Túrtappi tryggði sigur í fyrsta einvígi Kviss Fyrsti þáttur spurningaþáttarins Kviss fór fram á laugardaginn. Þar mættust Tindastóll og Þróttur í stórskemmtilegri viðureign. Lið Tindastóls skipa fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal og leikkonan Vivian Ólafsdóttir. Lið Þróttar samanstendur af söngkonunni Bríeti og leikaranum Birni Hlyni. 6.9.2021 13:29
Hittust fyrst á bókasafni Samtakanna 78: „Ég hélt hann ætlaði aldrei að hringja“ Þeir Felix og Baldur voru báðir tiltölulega nýkomnir út úr skápnum á fullorðinsaldri þegar þeir litu hvorn annan augum á bókasafni Samtakanna 78 árið 1996. Það var þó ekki fyrr en Baldur elti Felix uppi á skemmtistað mánuði síðar sem þeir fóru að stinga saman nefjum og þá var ekki aftur snúið. 6.9.2021 12:31
Áttu aldrei von á því að verða elskaðir af sjómönnum „Loksins fá allir að sjá perlurnar sem við erum í raun,“ segir Bassi Maraj, einn af þremenningunum úr Æði, um þriðju þáttaröð sem væntanleg er nú í september. 4.9.2021 07:00
„Ég hefði ekki getað ímyndað mér að þetta væri svona vont“ Kristín Eiríksdóttir skáld segist hafa lært mikið um höfundarrétt á síðustu mánuðum, eftir að hún upplifði að hugverki sínu hefði verið stolið þegar þáttaröðin Systrabönd kom út. Hún segir það hafa komið sér á óvart hve sár sú lífsreynsla hafi í raun og veru reynst henni. 31.8.2021 18:00
Sjáðu nýja stiklu úr James Bond myndinni sem beðið hefur verið eftir Í dag var birt glæný stikla úr nýjustu kvikmyndinni um útsendarann James Bond. Myndin verður loksins frumsýnd nú í haust eftir vægast sagt langa bið. Frumsýningu hefur verið frestað þó nokkrum sinnum vegna Covid-19. 31.8.2021 14:07
Grunaði ekki að hún myndi landa aðalhlutverki á þessum tímapunkti í lífinu Þáttaröðin Svörtu sandar verður sýnd á Stöð 2 í lok árs. Unga leikkonan Aldís Amah Hamilton fer með aðalhlutverki í þáttunum, ásamt því að vera einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Hún segir að um algjört draumaverkefni sé að ræða. 30.8.2021 11:31
Theódór Elmar og Pattra eiga von á öðru barni Fótboltakappinn Theódór Elmar Bjarnason og tískubloggarinn Pattra Sriyanonge eiga von á sínu öðru barni. Pattra deilir gleðifréttunum með fylgjendum sínum á Instargam. 29.8.2021 23:28
Segir Landspítalann notast við hugmyndafræði sem leyfi þvinganir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, harmar andlát sem talið er hafa borið að með saknæmum hætti á geðdeild Landspítalans fyrr í mánuðinum en segir atvikið ekki koma sér á óvart. 29.8.2021 22:52
„Þetta kom aldrei inn á borð til stjórnar“ Borghildur Sigurðardóttir, annar varaformaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þau mál sem snúa að meintum kynferðisbrotum landsliðsmanna aldrei hafa komið inn á borð stjórnarinnar. 29.8.2021 21:17
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um mál KSÍ, en líkt og fram hefur komið sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður nú síðdegis. Elísabet Inga Sigurðardóttir, fréttamaður okkar, er stödd við Laugardalshöll og mun greina frá nýjustu tíðindum í beinni útsendingu. 29.8.2021 18:16