Í tilkynningu kemur fram að hún muni leiða verkefni sem tengjast upplifun og þjónustu við viðskiptavini ásamt að því að móta og framfylgja framtíðarsýn fyrir stafræna þróun Póstsins.
„Berglind Lóa kemur frá Símanum þar sem hún gegndi stöðu sérfræðings í vefmálum en hún hefur einnig starfað við stefnumótun, vörustýringu, markaðs- og vefmál. Hún er með B.Sc. í alþjóðamarkaðsfræði,“ segir í tilkynningunni.