Ákærður fyrir að fjármagna fjarhægri dagblað með peningaþvætti Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2024 08:41 Peningaþvættið virkaði þannig að fjármálastjórinn keypti illa fengið reiðufé með afslætti fyrir rafmyntir. Ávinningnum var svo veitt inn í rekstur Epoch Times. Vísir/Getty Fjármálastjóri bandaríska fjarhægri dagblaðsins Epoch Times var handtekinn og ákærður fyrir aðild að stórfelldu peningaþvættismáli. Blaðið sjálft er sagt hafa verið fjármagnað að miklu leyti með ágóða af peningaþvættinu. Saksóknarar í Bandaríkjunum segja að Weidong „Bill“ Guan, fjármálastjóri Epoch Times, hafi tekið þátt í að þvætta að minnsta kosti 67 milljónir dollara, jafnvirði rúmra 9,2 milljarða króna, af illa fengnu reiðufé. Það hafi Guan gert í gegnum teymi hjá blaðinu sem nefndist „Græddu pening á netinu“ sem notaði rafmyntir til þess að kaupa reiðufé með afslætti. Uppruni fjárins var meðal annars atvinnuleysisbætur sem höfðu verið sviknar út. Ágóðinn var svo færður inn á reikning félaga sem tengdust blaðinu eftir krókaleiðum með tugum þúsunda millifærslna. Þær fóru meðal annars fram í gegnum fyrirframgreidd debitkort og bankareikninga sem voru stofnaðir með stolnum skilríkjum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Epoch Times er sagt hafa hagnast um tugi milljóna dollara á peningaþvættinu. Árið sem það hófst jukust árstekjur blaðsins um 410 prósent á milli ára. Guan hélt því fram að tekjuaukningin skýrðist af framlögum lesenda. Lýsti yfir sakleysi fyrir dómi Guan gæti átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Hann lýsti yfir sakleysi þegar hann kom fyrir dómara í New York í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Epoch Times segir að honum hafi verið vikið frá störfum tímabundið og að blaðið taki fullan þátt í rannsókn málsins. Saksóknarar segja að málið tengist ekki fréttaöflun fjölmiðlafyrirtækisins. Epoch Times var stofnað af Bandaríkjamönnum af kínverskum uppruna sem tengdust trúarhópnum Falun Gong árið 2000. Það er nú eitt áhrifamesta dagblaðið á hægri væng bandarískra stjórnmála og er ekki feimið við að dreifa ýmis konar samsæriskenningum og upplýsingafalsi af fjarhægrivængnum. Fjölmiðlar Erlend sakamál Bandaríkin Kína Rafmyntir Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Saksóknarar í Bandaríkjunum segja að Weidong „Bill“ Guan, fjármálastjóri Epoch Times, hafi tekið þátt í að þvætta að minnsta kosti 67 milljónir dollara, jafnvirði rúmra 9,2 milljarða króna, af illa fengnu reiðufé. Það hafi Guan gert í gegnum teymi hjá blaðinu sem nefndist „Græddu pening á netinu“ sem notaði rafmyntir til þess að kaupa reiðufé með afslætti. Uppruni fjárins var meðal annars atvinnuleysisbætur sem höfðu verið sviknar út. Ágóðinn var svo færður inn á reikning félaga sem tengdust blaðinu eftir krókaleiðum með tugum þúsunda millifærslna. Þær fóru meðal annars fram í gegnum fyrirframgreidd debitkort og bankareikninga sem voru stofnaðir með stolnum skilríkjum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Epoch Times er sagt hafa hagnast um tugi milljóna dollara á peningaþvættinu. Árið sem það hófst jukust árstekjur blaðsins um 410 prósent á milli ára. Guan hélt því fram að tekjuaukningin skýrðist af framlögum lesenda. Lýsti yfir sakleysi fyrir dómi Guan gæti átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Hann lýsti yfir sakleysi þegar hann kom fyrir dómara í New York í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Epoch Times segir að honum hafi verið vikið frá störfum tímabundið og að blaðið taki fullan þátt í rannsókn málsins. Saksóknarar segja að málið tengist ekki fréttaöflun fjölmiðlafyrirtækisins. Epoch Times var stofnað af Bandaríkjamönnum af kínverskum uppruna sem tengdust trúarhópnum Falun Gong árið 2000. Það er nú eitt áhrifamesta dagblaðið á hægri væng bandarískra stjórnmála og er ekki feimið við að dreifa ýmis konar samsæriskenningum og upplýsingafalsi af fjarhægrivængnum.
Fjölmiðlar Erlend sakamál Bandaríkin Kína Rafmyntir Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira