Fréttamaður

Elma Rut Valtýsdóttir

Elma er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Reiknaði út með­göngu­lengd Kyli­e Jenner út frá nöglunum hennar

Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir fer yfir allt það helsta í Hollywood í Brennslutei vikunnar á þriðjudögum. Í þessari viku fer hún meðal annars yfir dressin á Met Gala, trúlofun Britney Spears og drama á MTV tónlistarhátíðinni. Þá segir Birta einnig frá rannsóknarvinnu sem hún lagðist í til að reikna út meðgöngulengd Kylie Jenner.

Megan Fox senu­þjófur á rauða dreglinum

MTV verðlaunahátíðin var haldin með miklum glæsibrag í Barclays Center í New York í nótt. Allar helstu stjörnur tónlistarheimsins voru þar samankomnar, bæði nýliðar sem og aðrir eldri og reynslumeiri. Það var mikið um glamúr og dressin voru hvert öðru glæsilegra.

Bráða­bani réði úr­slitum í fyrsta skipti í sögu Kviss

Annar þáttur spurningaþáttarins Kviss fór fram á laugardaginn. Þar mættust Hamar og Dalvík í 16-liða úrslitum. Úr varð æsispennandi viðureign sem endaði í bráðabana í fyrsta skipti í sögu Kviss, þar sem annað liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum.

Leður­klædd Madonna opnaði MTV verð­launa­há­tíðina í nótt

MTV VMA (Video music awards) hátíðin fór fram með pompi og prakt í New York í nótt. MTV sjónvarpsstöðin fagnar 40 ára afmæli sínu í ár og voru allar helstu stjörnur úr tónlistarheiminum samankomnar til þess að uppskera eða samgleðjast. Söngkonan Doja Cat var kynnir kvöldsins.

„Maður ræður ekki hve­nær ástin bankar upp á“

Ástarsaga þeirra Þorgerðar Katrínar og Kristjáns spannar nærri því fjörutíu ár og má segja að þau eigi handboltanum það að þakka. Foreldrum Þorgerðar fannst hún þó heldur ung þegar þau fóru að vera saman en hún segir að maður hafi enga stjórn á því hvenær ástin bankar upp á.

Brit­n­ey einu skrefi nær því að losna undan oki föður síns

Faðir söngkonunnar Britney Spears hefur skilað inn nauðsynlegum skjölum til þess að hann láti af forræði yfir dóttur sinni. Söngkonan færist því skrefinu nær að losna undan valdi föður síns, sem hefur stjórnað lífi hennar og fjármálum síðustu þrettán ár. Britney hefur barist fyrir sjálfræði sínu að undanförnu og er því um stóran sigur að ræða fyrir poppprinsessuna heimsfrægu.

Veitir fjöl­skyldum lang­veikra barna að­stoð í gegnum Hjálpar­línu

„Landspítalinn er bráðasjúkrahús. Þannig að sú þjónusta sem er í boði þar er að meginhlutanum til sniðin í kringum bráðveika. Það er kannski eitt af því sem hefur verið erfiðara fyrir þá sem eru langveikir því þeir hafa aðrar þarfir en þeir sem eru bráðveikir,“ segir Bára Sigurjónsdóttir.

Ráð­leggur fólki að færa föstu­dagspítsuna til sunnu­dags

Egill Einarsson, einkaþjálfari segir að það eigi ekki að vera leiðinlegt að koma sér í form. Allt snúist þetta um magn og hlutfall þess sem þú borðar. Hann segir föstudagspítsuhefð Íslendinga þó vera ákveðið vandamál og mælir frekar með því að fólk færi pítsuátið yfir á sunnudag.

Í ein­angrun í hjól­hýsi en tók þátt í heilsuátaki

Kyrrsetan og hreyfingarleysið reyndist Sif Sturludóttur mesta áskorunin þegar hún þurfti að vera í tíu daga einangrun eftir að hún greindist með Covid-19. Hún ákvað því á fjórða degi að hún skyldi nýta tímann og taka þátt í hreyfingaráskorun.

Sjá meira