Ákærður fyrir að fjármagna fjarhægri dagblað með peningaþvætti Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2024 08:41 Peningaþvættið virkaði þannig að fjármálastjórinn keypti illa fengið reiðufé með afslætti fyrir rafmyntir. Ávinningnum var svo veitt inn í rekstur Epoch Times. Vísir/Getty Fjármálastjóri bandaríska fjarhægri dagblaðsins Epoch Times var handtekinn og ákærður fyrir aðild að stórfelldu peningaþvættismáli. Blaðið sjálft er sagt hafa verið fjármagnað að miklu leyti með ágóða af peningaþvættinu. Saksóknarar í Bandaríkjunum segja að Weidong „Bill“ Guan, fjármálastjóri Epoch Times, hafi tekið þátt í að þvætta að minnsta kosti 67 milljónir dollara, jafnvirði rúmra 9,2 milljarða króna, af illa fengnu reiðufé. Það hafi Guan gert í gegnum teymi hjá blaðinu sem nefndist „Græddu pening á netinu“ sem notaði rafmyntir til þess að kaupa reiðufé með afslætti. Uppruni fjárins var meðal annars atvinnuleysisbætur sem höfðu verið sviknar út. Ágóðinn var svo færður inn á reikning félaga sem tengdust blaðinu eftir krókaleiðum með tugum þúsunda millifærslna. Þær fóru meðal annars fram í gegnum fyrirframgreidd debitkort og bankareikninga sem voru stofnaðir með stolnum skilríkjum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Epoch Times er sagt hafa hagnast um tugi milljóna dollara á peningaþvættinu. Árið sem það hófst jukust árstekjur blaðsins um 410 prósent á milli ára. Guan hélt því fram að tekjuaukningin skýrðist af framlögum lesenda. Lýsti yfir sakleysi fyrir dómi Guan gæti átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Hann lýsti yfir sakleysi þegar hann kom fyrir dómara í New York í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Epoch Times segir að honum hafi verið vikið frá störfum tímabundið og að blaðið taki fullan þátt í rannsókn málsins. Saksóknarar segja að málið tengist ekki fréttaöflun fjölmiðlafyrirtækisins. Epoch Times var stofnað af Bandaríkjamönnum af kínverskum uppruna sem tengdust trúarhópnum Falun Gong árið 2000. Það er nú eitt áhrifamesta dagblaðið á hægri væng bandarískra stjórnmála og er ekki feimið við að dreifa ýmis konar samsæriskenningum og upplýsingafalsi af fjarhægrivængnum. Fjölmiðlar Erlend sakamál Bandaríkin Kína Rafmyntir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Saksóknarar í Bandaríkjunum segja að Weidong „Bill“ Guan, fjármálastjóri Epoch Times, hafi tekið þátt í að þvætta að minnsta kosti 67 milljónir dollara, jafnvirði rúmra 9,2 milljarða króna, af illa fengnu reiðufé. Það hafi Guan gert í gegnum teymi hjá blaðinu sem nefndist „Græddu pening á netinu“ sem notaði rafmyntir til þess að kaupa reiðufé með afslætti. Uppruni fjárins var meðal annars atvinnuleysisbætur sem höfðu verið sviknar út. Ágóðinn var svo færður inn á reikning félaga sem tengdust blaðinu eftir krókaleiðum með tugum þúsunda millifærslna. Þær fóru meðal annars fram í gegnum fyrirframgreidd debitkort og bankareikninga sem voru stofnaðir með stolnum skilríkjum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Epoch Times er sagt hafa hagnast um tugi milljóna dollara á peningaþvættinu. Árið sem það hófst jukust árstekjur blaðsins um 410 prósent á milli ára. Guan hélt því fram að tekjuaukningin skýrðist af framlögum lesenda. Lýsti yfir sakleysi fyrir dómi Guan gæti átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Hann lýsti yfir sakleysi þegar hann kom fyrir dómara í New York í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Epoch Times segir að honum hafi verið vikið frá störfum tímabundið og að blaðið taki fullan þátt í rannsókn málsins. Saksóknarar segja að málið tengist ekki fréttaöflun fjölmiðlafyrirtækisins. Epoch Times var stofnað af Bandaríkjamönnum af kínverskum uppruna sem tengdust trúarhópnum Falun Gong árið 2000. Það er nú eitt áhrifamesta dagblaðið á hægri væng bandarískra stjórnmála og er ekki feimið við að dreifa ýmis konar samsæriskenningum og upplýsingafalsi af fjarhægrivængnum.
Fjölmiðlar Erlend sakamál Bandaríkin Kína Rafmyntir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira