Ragnar yfirgefur Brandenburg eftir uppákomu í afmæli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2023 09:56 Ragnar í fremstu röð með viðurkenninguna auglýsingastofa ársins árið 2021. Brandenburg Ragnar Gunnarsson, einn af fimm eigendum auglýsingastofunnar Brandenburg, hefur ákveðið að selja hlut sinn í félaginu. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist sala hlutarins uppákomu á skemmtun sem starfsmenn auglýsingastofunnar sóttu á dögunum. „Eftir að hafa stofnað Brandenburg, ásamt félögum mínum, fyrir tólf árum síðan og starfað í auglýsingabransanum í yfir 20 ár er kominn tími til að breyta til og takast á við nýjar áskoranir,“ segir Ragnar í tilkynningu sem Mbl.is vísar til. Samkvæmt heimildum fréttastofu þótti öðrum eigendum Brandenburgar Ragnar hafa sýnt af sér óeðlilega hegðun í fimm ára afmæli Datera, dótturfélags Brandenburgar, í byrjun nóvember sem starfsmenn auglýsingastofunnar sóttu. Var hann beittur þrýstingi um að yfirgefa eigendahópinn. Fimm eigendur Brandenburgar sem bráðum verða fjórir.CreditInfo Umræður hafa staðið yfir síðan milli eigendanna fjögurra og Ragnars um brottför hans þar sem tekist hefur verið á um virði hlutar Ragnars í auglýsingastofunni. Miðað við tilkynningu Ragnars í morgun virðist hafa náðst samkomulag um virði hlutarins. Fréttastofa reyndi ítrekað að ná í Ragnar og aðra eigendur Brandenburgar vegna málsins í gær en án árangurs. Tæplega tvö ár eru liðin síðan Ragnar steig til hliðar sem framkvæmdastjóri Brandenburgar vegna viðtals barnsmóður hans Haddar Vilhjálmsdóttur, almannatengils og lögfræðings, í Vikunni. Þar lýsti hún andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu Ragnars. Ragnar var um árabil einn fjögurra eigenda Brandenburgar ásamt þeim Jóni Ara Helgasyni, Braga Valdimar Skúlasyni og Hrafni Gunnarssyni. Tilkynnt var fyrir rúmu ári að tveir eigendur hefðu bæst í hópinn, þau Arnar Líndal Halldórsson og Sigríður Theódóra Pétursdóttir. Síðan þá virðist Sigríður Theódóra hafa yfirgefið eigendahópinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Tengdar fréttir Koma ný inn í eigendahóp Brandenburgar Sigríður Theódóra Pétursdóttir og Arnar Halldórsson hafa bæst í eigendahóp auglýsingastofunnar Brandenburg. Þau hafa bæði starfað sem stjórnendur á stofunni undanfarin ár. 13. október 2022 09:41 Hödd vísar því alfarið á bug að um forræðisdeilumál sé að ræða Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur, segir að um aumt yfirklór barnsföður hennar sé að ræða þegar hann vill meina að deilur þeirra snúist um forræðisdeilumál. 3. febrúar 2022 10:56 Brandenburg valin auglýsingastofa ársins 2021 Brandenburg var í gær kosinn auglýsingastofa ársins á ráðstefnu ÍMARK. Þetta er í fjórða sinn sem stofan hlýtur verðlaunin. 25. nóvember 2021 16:34 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
„Eftir að hafa stofnað Brandenburg, ásamt félögum mínum, fyrir tólf árum síðan og starfað í auglýsingabransanum í yfir 20 ár er kominn tími til að breyta til og takast á við nýjar áskoranir,“ segir Ragnar í tilkynningu sem Mbl.is vísar til. Samkvæmt heimildum fréttastofu þótti öðrum eigendum Brandenburgar Ragnar hafa sýnt af sér óeðlilega hegðun í fimm ára afmæli Datera, dótturfélags Brandenburgar, í byrjun nóvember sem starfsmenn auglýsingastofunnar sóttu. Var hann beittur þrýstingi um að yfirgefa eigendahópinn. Fimm eigendur Brandenburgar sem bráðum verða fjórir.CreditInfo Umræður hafa staðið yfir síðan milli eigendanna fjögurra og Ragnars um brottför hans þar sem tekist hefur verið á um virði hlutar Ragnars í auglýsingastofunni. Miðað við tilkynningu Ragnars í morgun virðist hafa náðst samkomulag um virði hlutarins. Fréttastofa reyndi ítrekað að ná í Ragnar og aðra eigendur Brandenburgar vegna málsins í gær en án árangurs. Tæplega tvö ár eru liðin síðan Ragnar steig til hliðar sem framkvæmdastjóri Brandenburgar vegna viðtals barnsmóður hans Haddar Vilhjálmsdóttur, almannatengils og lögfræðings, í Vikunni. Þar lýsti hún andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu Ragnars. Ragnar var um árabil einn fjögurra eigenda Brandenburgar ásamt þeim Jóni Ara Helgasyni, Braga Valdimar Skúlasyni og Hrafni Gunnarssyni. Tilkynnt var fyrir rúmu ári að tveir eigendur hefðu bæst í hópinn, þau Arnar Líndal Halldórsson og Sigríður Theódóra Pétursdóttir. Síðan þá virðist Sigríður Theódóra hafa yfirgefið eigendahópinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Tengdar fréttir Koma ný inn í eigendahóp Brandenburgar Sigríður Theódóra Pétursdóttir og Arnar Halldórsson hafa bæst í eigendahóp auglýsingastofunnar Brandenburg. Þau hafa bæði starfað sem stjórnendur á stofunni undanfarin ár. 13. október 2022 09:41 Hödd vísar því alfarið á bug að um forræðisdeilumál sé að ræða Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur, segir að um aumt yfirklór barnsföður hennar sé að ræða þegar hann vill meina að deilur þeirra snúist um forræðisdeilumál. 3. febrúar 2022 10:56 Brandenburg valin auglýsingastofa ársins 2021 Brandenburg var í gær kosinn auglýsingastofa ársins á ráðstefnu ÍMARK. Þetta er í fjórða sinn sem stofan hlýtur verðlaunin. 25. nóvember 2021 16:34 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Koma ný inn í eigendahóp Brandenburgar Sigríður Theódóra Pétursdóttir og Arnar Halldórsson hafa bæst í eigendahóp auglýsingastofunnar Brandenburg. Þau hafa bæði starfað sem stjórnendur á stofunni undanfarin ár. 13. október 2022 09:41
Hödd vísar því alfarið á bug að um forræðisdeilumál sé að ræða Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur, segir að um aumt yfirklór barnsföður hennar sé að ræða þegar hann vill meina að deilur þeirra snúist um forræðisdeilumál. 3. febrúar 2022 10:56
Brandenburg valin auglýsingastofa ársins 2021 Brandenburg var í gær kosinn auglýsingastofa ársins á ráðstefnu ÍMARK. Þetta er í fjórða sinn sem stofan hlýtur verðlaunin. 25. nóvember 2021 16:34
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent