Léleg lagerstaða í Blóðbankanum: „Staðan er grafalvarleg“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. júní 2022 21:42 Ína Björg Hjálmarsdóttir deildarstjóri Blóðbankans hefur áhyggjur af stöðunni. Sér í lagi þar sem reynslan hefur sýnt að færri mæta til að gefa blóð yfir sumartímann. Vísir/Arnar Blóðgjöfum hefur fækkað á síðustu árum sem hefur haft þau áhrif að birgðir Blóðbankans eru nú undir öryggismörkum. Deildarstjóri bankans hefur áhyggjur af komandi sumri. Landspítalinn sendi í dag frá sér ákall til fólks um að koma í Blóðbankann og gefa blóð vegna slæmrar birgðastöð í bankanum. „Staðan er grafalvarleg. Lagerstaðan er bara mjög léleg og þetta stefnir öryggi sjúklinga í hættu og þetta er staða sem við þurfum að vinna upp á næstu dögum til þess að geta annað þeirri eftirspurn sem upp kemur,“ segir Ína Björg Hjálmarsdóttir deildarstjóri Blóðbankans. Um helmingi meira þarf að vera til á lagernum að mati Ínu til að öryggi sé tryggt. „Við eigum svona sirka kannski tvö hundruð og sjötíu einingar hér í húsi. Við viljum eiga fjögur hundruð, fjögur hundruð og fimmtíu, fjögur hundruð og fimmtíu þá erum við nokkuð sátt. Þannig að við erum langt undir því.“ Ína hefur áhyggjur af komandi sumri. „Það er ekki gott að byrja svona í júníbyrjun með mjög lélegan lager.“ Nokkuð var að gera í Blóðbankanum í dag eftir að ákallið var sent út en margir þar eru fastagestir. „Blóðbílinn ég bara eitthvað villtist inn í hann og síðan bara er eitthvað sem er auðvelt að gera, þannig að það er bara minnsta mál,“ segir Tómas Albert Holton einn þessara fastagesta. Ína segir að í kringum átta þúsund blóðgjafar komi í bankann á hverju ári en erfiðlega hefur gengið að fá nýja blóðgjafa. „Við erum náttúrulega með minnkandi hóp blóðgjafa því að við höfum ekki getað farið í blóðsöfnunarferðir. Við höfum aðallega verið að fá blóðgjafa af stór Reykjavíkursvæðinu og í kringum Akureyri. Við höfum ekki getað notað blóðbankabílinn vegna Covid. Þannig að tvö ár án þess að fá inn marga nýja það hefur áhrif á blóðgjafahópinn.“ Ína segir að blóðið sem safnist fari að mestu leyti til krabbameinssjúklinga, þeirra sem fari í aðgerðir og þeirra sem lendi í slysum. „Nú er fólk að fara í ferðalög. Bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn. Þannig að þá fáum við fleiri slys. Þá fáum við meiri notkun og þá þurfum við að eiga nóg.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Blóðgjöf Tengdar fréttir Blóðbirgðir komnar niður fyrir öryggismörk í Blóðbankanum Síðustu þrír mánuðir hafa verið erfiðir hjá Blóðbankanum og eru öryggisbirgðir blóðs nú undir viðmiðunarmörkum. Hlutfallslega færri konur gefa blóð hérlendis en í nágrannalöndunum og telur bankinn þar leynast mikilvægt sóknarfæri til framtíðar. 31. janúar 2022 17:28 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Landspítalinn sendi í dag frá sér ákall til fólks um að koma í Blóðbankann og gefa blóð vegna slæmrar birgðastöð í bankanum. „Staðan er grafalvarleg. Lagerstaðan er bara mjög léleg og þetta stefnir öryggi sjúklinga í hættu og þetta er staða sem við þurfum að vinna upp á næstu dögum til þess að geta annað þeirri eftirspurn sem upp kemur,“ segir Ína Björg Hjálmarsdóttir deildarstjóri Blóðbankans. Um helmingi meira þarf að vera til á lagernum að mati Ínu til að öryggi sé tryggt. „Við eigum svona sirka kannski tvö hundruð og sjötíu einingar hér í húsi. Við viljum eiga fjögur hundruð, fjögur hundruð og fimmtíu, fjögur hundruð og fimmtíu þá erum við nokkuð sátt. Þannig að við erum langt undir því.“ Ína hefur áhyggjur af komandi sumri. „Það er ekki gott að byrja svona í júníbyrjun með mjög lélegan lager.“ Nokkuð var að gera í Blóðbankanum í dag eftir að ákallið var sent út en margir þar eru fastagestir. „Blóðbílinn ég bara eitthvað villtist inn í hann og síðan bara er eitthvað sem er auðvelt að gera, þannig að það er bara minnsta mál,“ segir Tómas Albert Holton einn þessara fastagesta. Ína segir að í kringum átta þúsund blóðgjafar komi í bankann á hverju ári en erfiðlega hefur gengið að fá nýja blóðgjafa. „Við erum náttúrulega með minnkandi hóp blóðgjafa því að við höfum ekki getað farið í blóðsöfnunarferðir. Við höfum aðallega verið að fá blóðgjafa af stór Reykjavíkursvæðinu og í kringum Akureyri. Við höfum ekki getað notað blóðbankabílinn vegna Covid. Þannig að tvö ár án þess að fá inn marga nýja það hefur áhrif á blóðgjafahópinn.“ Ína segir að blóðið sem safnist fari að mestu leyti til krabbameinssjúklinga, þeirra sem fari í aðgerðir og þeirra sem lendi í slysum. „Nú er fólk að fara í ferðalög. Bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn. Þannig að þá fáum við fleiri slys. Þá fáum við meiri notkun og þá þurfum við að eiga nóg.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Blóðgjöf Tengdar fréttir Blóðbirgðir komnar niður fyrir öryggismörk í Blóðbankanum Síðustu þrír mánuðir hafa verið erfiðir hjá Blóðbankanum og eru öryggisbirgðir blóðs nú undir viðmiðunarmörkum. Hlutfallslega færri konur gefa blóð hérlendis en í nágrannalöndunum og telur bankinn þar leynast mikilvægt sóknarfæri til framtíðar. 31. janúar 2022 17:28 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Blóðbirgðir komnar niður fyrir öryggismörk í Blóðbankanum Síðustu þrír mánuðir hafa verið erfiðir hjá Blóðbankanum og eru öryggisbirgðir blóðs nú undir viðmiðunarmörkum. Hlutfallslega færri konur gefa blóð hérlendis en í nágrannalöndunum og telur bankinn þar leynast mikilvægt sóknarfæri til framtíðar. 31. janúar 2022 17:28