Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hús­leit gerð hjá stuðnings­fólki Rússa vegna stríðs­vopna

Þýskir saksóknarar greindu frá því að þeir hefðu gert húsleit hjá pari sem hefur staðið fyrir mótmælum gegn stuðningi þýskra stjórnvalda við Úkraínu í dag. Rannsóknin á parinu er sögð snúast um brot á lögum um framleiðslu og flutnings á stríðsvopnum.

Herinn sendur til Bresku Kólumbíu vegna gróður­elda

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagðist ætla að senda herinn til þess að aðstoða við baráttuna gegn miklum gróðureldum sem geisa í Bresku Kólumbíu. Neyðarástandi var lýst yfir í fylkinu og fleiri en 35.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

Hilary dynur á Kaliforníu með metúrkomu

Meira en ársúrkoma er þegar fallin á sumum stöðum þar sem hitabeltislægðin Hilary fer yfir í sunnanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum. Neyðarástandi var lýst yfir á svæðinu en mikil hætta er talin á lífshættilegum skyndiflóðum og aurskriðum.

Saka Sáda um að skjóta hundruð manna á landa­mærunum

Mannréttindasamtök halda því fram að landamæraverðir í Sádi-Arabíu hafi drepið hundruð óvopnaðra eþíópískra farandverkamanna með vélbyssum og sprengjuvörpum á landamærunum að Jemen undanfarin ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa gengið á Sáda vegna frétta af slíkum árásum.

Reyna að leggja stein í götu ný­kjörins for­seta Gvate­mala

Bernardo Arévalo, frjálslyndur utangarðsmaður í stjórnmálum, fór með afgerandi sigur af hólmi i forsetakosningum í Gvatemala í gær. Óljóst er þó hvort að Arévalo fái að taka við embættinu þar sem ríkissaksóknari landsins reynir nú að lýsa stjórnmálaflokk hans ólöglegan.

Telja vatnið á Akra­nesi öruggt þrátt fyrir ó­bragð

Engar skaðlegar örverur fundust í sýnum sem voru tekin úr drykkjarvatni á Akranesi í gær eftir að íbúar kvörtuðu undan óbragði af því. Forstöðumaður hjá Veitum segir leit standa yfir að orsökum óbragðsins í lóni í nágrenni bæjarins.

Fyrr­verandi kanslari á­kærður fyrir mein­særi

Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, var ákærður fyrir að ljúga að þingnefnd sem rannsakaði hneykslismál sem felldi fyrstu ríkisstjórn hans. Fyrrverandi skrifstofustjóri Kurz er einnig ákærður í málinu.

Löng bíla­röð þegar allir bæjar­búar flúðu gróður­elda

Allir tuttugu þúsund íbúar bæjarins Yellowknife, höfuðstaðar Norðvesturhéraða Kanada, flýja nú í bílum sínum eða með flugvélum á meðan slökkviliðsmenn reyna að koma í veg fyrir að logarnir teygi sig til bæjarins. Rýmingin er sú langumfangsmesta í gróðureldatíðinni í Kanada í ár.

Vilja að réttað verði yfir Trump árið 2026

Lögmenn Donalds Trump krefjast þess að réttarhöld yfir honum vegna ákæru um að hann hafi reynt að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 hefjist ekki fyrr en eftir hátt í þrjú ár. Sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins vill að réttarhöldin hefjist beint eftir áramót.

Sjá meira