Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Diljá að­stoðar Dag

Diljá Ragnarsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Hættir hjá ACRO og fer yfir til Kviku banka

Sigurður Hreiðar Jónsson, sem hefur starfað í markaðsviðskiptum ACRO verðbréfa undanfarin fimm ár, hefur látið af störfum hjá félaginu en hann er jafnframt einn af hluthöfum þess. Mun hann hafa ráðið sig yfir til Kviku banka, samkvæmt upplýsingum Innherja.

Klinkið
Fréttamynd

Jóhann Ingi frá Solid Clouds til Dokobit

Jóhann Ingi Guðjónsson hefur verið ráðinn markaðs- og samskiptastjóri hjá Dokobit sem er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í að bjóða upp á rafrænar undirskriftir og meðferð rafrænna gagna. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ingibjörg ráðin til Great Place to Work

Ingibjörg Ýr Kalatschan hefur verið ráðin viðskiptastjóri hjá Great Place to Work (GPTW), alþjóðlegri stofnun um vinnustaðamenningu. Ingibjörg er nýflutt til Íslands eftir að hafa starfað erlendis og mun starfa hér fyrir GPTW.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Salóme til PayAnalytics

Salóme Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður í viðskiptaþróun hjá PayAnalytics. Hún mun því taka leiðandi þátt í uppbyggingu og sókn fyrirtækisins á erlendri grundu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðar Er­lings­son tekur við Marel Software Solutions

Viðar Erlingsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Marel Software Solutions.Hann mun bera ábyrgð á framtíðarsýn og stefnu hugbúnaðarlausna Marel á heimsvísu. Í því felst meðal annars að tryggja stöðu félagsins sem lykilsölu- og þjónustuaðila á sviði stafrænna lausna í matvælavinnslu fyrir viðskiptavini fyrirtækisins.

Viðskipti