Veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2024 18:21 Sánchez forsætisráðherra stendur og klappar ásamt Maríu Jesús Montero, fjármálaráðherra, þegar lögin voru samþykkt í neðri deild spænska þingsins í dag. Við hlið þeirra situr Yolanda Díaz, atvinnuráðherra og leiðtogi vinstriflokksins Sameiningarhreyfingarinnar. AP/Bernat Armangue Spænska þingið samþykkti umdeild lög sem veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf vegna ólöglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu og tilraunar til þess að lýsa yfir sjálfstæði árið 2017. Naumur minnihluti þingheims greiddi atkvæði með frumvarpinu. Ríkisstjórn Pedro Sánchez og Sósíalistaflokks hans lagði frumvarpið að lögunum fram til þess að fella niður sakamál gegn um fjögur hundruð Katalónum. Margir þeirra tóku þátt í að skipuleggja þjóðaratkvæðagreiðslu í Katalóníu sem var haldin í trássi við vilja landsstjórnarinnar árið 2017. Stjórnlagadómstóll Spánar taldi atkvæðagreiðsluna ólöglega. Lögregumenn sem réðust á kjósendur í atkvæðagreiðslunni fá einnig sakaruppgjöf samkvæmt lögunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á meðal þeirra sem hagnast á lögunum er Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu sem átti frumkvæðið að atkvæðagreiðslunni fyrir sjö árum. Hann hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu og komist undan því að vera framseldur til Spánar í krafti stöðu sinnar sem Evrópuþingmaður. Sósíalistaflokkur Sánchez þurfti að reiða sig á stuðning flokks Puigdemont, Saman fyrir Katalóníu, og annars flokks katalónskra sjálfstæðissinna til þess að mynda minnihlutastjórn eftir kosningar sem skiluðu hvorugum stóru flokkanna afgerandi meirihluta í fyrra. Sakaruppgjöfin var forsenda stuðnings Katalónanna við stjórnina. Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, kallaði sakaruppgjöfina „pólitíska spillingu“ á hitafundi í spænska þinginu þegar lögin voru samþykkt. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Samkomulag í höfn við katalónska aðskilnaðarsinna Þingmaður spænskra sósíalista, Santos Cerdan, tilkynnti í dag að samkomulag hefði nást milli Spænska sósíalíska verkamannaflokksins og flokks katalónskra aðskilnaðarsinna Junts um að veita Junts-liðum sakaruppgjöf fyrir ólögmæta sjálfstæðisyfirlýsingu sína árið 2017. Þetta gerir sósíalistaflokki Pedro Sanchez, sitjandi forsætisráðherra, líklega kleift að mynda nýja ríkisstjórn. 9. nóvember 2023 16:18 Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49 Vinstristjórn gæti setið áfram með stuðningi sjálfstæðissinna Pedro Sánchez, leiðtogi spænska Sósíalistaflokksins, þokaðist nær því að mynda nýja minnihlutastjórn eftir að fulltrúi flokksins var kjörinn forseti neðri deildar þingsins með meirihluta atkvæða í morgun. Flokkar katalónskra sjálfstæðissinna greiddu atkvæði með þingforsetanum. 17. ágúst 2023 10:54 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
Ríkisstjórn Pedro Sánchez og Sósíalistaflokks hans lagði frumvarpið að lögunum fram til þess að fella niður sakamál gegn um fjögur hundruð Katalónum. Margir þeirra tóku þátt í að skipuleggja þjóðaratkvæðagreiðslu í Katalóníu sem var haldin í trássi við vilja landsstjórnarinnar árið 2017. Stjórnlagadómstóll Spánar taldi atkvæðagreiðsluna ólöglega. Lögregumenn sem réðust á kjósendur í atkvæðagreiðslunni fá einnig sakaruppgjöf samkvæmt lögunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á meðal þeirra sem hagnast á lögunum er Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu sem átti frumkvæðið að atkvæðagreiðslunni fyrir sjö árum. Hann hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu og komist undan því að vera framseldur til Spánar í krafti stöðu sinnar sem Evrópuþingmaður. Sósíalistaflokkur Sánchez þurfti að reiða sig á stuðning flokks Puigdemont, Saman fyrir Katalóníu, og annars flokks katalónskra sjálfstæðissinna til þess að mynda minnihlutastjórn eftir kosningar sem skiluðu hvorugum stóru flokkanna afgerandi meirihluta í fyrra. Sakaruppgjöfin var forsenda stuðnings Katalónanna við stjórnina. Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, kallaði sakaruppgjöfina „pólitíska spillingu“ á hitafundi í spænska þinginu þegar lögin voru samþykkt.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Samkomulag í höfn við katalónska aðskilnaðarsinna Þingmaður spænskra sósíalista, Santos Cerdan, tilkynnti í dag að samkomulag hefði nást milli Spænska sósíalíska verkamannaflokksins og flokks katalónskra aðskilnaðarsinna Junts um að veita Junts-liðum sakaruppgjöf fyrir ólögmæta sjálfstæðisyfirlýsingu sína árið 2017. Þetta gerir sósíalistaflokki Pedro Sanchez, sitjandi forsætisráðherra, líklega kleift að mynda nýja ríkisstjórn. 9. nóvember 2023 16:18 Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49 Vinstristjórn gæti setið áfram með stuðningi sjálfstæðissinna Pedro Sánchez, leiðtogi spænska Sósíalistaflokksins, þokaðist nær því að mynda nýja minnihlutastjórn eftir að fulltrúi flokksins var kjörinn forseti neðri deildar þingsins með meirihluta atkvæða í morgun. Flokkar katalónskra sjálfstæðissinna greiddu atkvæði með þingforsetanum. 17. ágúst 2023 10:54 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
Samkomulag í höfn við katalónska aðskilnaðarsinna Þingmaður spænskra sósíalista, Santos Cerdan, tilkynnti í dag að samkomulag hefði nást milli Spænska sósíalíska verkamannaflokksins og flokks katalónskra aðskilnaðarsinna Junts um að veita Junts-liðum sakaruppgjöf fyrir ólögmæta sjálfstæðisyfirlýsingu sína árið 2017. Þetta gerir sósíalistaflokki Pedro Sanchez, sitjandi forsætisráðherra, líklega kleift að mynda nýja ríkisstjórn. 9. nóvember 2023 16:18
Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49
Vinstristjórn gæti setið áfram með stuðningi sjálfstæðissinna Pedro Sánchez, leiðtogi spænska Sósíalistaflokksins, þokaðist nær því að mynda nýja minnihlutastjórn eftir að fulltrúi flokksins var kjörinn forseti neðri deildar þingsins með meirihluta atkvæða í morgun. Flokkar katalónskra sjálfstæðissinna greiddu atkvæði með þingforsetanum. 17. ágúst 2023 10:54