Blíðviðri og ekkert lúsmý Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. júní 2022 10:44 Bergrún Arna Þorsteinsdóttir aðstoðarskógarvörður í Hallormsstaðarskógi segir skóginn skarta sínu fegursta þessa dagana. aðsend Sólin kemur til með að leika við Austfirðinga næstu dagana ef veðurspár ganga eftir. Blíðu á Austurlandi fylgja jafnan margir gestir á tjaldsvæðum á svæðinu og er því undirbúningur á fullu á tjaldsvæðunum í Atlavík og Höfðavík. Bergrún Arna Þorsteinsdóttir aðstoðarskógarvörður í Hallormsstaðarskógi segir hlýtt á svæðinu í dag og fallegt veður. Hún segir næstu daga leggjast vel í hana en skógurinn skarti sínu fegursta þessa dagana. „Það leggst alltaf vel í mig þegar það er góð spá. Skógurinn er svakalega fallegur. Hann er í miklum blóma. Ég hef aldrei séð hann svona fallegan áður en skógurinn er gróskumikill eftir gott sumar í fyrra.“ Lúsmý hefur leikið ferðalanga á Suðurlandi grátt síðustu daga en gestir í Hallormsstaðarskógi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða bitnir af lúsmýi að sögn Bergrúnar. „Það er ekkert lúsmý hér og það er ekkert mý á tjaldsvæðinu. Það er ekki komið lúsmý hingað austur.“ Þó fáir séu á tjaldsvæðinum í skóginum núna má búast við að þétt verði tjaldað í sumar ef veðrið verður eins og í fyrra.Aðsend Um átta hundruð gestir geta verið á tjaldsvæðunum í skóginum í einu en í fyrra fylltust þau oft þar sem veðrið hreinlega lék við gesti. Bergrún segir fáa enn á tjaldsvæðinu en þar séu nú um tuttugu og fimm tjöld. Í miðri viku sé alltaf nokkuð um erlenda ferðamenn en Íslendingar komi enn helst um helgar. Reynslan hafi þó sýnt að það fjölgi jafnan á svæðinu eftir 20. júní þegar landsmenn byrja margir hverjir í sumarfríi. Hún á allt eins von á að nóg verði að gera í sumar sér í lagi ef sólin verður duglega að láta sjá sig. „Sérstaklega um helgar en þær geta verið góðar ef það er bongóblíða.“ Tjaldsvæði Múlaþing Veður Lúsmý Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Komu að tjaldsvæðinu lokuðu og enduðu sem tjaldverðir Tveir ungir karlmenn höfðu ætlað sér að búa í tjaldi á Eskifirði í sumar á meðan þeir ynnu í álveri Alcoa á Reyðarfirði. Skömmu eftir að þeir höfðu komið sér vel fyrir á tjaldsvæði kom í ljós að loka átti tjaldsvæðinu vegna skorts á tjaldvörðum. Þeir voru ekki lengi að taka starfið einfaldlega að sér sjálfir. 12. júní 2022 11:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Bergrún Arna Þorsteinsdóttir aðstoðarskógarvörður í Hallormsstaðarskógi segir hlýtt á svæðinu í dag og fallegt veður. Hún segir næstu daga leggjast vel í hana en skógurinn skarti sínu fegursta þessa dagana. „Það leggst alltaf vel í mig þegar það er góð spá. Skógurinn er svakalega fallegur. Hann er í miklum blóma. Ég hef aldrei séð hann svona fallegan áður en skógurinn er gróskumikill eftir gott sumar í fyrra.“ Lúsmý hefur leikið ferðalanga á Suðurlandi grátt síðustu daga en gestir í Hallormsstaðarskógi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða bitnir af lúsmýi að sögn Bergrúnar. „Það er ekkert lúsmý hér og það er ekkert mý á tjaldsvæðinu. Það er ekki komið lúsmý hingað austur.“ Þó fáir séu á tjaldsvæðinum í skóginum núna má búast við að þétt verði tjaldað í sumar ef veðrið verður eins og í fyrra.Aðsend Um átta hundruð gestir geta verið á tjaldsvæðunum í skóginum í einu en í fyrra fylltust þau oft þar sem veðrið hreinlega lék við gesti. Bergrún segir fáa enn á tjaldsvæðinu en þar séu nú um tuttugu og fimm tjöld. Í miðri viku sé alltaf nokkuð um erlenda ferðamenn en Íslendingar komi enn helst um helgar. Reynslan hafi þó sýnt að það fjölgi jafnan á svæðinu eftir 20. júní þegar landsmenn byrja margir hverjir í sumarfríi. Hún á allt eins von á að nóg verði að gera í sumar sér í lagi ef sólin verður duglega að láta sjá sig. „Sérstaklega um helgar en þær geta verið góðar ef það er bongóblíða.“
Tjaldsvæði Múlaþing Veður Lúsmý Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Komu að tjaldsvæðinu lokuðu og enduðu sem tjaldverðir Tveir ungir karlmenn höfðu ætlað sér að búa í tjaldi á Eskifirði í sumar á meðan þeir ynnu í álveri Alcoa á Reyðarfirði. Skömmu eftir að þeir höfðu komið sér vel fyrir á tjaldsvæði kom í ljós að loka átti tjaldsvæðinu vegna skorts á tjaldvörðum. Þeir voru ekki lengi að taka starfið einfaldlega að sér sjálfir. 12. júní 2022 11:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Komu að tjaldsvæðinu lokuðu og enduðu sem tjaldverðir Tveir ungir karlmenn höfðu ætlað sér að búa í tjaldi á Eskifirði í sumar á meðan þeir ynnu í álveri Alcoa á Reyðarfirði. Skömmu eftir að þeir höfðu komið sér vel fyrir á tjaldsvæði kom í ljós að loka átti tjaldsvæðinu vegna skorts á tjaldvörðum. Þeir voru ekki lengi að taka starfið einfaldlega að sér sjálfir. 12. júní 2022 11:00