Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Albert Guð­munds­son kærður fyrir kyn­ferðis­brot

Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. Knattspyrnusambandi Íslands barst staðfesting á kærunni í morgun. Hann fær ekki að koma fram fyrir hönd Íslands á meðan málið er rannsakað.

Hag­kerfið enn­þá yfir­spennt

Seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar sagði að hagkerfið væri ennþá yfirspennt þegar nefndin hækkaði stýrivexti fjórtánda skiptið í röð í morgun. Peningastefnan hafi virkað en verkefnið hafi stækkað vegna gríðarlegs hagvaxtar.

Leita enn rétt­lætis ára­tug eftir efna­vopna­á­rás Assads

Íbúar í Ghouta, úthverfi Damaskusar, eru gramir yfir því að enginn hafi verið látinn sæta ábyrgð á efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins sem varð á annað þúsund manns að bana árið 2013. Þvert á móti sé Bashar al-Assad, forseti, aftur boðinn velkominn í alþjóðasamfélagið.

Segja Bank­man-Fri­ed lifa á vatni og brauði í tugt­húsinu

Verjandi Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, sagði að hann lifði aðeins á vatni og brauði í fangelsi vegna þess að honum væri ekki boðið upp á veganfæði þar. Bankman-Fried neitaði sök þegar saksóknarar lögðu fram uppfærða ákæru á hendur honum í dag.

Fast­eigna­mógúll nýr for­sætis­ráð­herra Taí­lands

Bundinn var enda á upplausnarástand sem ríkt hefur í taílenskum stjórnmálum frá þingkosningum í maí þegar ný ríkisstjórn undir forsæti Srettha Thavisin, þekkts fasteignamógúls, var staðfest í dag. Flokknum sem fékk flest atkvæði í kosningunum var haldið frá ríkisstjórn.

Fleiri hundraða enn saknað eftir gróður­eldana á Maui

Sveitarstjóri á Maui á Havaíeyjum segir að 850 manns sé enn saknað eftir gróðureldana sem ollu hörmungum á eyjunni í síðustu viku. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eingkona hans ætla að kynna sér hamfarasvæðið í dag.

Sjá meira