisráðherra telur tilefni til að skoða hvort hægt sé að létta á samkomutakmörkunum á næstunni. 12.2.2021 15:39
„Ég veit að ríkið gaf hálfan hund í fyrra“ Átján manns bíða eftir því að fá blindrahunda en Blindrafélagið ræður einungis við það að úthluta tveimur slíkum hundum á ári. Hvorki ríki né sveitarfélög taka þátt í kostnaðinum. vegna blindrahunda. 10.2.2021 20:58
Klár í framlínuna eftir seinni sprautuna Lögreglumenn í framlínu, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að streyma í Laugardalshöll klukkan 13 í dag þar sem þeir fengu seinni Moderna sprautuna sína. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að planið hafi verið að bólusetja 400 manns fyrsta klukkutímann og stefndi í að það gengi eftir. 10.2.2021 14:02
„Ég myndi nú ekki kalla þetta vonbrigði“ Heilbrigðisráðherra segist hafa haft hóflegar væntingar um að Íslendingum yrði boðið að taka þátt í bóluefnarannsókn á vegum lyfjafyrirtækisins Pfizer. Ráðherrann er vongóður um að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar í sumar. 10.2.2021 11:59
„Vonin hefur dvínað“ Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi. 7.2.2021 22:04
Myndir frá leitinni: Víðtæk leit hefur enn engan árangur borið Víðtæk leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 hefur enn engan árangur borið. Stefnt er að því að leita af fullum þunga í dag alveg þar til dimmir. 7.2.2021 12:28